Enski boltinn

Roy Keane segir að Liverpool sé búið að missa neistann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp svekkir sig á hliðarlínunni í leik Liverpool á móti Manchester United á Anfield í gær.
Jürgen Klopp svekkir sig á hliðarlínunni í leik Liverpool á móti Manchester United á Anfield í gær. AP/Phil Noble

Liverpool tókst ekki að vinna Manchester United á heimavelli sínum í gær og er því áfram þremur stigum á eftir erkifjendum sínum. Liverpool er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar.

Roy Keane mætti í myndverið hjá Sky Sports og fór yfir stórleik Liverpool og Manchester United í gær.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var með sóknaruppstillingu í leiknum en liðinu tókst samt ekki að skora þriðja deildarleikinn í röð. Xherdan Shaqiri, Roberto Firmino, Sadio Mane og Mohamed Salah voru þannig allir í byrjunarliðinu í leiknum en tókst ekki að opna vörn Manchester United í leiknum.

„Við vissum vel að Liverpool myndi byrja leikinn af krafti af því að þeir hafa ekki spilað í níu, tíu, ellefu daga. Þeir gáfu líka eftir í seinni hálfleiknum,“ sagði Roy Keane á Sky Sports.

„Eftir því sem leið á leikinn og eftir að United gerði eina eða tvær breytingar þá vissum við að United myndi fá þessi tækifæri. Þetta snerist því um að nýta þau,“ sagði Keane.

„Það er ekki hægt að segja að Liverpool sé að spila illa því það lítur frekar út eins og þeir hafi misst neistann,“ sagði Keane.

„Það er engin vafi í mínum augum að þeir hafa misst þennan neista sem þeir höfðu. Svo fær United liðið þetta færi eins og hjá Pogba. Ég er svo vonsvikinn með það,“ sagði Keane.

„Við höfum gert mikið úr Pogba og við höfum gagnrýnt hann. Þetta var stórt tækifæri fyrir hann. Hann vill ver aðalmaðurinn en þá þarf hann að nýta svona færi,“ sagði Roy Keane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×