Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. janúar 2021 13:35 Alexei Navalní, á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi, verði hann fundinn sekur að rannsókn lokinni. EPA/Sergei Ilnitskí Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim frá Þýskalandi í dag en yfirvöld segja hann hafa brotið skilorð með því að fara til Þýskalands. Treystir á stuðningsmenn sína Navalní var sakfelldur fyrir þjófnað árið 2014 en hann segist saklaus af þeim ásökunum. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Hefur hann beðið stuðningsmenn sína um að láta sjá sig á flugvellinum í Moskvu í dag. Rússnesk yfirvöld tilkynntu um nýja sakamálarannsókn á hendur Navalní í desember, en hann er sakaður um að hafa nýtt fé sem barst frá almenningi til félagasamtaka, til eigin nota. Navalní segir pólitískar ástæður liggja að baki rannsókninni. Navalní hefur verið í Þýskalandi síðustu mánuði eftir að hann var fluttur þangað í kjölfar þess að hann missti meðvitund um borð í flugvél vegna eitrunar í ágúst síðastliðinn. Segist hann hafa náð sér að fullu eftir árásina en sakni Moskvu og því tímabært að snúa aftur til Rússlands. Navalní hefur verið einn helsti andstæðingur stjórnar Vladimírs Pútín og segist hann viss um að yfirvöld í Rússlandi hafi staðið að eitruninni en rússnesk stjórnvöld hafa neitað að bera ábyrgð á eitruninni. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Navalní snýr aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur til Rússlands á sunnudaginn. 13. janúar 2021 10:17 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim frá Þýskalandi í dag en yfirvöld segja hann hafa brotið skilorð með því að fara til Þýskalands. Treystir á stuðningsmenn sína Navalní var sakfelldur fyrir þjófnað árið 2014 en hann segist saklaus af þeim ásökunum. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Hefur hann beðið stuðningsmenn sína um að láta sjá sig á flugvellinum í Moskvu í dag. Rússnesk yfirvöld tilkynntu um nýja sakamálarannsókn á hendur Navalní í desember, en hann er sakaður um að hafa nýtt fé sem barst frá almenningi til félagasamtaka, til eigin nota. Navalní segir pólitískar ástæður liggja að baki rannsókninni. Navalní hefur verið í Þýskalandi síðustu mánuði eftir að hann var fluttur þangað í kjölfar þess að hann missti meðvitund um borð í flugvél vegna eitrunar í ágúst síðastliðinn. Segist hann hafa náð sér að fullu eftir árásina en sakni Moskvu og því tímabært að snúa aftur til Rússlands. Navalní hefur verið einn helsti andstæðingur stjórnar Vladimírs Pútín og segist hann viss um að yfirvöld í Rússlandi hafi staðið að eitruninni en rússnesk stjórnvöld hafa neitað að bera ábyrgð á eitruninni.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Navalní snýr aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur til Rússlands á sunnudaginn. 13. janúar 2021 10:17 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Navalní snýr aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur til Rússlands á sunnudaginn. 13. janúar 2021 10:17
Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39