Erlent

For­setinn lagður inn á sjúkra­hús með Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 67 ára Sargsyan tók við embætti forseta Armeníu árið 2018.
Hinn 67 ára Sargsyan tók við embætti forseta Armeníu árið 2018. Getty

Armen Sargsyan, forseti Armeníu, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í London í Englandi, eftir að hafa greinst með smit í síðustu viku.

Armenskir fjölmiðlar segja forsetann vera með háan hita, með lungnabólgu, og er ástand hans sagt alvarlegt.

Sargsyan fagnaði áramótunum með fjölskyldu sinni í London og gekkst síðar undir aðgerð á fæti.

Hinn 67 ára Sargsyan tók við embætti forseta Armeníu árið 2018. Áður en hann tók við embætti forseta hafði hann gegnt stöðu sendiherra Armeníu í Bretlandi í heil tuttugu ár.

Eftir nýlegar stjórnarskrárbreytingar er embætti Armeníu fremur valdalítið embætti í stjórnskipun landsins.

Alls hafa 160 þúsund manns greinst með Covid-19 í Armeníu og hafa þar nú nærri þrjú þúsund dauðsföll verið rakin til sjúkdómsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×