Lið hans, Zaragoza, vann öruggan 20 stiga sigur á Fuenlabrada, 105-85.
Tryggvi byrjaði leikinn frábærlega en hann spilaði allan fyrsta leikhlutann og skoraði tíu af 27 stigum Zaragoza. Tók að auki sjö fráköst og gaf eina stoðsendingu.
Tryggvi hélt uppteknum hættu og endaði leikinn með 24 stig auk þess að taka níu fráköst og gefa tvær stoðsendingar á tæpum 28 mínútum. Besti leikur Tryggva í spænsku úrvalsdeildinni.
Zaragoza er í 14.sæti deildarinnar.