James með stæla og Harden búinn að gefast upp Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 07:31 LeBron James og James Harden áttust við í nótt í heldur ójöfnum leik. Getty/Carmen Mandato Los Angeles Lakers styrktu stöðu sína á toppi vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta þegar þeir rúlluðu yfir Houston Rockets, 117-100, í nótt. Algjör uppgjafartónn var í James Harden, stjörnuleikmanni Houston. Lakers stungu strax af og voru 35-14 yfir eftir fyrsta leikhluta. LeBron James skoraði 26 stig og þar af 22 í fyrri hálfleik, meðal annars úr þriggja stiga skoti í öðrum leikhluta sem hann sleppti því að fylgjast með hvort færi niður, við mikinn fögnuð félaga sinna. 22 at the half for LBJ. @Lakers | @NBATVpic.twitter.com/AqtDIwjxKA— NBA (@NBA) January 13, 2021 James Harden svo gott sem bað um að fá að losna frá Houston eftir tapið, en í annað sinn á þremur dögum var ekki að sjá að liðið ætti nokkurn einasta möguleika í Lakers sem fögnuðu 120-102 sigri þegar liðin mættust á sunnudag. Staða sem að ekki er hægt að laga Eða hljóma þessi orð Harden, sem orðaður hefur verið við Boston Celtics, ekki eins og kveðjuorð? „Ég elska þessa borg. Ég hef gert gjörsamlega allt sem ég get. Þessi staða er klikkuð. Þetta er eitthvað sem ég held að verði ekki hægt að laga. Svo já. Takk,“ sagði Harden í gegnum Zoom þegar blaðamannafundi hans eftir leik lauk. Áður hafði Harden sagt að Houston væri ekki einu sinni nálægt því að vera í sama flokki og lið á borð við meistara Lakers. Embiid magnaður í framlengdum leik John Wall, sem kom til Houston frá Washington Wizards í fyrra, var spurður út í ummæli Hardens: „Hann má alveg hafa sína skoðun. Þegar allir, frá 1. til 15. manns, vita sitt hlutverk og eru á sömu blaðsíðu, vita hvað þeir vilja og ætla að vinna, þá er allt í góðu. En þegar ákveðnir menn í hópnum taka ekki þátt í þessu þá er erfitt að gera eitthvað merkilegt sem körfuboltalið,“ sagði Wall. Af öðrum úrslitum næturinnar má nefna að Joel Embiid skoraði 45 stig þegar Philadelphia 76ers vann Miami Heat í framlengdum leik, 137-134, í leik liða sem verið hafa í vandræðum með að fylla í lið vegna kórónuveirunnar. Dakota Mathias tryggði sigurinn með þriggja stiga körfu þegar 26,1 sekúndur voru eftir. @JoelEmbiid becomes the first @sixers player with 45+ PTS, 15+ REB and 5+ STL since steals were first tracked in 1973-74!45 PTS | 16 REB | 5 STL (career high) | 16-23 FGM pic.twitter.com/i8LW4HtlA9— NBA (@NBA) January 13, 2021 Úrslit næturinnar: Philadelphia 137 – 134 Miami Brooklyn 122 – 116 Denver Cleveland 87 – 117 Utah Houston 100 – 117 LA Lakers Oklahoma 102 – 112 San Antonio Golden State 95 – 104 Indiana NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira
Lakers stungu strax af og voru 35-14 yfir eftir fyrsta leikhluta. LeBron James skoraði 26 stig og þar af 22 í fyrri hálfleik, meðal annars úr þriggja stiga skoti í öðrum leikhluta sem hann sleppti því að fylgjast með hvort færi niður, við mikinn fögnuð félaga sinna. 22 at the half for LBJ. @Lakers | @NBATVpic.twitter.com/AqtDIwjxKA— NBA (@NBA) January 13, 2021 James Harden svo gott sem bað um að fá að losna frá Houston eftir tapið, en í annað sinn á þremur dögum var ekki að sjá að liðið ætti nokkurn einasta möguleika í Lakers sem fögnuðu 120-102 sigri þegar liðin mættust á sunnudag. Staða sem að ekki er hægt að laga Eða hljóma þessi orð Harden, sem orðaður hefur verið við Boston Celtics, ekki eins og kveðjuorð? „Ég elska þessa borg. Ég hef gert gjörsamlega allt sem ég get. Þessi staða er klikkuð. Þetta er eitthvað sem ég held að verði ekki hægt að laga. Svo já. Takk,“ sagði Harden í gegnum Zoom þegar blaðamannafundi hans eftir leik lauk. Áður hafði Harden sagt að Houston væri ekki einu sinni nálægt því að vera í sama flokki og lið á borð við meistara Lakers. Embiid magnaður í framlengdum leik John Wall, sem kom til Houston frá Washington Wizards í fyrra, var spurður út í ummæli Hardens: „Hann má alveg hafa sína skoðun. Þegar allir, frá 1. til 15. manns, vita sitt hlutverk og eru á sömu blaðsíðu, vita hvað þeir vilja og ætla að vinna, þá er allt í góðu. En þegar ákveðnir menn í hópnum taka ekki þátt í þessu þá er erfitt að gera eitthvað merkilegt sem körfuboltalið,“ sagði Wall. Af öðrum úrslitum næturinnar má nefna að Joel Embiid skoraði 45 stig þegar Philadelphia 76ers vann Miami Heat í framlengdum leik, 137-134, í leik liða sem verið hafa í vandræðum með að fylla í lið vegna kórónuveirunnar. Dakota Mathias tryggði sigurinn með þriggja stiga körfu þegar 26,1 sekúndur voru eftir. @JoelEmbiid becomes the first @sixers player with 45+ PTS, 15+ REB and 5+ STL since steals were first tracked in 1973-74!45 PTS | 16 REB | 5 STL (career high) | 16-23 FGM pic.twitter.com/i8LW4HtlA9— NBA (@NBA) January 13, 2021 Úrslit næturinnar: Philadelphia 137 – 134 Miami Brooklyn 122 – 116 Denver Cleveland 87 – 117 Utah Houston 100 – 117 LA Lakers Oklahoma 102 – 112 San Antonio Golden State 95 – 104 Indiana NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Philadelphia 137 – 134 Miami Brooklyn 122 – 116 Denver Cleveland 87 – 117 Utah Houston 100 – 117 LA Lakers Oklahoma 102 – 112 San Antonio Golden State 95 – 104 Indiana
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira