Sara ánægð með æfingarnar með BKG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru miklir félagar. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit fólkið Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru bæði í hópi þekktasta CrossFit fólks heims. Þrátt fyrir ólíka stíla og þjálfunaraðferðir þá vilja þau æfa reglulega saman. Sara og Björgvin Karl njóta góðs af því að vera með sama umboðsmann og hafa nýtt sér það samband til að skipuleggja sameiginlegar æfingar. Sara og Björgvin Karl keppa eiginlega aldrei innbyrðis á CrossFit mótum en það hljómar þannig að það sé talsverð innbyrðis keppni á milli þegar þau mæla sér mót. Sara sagði frá því á Instagram síðu sinni að hún og Björgvin Karl reyni að æfa að minnsta kosti tvisvar saman í viku. „Ég og Björgvin Karl Guðmundsson reynum að hittast að minnsta kosti tvisvar í viku til að æfa saman. Þrátt fyrir að við séum með mismunandi prógramm og fylgjum mismunandi æfingaaðferðum þá græðum við bæði á þessu,“ skrifaði Sara í færslu sinni. „Það er gott fyrir okkur bæði að keppa innbyrðis á æfingunum og með því aðstoðum við hvort annað við að bæta sig. Það er líka svo gaman hjá okkur saman,“ skrifaði Sara „Þar sem að ég æfi vanalega mikið ein þá er þessi auka hvatning mjög góð fyrir mig,“ skrifaði Sara. Björgvin Karl og Sara voru bæði í mjög góðum gír á síðasta tímabili og náðu þannig bæði öðru sætinu á mjög sterku Rogue Invitational móti í júní. Þau misstu hins vegar bæði að því að komast í ofurúrslit heimsleikanna þrátt fyrir að flestir sérfræðingar hafi spáð þeim inn í fimm manna úrslitin. Björgvin Karl var mun nærri því en Sara að komast í lokaúrslitin um heimsmeistaratitilinn en hann endaði í áttunda sæti í fyrri hlutanum og var bara fjórtán stigum frá fimmta og síðasta sætinu. Björgvin Karl var með 306 stig en Jeffrey Adler fór í ofurúrslitin á 420 stigum. Sara sagði frá þessum æfingum þeirra á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún sýndi þá upptöku frá æfingu þeirra þar sem þau reyndu við breytta útgáfu af Lindu æfingunni. Myndbandið var þó sýnt á margföldum hraða. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Sjá meira
Sara og Björgvin Karl njóta góðs af því að vera með sama umboðsmann og hafa nýtt sér það samband til að skipuleggja sameiginlegar æfingar. Sara og Björgvin Karl keppa eiginlega aldrei innbyrðis á CrossFit mótum en það hljómar þannig að það sé talsverð innbyrðis keppni á milli þegar þau mæla sér mót. Sara sagði frá því á Instagram síðu sinni að hún og Björgvin Karl reyni að æfa að minnsta kosti tvisvar saman í viku. „Ég og Björgvin Karl Guðmundsson reynum að hittast að minnsta kosti tvisvar í viku til að æfa saman. Þrátt fyrir að við séum með mismunandi prógramm og fylgjum mismunandi æfingaaðferðum þá græðum við bæði á þessu,“ skrifaði Sara í færslu sinni. „Það er gott fyrir okkur bæði að keppa innbyrðis á æfingunum og með því aðstoðum við hvort annað við að bæta sig. Það er líka svo gaman hjá okkur saman,“ skrifaði Sara „Þar sem að ég æfi vanalega mikið ein þá er þessi auka hvatning mjög góð fyrir mig,“ skrifaði Sara. Björgvin Karl og Sara voru bæði í mjög góðum gír á síðasta tímabili og náðu þannig bæði öðru sætinu á mjög sterku Rogue Invitational móti í júní. Þau misstu hins vegar bæði að því að komast í ofurúrslit heimsleikanna þrátt fyrir að flestir sérfræðingar hafi spáð þeim inn í fimm manna úrslitin. Björgvin Karl var mun nærri því en Sara að komast í lokaúrslitin um heimsmeistaratitilinn en hann endaði í áttunda sæti í fyrri hlutanum og var bara fjórtán stigum frá fimmta og síðasta sætinu. Björgvin Karl var með 306 stig en Jeffrey Adler fór í ofurúrslitin á 420 stigum. Sara sagði frá þessum æfingum þeirra á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún sýndi þá upptöku frá æfingu þeirra þar sem þau reyndu við breytta útgáfu af Lindu æfingunni. Myndbandið var þó sýnt á margföldum hraða. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Sjá meira