Tryggvi var aðeins fjórum stigum frá því að ná stigameti Jóns Arnórs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 11:46 Tryggvi Snær Hlinason var frábær um helgina. Getty/Oscar J. Barroso Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason setti nýtt persónulegt met um helgina og var nálægt þvi að jafna íslenska stigametið í spænsku ACB-deildinni í körfubolta. Tryggvi Snær hafði mest skorað sextán stig í einum leik í bestu landsdeild Evrópu en hann bætti það met um átta stig með því að skora 24 stig í sigri Casademont Zaragoza á Urbas Fuenlabrada á laugardagskvöldið. Tryggvi tróð boltanum sex sinnum í körfu mótherjanna og var því 92 prósent skotnýtingu því hann hitti úr 12 af 13 skotum sínum utan af velli auk þess að taka 9 fráköst og verja 3 skot. Tryggvi var kominn með tólf stig í fyrsta leikhlutanum og tvöfaldaði þá stigatölu sína í seinni hálfleiknum. El MONSTRUOSO partido de Tryggvi Hlinason2 4 puntos9 rebotes6 mates3 tapones3 3 valoración#LigaEndesa #ÚneteAlMejorEquipoEnMovistar pic.twitter.com/Vp1BtD5LcX— Liga Endesa (@LigaEndesa) January 16, 2021 Tryggvi var farinn að nálgast stigamet Jóns Arnórs Stefánssonar sem er sá íslensku körfuboltamaður sem hefur skorað mest í einum leik í ACB-deildinni. Stigamet Jóns Arnórs er orðið rúmlega sjö ára gamalt en hann skoraði þá 28 stig fyrir Zaragoza á móti Rio Monbus Obra. Zaragoza þurfti heldur betur á þessum stigum Jóns Arnórs að halda því liðið vann leikinn bara með fjórum stigum. Jón Arnór skoraði stigin 28 á aðeins tæpum 23 mínútum en hann hitti meðal annars úr sex af níu þriggja stiga skotum sínum. Leikurinn fór fram 27. október 2013. Jón Arnór var eini íslenski körfuboltamaðurinn sem hafði náð að skora tuttugu stig í einum leik en hann náði því á fjórum tímabilum í spænsku deildinni. Haukur Helgi Pálsson hefur skorað mest 18 stig í einum leik í spænsku deildinni og Martin Hermannsson hefur mest skorað 17 stig á einu kvöldi. Spænski körfuboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Tryggvi Snær hafði mest skorað sextán stig í einum leik í bestu landsdeild Evrópu en hann bætti það met um átta stig með því að skora 24 stig í sigri Casademont Zaragoza á Urbas Fuenlabrada á laugardagskvöldið. Tryggvi tróð boltanum sex sinnum í körfu mótherjanna og var því 92 prósent skotnýtingu því hann hitti úr 12 af 13 skotum sínum utan af velli auk þess að taka 9 fráköst og verja 3 skot. Tryggvi var kominn með tólf stig í fyrsta leikhlutanum og tvöfaldaði þá stigatölu sína í seinni hálfleiknum. El MONSTRUOSO partido de Tryggvi Hlinason2 4 puntos9 rebotes6 mates3 tapones3 3 valoración#LigaEndesa #ÚneteAlMejorEquipoEnMovistar pic.twitter.com/Vp1BtD5LcX— Liga Endesa (@LigaEndesa) January 16, 2021 Tryggvi var farinn að nálgast stigamet Jóns Arnórs Stefánssonar sem er sá íslensku körfuboltamaður sem hefur skorað mest í einum leik í ACB-deildinni. Stigamet Jóns Arnórs er orðið rúmlega sjö ára gamalt en hann skoraði þá 28 stig fyrir Zaragoza á móti Rio Monbus Obra. Zaragoza þurfti heldur betur á þessum stigum Jóns Arnórs að halda því liðið vann leikinn bara með fjórum stigum. Jón Arnór skoraði stigin 28 á aðeins tæpum 23 mínútum en hann hitti meðal annars úr sex af níu þriggja stiga skotum sínum. Leikurinn fór fram 27. október 2013. Jón Arnór var eini íslenski körfuboltamaðurinn sem hafði náð að skora tuttugu stig í einum leik en hann náði því á fjórum tímabilum í spænsku deildinni. Haukur Helgi Pálsson hefur skorað mest 18 stig í einum leik í spænsku deildinni og Martin Hermannsson hefur mest skorað 17 stig á einu kvöldi.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti