Lífið

Myndin sem breyttist í myndband og milljónir horfa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjórir Bretar sem slegið hafa í gegn án þess að gera nokkurn skapan hlut. 
Fjórir Bretar sem slegið hafa í gegn án þess að gera nokkurn skapan hlut. 

Þeir Jamie, Connor, Kevin og Alex hafa heldur betur slegið í gegn á TikTok og Twitter síðustu daga.

Forsaga málsins er sú að mynd sem tekin var af þeim félögum úti á lífinu árið 2019 fór í dreifingu þar sem aðallega var verið að gera grín að klæðaburði þeirra og varð myndin að svokölluðu meme. Þröngu buxurnar voru sérstaklega vinsælar hjá grínurum.

Rétt fyrir helgi var síðan búið að taka myndina og færa hana inn í einhverskonar forrit þar sem hægt var að breyta mönnunum í strákaband sem sungu fallegt nýsjálenskt þjóðlag og það einstaklega vel.

Athyglin sem fjórmenningarnir hafa fengið síðustu daga er með ólíkindum, svo mikil að þeir voru beðnir um að vera gestir í þættinum Good Morning Britain og var rætt við þá í beinni útsendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.