Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2021 23:47 Eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og langt aðlögunarferli hafa nýjar reglur tekið gildi. Getty/Peter Boer Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. Hollensk sjónvarpsstöð náði myndböndum af landamæravörðum útskýra breyttar reglur fyrir bílstjórum frá Bretlandi. Einn þeirra hafði tekið með sér samlokur í álpappír og spurði landamæravörðurinn hvort kjöt væri í þeim. „Allt í lagi, þá tökum við þær allar,“ sagði vörðurinn eftir að bílstjórinn upplýsti að samlokurnar væru með skinku. Þegar bílstjórinn spurði hvort hann mætti í það minnsta halda brauðinu svaraði vörðurinn: „Nei, allt verður gert upptækt. Velkominn í Brexit herra minn, afsakaðu þetta.“ Next time people tell you there's no new friction at the borders because of Brexit, you can show them this Dutch TV clip of drivers being stopped and having their lunches confiscated. pic.twitter.com/B9eZfDWKFB— OwenAdamsYT (@OwenAdamsYT1) January 10, 2021 Nýjar reglur tóku gildi um áramótin eftir að aðlögunarferli Breta lauk formlega. Lengi vel var útlit fyrir að samningar myndu ekki nást milli Bretlands og Evrópusambandsins, en á aðfangadag var greint frá því að viðskiptasamningur væri á borðinu. Þá eru leiðbeiningar varðandi breyttar reglur eftir Brexit á heimasíðu umhverfisráðuneytis Bretlands, þar sem kemur fram að ekki megi taka með sér dýraafurðir með sér til landa innan Evrópusambandsins. Sérstaklega er tekið fram að það eigi einnig við um samlokur. Að mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eru reglurnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að sýklar berist með kjötvörum eða mjólkurafurðum sem gætu leitt til sjúkdóma hjá dýrum innan sambandsins. Brexit Bretland Holland Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Hollensk sjónvarpsstöð náði myndböndum af landamæravörðum útskýra breyttar reglur fyrir bílstjórum frá Bretlandi. Einn þeirra hafði tekið með sér samlokur í álpappír og spurði landamæravörðurinn hvort kjöt væri í þeim. „Allt í lagi, þá tökum við þær allar,“ sagði vörðurinn eftir að bílstjórinn upplýsti að samlokurnar væru með skinku. Þegar bílstjórinn spurði hvort hann mætti í það minnsta halda brauðinu svaraði vörðurinn: „Nei, allt verður gert upptækt. Velkominn í Brexit herra minn, afsakaðu þetta.“ Next time people tell you there's no new friction at the borders because of Brexit, you can show them this Dutch TV clip of drivers being stopped and having their lunches confiscated. pic.twitter.com/B9eZfDWKFB— OwenAdamsYT (@OwenAdamsYT1) January 10, 2021 Nýjar reglur tóku gildi um áramótin eftir að aðlögunarferli Breta lauk formlega. Lengi vel var útlit fyrir að samningar myndu ekki nást milli Bretlands og Evrópusambandsins, en á aðfangadag var greint frá því að viðskiptasamningur væri á borðinu. Þá eru leiðbeiningar varðandi breyttar reglur eftir Brexit á heimasíðu umhverfisráðuneytis Bretlands, þar sem kemur fram að ekki megi taka með sér dýraafurðir með sér til landa innan Evrópusambandsins. Sérstaklega er tekið fram að það eigi einnig við um samlokur. Að mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eru reglurnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að sýklar berist með kjötvörum eða mjólkurafurðum sem gætu leitt til sjúkdóma hjá dýrum innan sambandsins.
Brexit Bretland Holland Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira