Steingrímur gerir engar athugasemdir við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2021 10:35 Steingrímur leiðir ríkisstjórnina inn á Alþingi. Fullvíst má telja að hann sé einn af arkítektum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og hann hefur varið hana með kjafti og klóm. Steingrímur hefur gefið það út að þegar þessu kjörtímabili lýkur muni hann hætta pólitískum afskiptum. visir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti alþingis og fyrrverandi formaður Vinstri grænna, segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því þó ríkið selji hlut í Íslandsbanka. Eins og fram hefur komið stefnir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að því að selja hlut í Íslandsbanka í sumar. Fyrir liggur að einkavæðingaráform eru ekki nokkuð sem stuðningsmenn Vinstri grænna aðhyllast. Engu að síður er það svo að Steingrímur, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra; hann gegndi því embætti í kjölfar bankahrunsins í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, telur þetta ekki neitt tiltökumál. Nú séu allt aðrar aðstæður uppi, annað regluverk, en það þegar bankahrunið varð árið 2008. „Ég geri engar athugasemdir við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Í fyrsta lagi er það nú þannig að þessi banki kom óvænt í hendur ríkisins sem greiðsla í formi stöðugleikaframlags. Það var engin sérstök stefna að ríkið ætti að eignast Íslandsbanka og þar af leiðandi á það ekki að vera einhver sérstök stefna að ríkið eigi að eiga hann áfram,“ segir Steingrímur í ítarlegu viðtali við Kjarnann. Og hann vill meina að út frá sjónarhóli Vinstri grænna sé salan í anda stefnu flokksins. „Við höfum ályktað að ríkið eigi að eiga Landsbankann og er það stefna núverandi ríkisstjórnar. Það verður ekki hróflað við eignarhaldinu á Landsbankanum og það er eigendastefna ríkisins. Hún gerir ráð fyrir að Landsbankinn sé í eigu þjóðarinnar en að Íslandsbanki geti verið seldur.“ Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fyrirhuguð sala á Íslandsbanka ætlar að reynast umdeild Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stefnir að því að hefja söluferli á einum fjórða hlutar Íslandsbanka fyrir lok mánaðar. Hann stefnir ótrauður á að útboð verði í sumar. 14. janúar 2021 11:48 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Eins og fram hefur komið stefnir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að því að selja hlut í Íslandsbanka í sumar. Fyrir liggur að einkavæðingaráform eru ekki nokkuð sem stuðningsmenn Vinstri grænna aðhyllast. Engu að síður er það svo að Steingrímur, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra; hann gegndi því embætti í kjölfar bankahrunsins í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, telur þetta ekki neitt tiltökumál. Nú séu allt aðrar aðstæður uppi, annað regluverk, en það þegar bankahrunið varð árið 2008. „Ég geri engar athugasemdir við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Í fyrsta lagi er það nú þannig að þessi banki kom óvænt í hendur ríkisins sem greiðsla í formi stöðugleikaframlags. Það var engin sérstök stefna að ríkið ætti að eignast Íslandsbanka og þar af leiðandi á það ekki að vera einhver sérstök stefna að ríkið eigi að eiga hann áfram,“ segir Steingrímur í ítarlegu viðtali við Kjarnann. Og hann vill meina að út frá sjónarhóli Vinstri grænna sé salan í anda stefnu flokksins. „Við höfum ályktað að ríkið eigi að eiga Landsbankann og er það stefna núverandi ríkisstjórnar. Það verður ekki hróflað við eignarhaldinu á Landsbankanum og það er eigendastefna ríkisins. Hún gerir ráð fyrir að Landsbankinn sé í eigu þjóðarinnar en að Íslandsbanki geti verið seldur.“
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fyrirhuguð sala á Íslandsbanka ætlar að reynast umdeild Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stefnir að því að hefja söluferli á einum fjórða hlutar Íslandsbanka fyrir lok mánaðar. Hann stefnir ótrauður á að útboð verði í sumar. 14. janúar 2021 11:48 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fyrirhuguð sala á Íslandsbanka ætlar að reynast umdeild Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stefnir að því að hefja söluferli á einum fjórða hlutar Íslandsbanka fyrir lok mánaðar. Hann stefnir ótrauður á að útboð verði í sumar. 14. janúar 2021 11:48