Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2021 09:48 Stórar fjárhæðir hafa farið til stuðnings fyrirtækjum og til greiðslu hluta launa um þrjátíu og sjö þúsund manns á síðasta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í Víglínunni á Stöð 2 á sunnudag að hún reiknaði með að aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins yrðu áfram aðalverkefni ríkisstjórnarinnar fram að kosningum í lok september. Vísir/Vilhelm Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um helstu efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins frá mars í fyrra og fram í desember. Heildarfjárhæð aðgerðanna var tæpir sextíu milljarðar króna og þar af nam beinn fjárhagsstuðningur 38,4 milljörðum, frestun skattgreiðslna 9,7 milljörðum og veittar lánaábyrgðir 11,8 milljörðum. Hér má sjá hvernig útgjöld ríkissjóðs vegna aðgerða stjórnvalda frá mars 2020 fram í desember skiptast eftir aðgerðum.Grafík/Hagstofa Íslands Hlutabótaleiðin, það er styrkur til greiðslu hluta launa starfsfólks sem fór í lægra starfshlutfall en hélt ráðningarsambandi við fyrirtæki sitt, er lang stærsta aðgerðin og námu útgjöld ríkisins vegna hennar 24,5 millörðum. Til greiðslu launa á uppsagnarfresti fóru 11,9 milljarðar og kostnaður ríkissjóðs vegna frestunar skattgreiðslna var 9,7 milljarðar. Þar á eftir koma stuðningslán upp á níu milljarða, viðbótarlán upp á 2,7 milljaðra, lokunarstyrkir upp á tæpa 1,9 milljarða og laun í sóttkví námu 357 milljónum. Þrjú þúsund og eitt hundrað rekstraraðilar nýttu sér stuðning stjórnvalda á þessu tímabili hvort sem er í formi frestunar skattgreiðslna, beinna styrkja eða veittra lánaábyrgða og nam heildarfjárhæðin tæplega 35,5 milljörðum króna. Þar af nýttu rúmlega sjö hundruð rekstraraðilar fleiri en eitt úrræði. Tuttugu og þrír rekstraraðilar hafa sótt um greiðsluskjól frá því það úrræði kom til framkvæmda og ellefu þeirra sem nýtt hafa einhver úrræðann hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Viðtakendur hlutabóta voru langflestir á höfuðborgarsvæðinu.Grafík/Hagstofa Íslands Þrjátíu og sjö þúsund manns hafa fengið hluta launa sinna með atvinnuleysisbótum á móti lækkuðu starfshlutfalli. Rúmlega 65% þeirra sem hafa fengið hlutabætur eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og um 10% á Suðurnesjum. Um 42% viðtakenda eru á aldrinum 25-39, og um 37% á aldrinum 40-59. Um 56% viðtakenda hlutabóta eru karlar og 44% konur. Af þeim sem hafa fengið greiddar hlutabætur störfuðu um 37% í einkennandi greinum ferðaþjónustu, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um helstu efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins frá mars í fyrra og fram í desember. Heildarfjárhæð aðgerðanna var tæpir sextíu milljarðar króna og þar af nam beinn fjárhagsstuðningur 38,4 milljörðum, frestun skattgreiðslna 9,7 milljörðum og veittar lánaábyrgðir 11,8 milljörðum. Hér má sjá hvernig útgjöld ríkissjóðs vegna aðgerða stjórnvalda frá mars 2020 fram í desember skiptast eftir aðgerðum.Grafík/Hagstofa Íslands Hlutabótaleiðin, það er styrkur til greiðslu hluta launa starfsfólks sem fór í lægra starfshlutfall en hélt ráðningarsambandi við fyrirtæki sitt, er lang stærsta aðgerðin og námu útgjöld ríkisins vegna hennar 24,5 millörðum. Til greiðslu launa á uppsagnarfresti fóru 11,9 milljarðar og kostnaður ríkissjóðs vegna frestunar skattgreiðslna var 9,7 milljarðar. Þar á eftir koma stuðningslán upp á níu milljarða, viðbótarlán upp á 2,7 milljaðra, lokunarstyrkir upp á tæpa 1,9 milljarða og laun í sóttkví námu 357 milljónum. Þrjú þúsund og eitt hundrað rekstraraðilar nýttu sér stuðning stjórnvalda á þessu tímabili hvort sem er í formi frestunar skattgreiðslna, beinna styrkja eða veittra lánaábyrgða og nam heildarfjárhæðin tæplega 35,5 milljörðum króna. Þar af nýttu rúmlega sjö hundruð rekstraraðilar fleiri en eitt úrræði. Tuttugu og þrír rekstraraðilar hafa sótt um greiðsluskjól frá því það úrræði kom til framkvæmda og ellefu þeirra sem nýtt hafa einhver úrræðann hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Viðtakendur hlutabóta voru langflestir á höfuðborgarsvæðinu.Grafík/Hagstofa Íslands Þrjátíu og sjö þúsund manns hafa fengið hluta launa sinna með atvinnuleysisbótum á móti lækkuðu starfshlutfalli. Rúmlega 65% þeirra sem hafa fengið hlutabætur eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og um 10% á Suðurnesjum. Um 42% viðtakenda eru á aldrinum 25-39, og um 37% á aldrinum 40-59. Um 56% viðtakenda hlutabóta eru karlar og 44% konur. Af þeim sem hafa fengið greiddar hlutabætur störfuðu um 37% í einkennandi greinum ferðaþjónustu, samkvæmt samantekt Hagstofunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira