Samstarf Harden og Durant byrjar vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 07:30 James Harden og Kevin Durant voru flottir saman í sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks í nótt. AP/Adam Hunger James Harden og Kevin Durant skoruðu báðir yfir þrjátíu stig í sigri Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Það var mikil spenna í leik Los Angeles Lakers og Golden State Warriors en Golden State landaði sigri með frábærum lokakafla. Stephen Curry skoraði 26 stig í 115-113 sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers. Kelly Oubre Jr. var með 23 stig og Eric Paschall skoraði 19 stig. Lakers liðið var 106-97 yfir þegar tæpar sex mínútur voru eftir en gestirnir í Golden State unnu lokakafla leiksins 18-7. Steph fakes the pull-up and drops the no-look DIME!Mid-first quarter TNT pic.twitter.com/zkitYm3j9Z— NBA (@NBA) January 19, 2021 LeBron James gat tryggt Lakers sigurinn með lokaskoti leiksins en það geigaði. Dennis Schröder skoraði 25 stig, LeBron var með 19 stig og Anthony Davis var með 17 stig, 17 fráköst og 7 stoðsendingar. Harden to Durant for the game-winning 3 in #PhantomCam. pic.twitter.com/ReXaVbQO3E— NBA (@NBA) January 19, 2021 James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar og Kevin Durant var með 30 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og sigurkörfuna í 125-123 sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks. „Þetta var risastór sigur fyrir okkur. Þetta var bara okkar annar leikur saman og við höfum ekki náð að æfa einu sinni saman,“ sagði James Harden eftir leikinn. „Þetta gera þeir. Þeir vakna, mæta í leikinn og skorað 30 stig. Ef þú ert ekki nógu grimmur og einbeittur á móti þeim þá skora þeir 50 stig á þig,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Milwaukee Bucks. KD & Harden combine for 42 of their 64 in the 2nd half to power the @BrooklynNets. @JHarden13: 34 PTS, 12 AST@KDTrey5: 30 PTS, 9 REB, 6 AST pic.twitter.com/icwGjWrCPq— NBA (@NBA) January 19, 2021 Þarna voru tvö af bestu liðum Austurdeildarinnar að mætast og þetta því gott próf fyrir lið Brooklyn Nets. Liðið er þó enn bara ofurtvíeyki því Kyrie Irving missti af sínum sjöunda leik í röð. Nets-liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína eftir að liðið fékk James Harden frá Houston Rockets en hann er með 33 stig og 13 stoðsendingar að meðaltali í þessum leikjum. Toronto Raptors er að vakna til lífsins eftir slaka byrjun en 116-93 sigur á Dallas Mavericks í nótt var þriðji sigur liðsins í röð en Raptors menn héldu Luka Doncic í fimmtán stigum í leiknum. Kyle Lowry var með 23 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar en Pascal Siakam var með 15 af 19 stigum í seinni hálfleiknum. Chris Boucher skoraði 21 sitg og OG Anunoby var með 13 stig og 11 fráköst auk þess að spila góða vörn á Doncic. Aldridge, Gay, Mills & DeRozan are the first @spurs quartet with 20+ PTS in a game since 2010! #GoSpursGo @aldridge_12: 22 PTS@RudyGay: 21 PTS, 5 3PM@Patty_Mills: 21 PTS, 5 3PM@DeMar_DeRozan: 20 PTS, 11 AST pic.twitter.com/kur0Y88vPV— NBA (@NBA) January 19, 2021 LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig DeMar DeRozan var með 20 stig og 11 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 125-104 útisigur á Portland Trail Blazers. Rudy Gay og Patty Mills komu báðir með 21 stig af bekknum en Spurs-bekkurinn vann Trail Blazers bekkinn 59-24. Bam Adebayo var með 28 stig og 11 fráköst í 113-107 endurkomusigri Miami Heat á Detroit Pistons en gestirnir í Pistons komust mest nítján stigum yfir. Miami lék án þeirra Jimmy Butler, Avery Bradley, Tyler Herro og Meyers Leonard en náði að enda þriggja leikja taphrinu. Goran Dragic skoraði 22 stig og þeir Duncan Robinson og Kendrick Nunn skoruðu báðir 18 stig. @ZachLaVine's 33 PTS and 7 AST power the @chicagobulls! pic.twitter.com/KvMIGBm3Vm— NBA (@NBA) January 19, 2021 Zach LaVine skoaði 33 stig þegar Chicago Bulls vann 125-120 sigur á Houston Rockets en Victor Oladipo var með 32 stig og 9 stoðsendingar í sínum fyrsta leik með Houston. Finninn Lauri Markkanen skoraði 18 stig í sigri Chicago liðsins annað kvöldið í röð. Úslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Golden State Warriors xxx-xxx Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 125-123 Toronto Raptors - Dallas Mavericks 116-93 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 104-125 Miami Heat - Detroit Pistons 113-107 Chicago Bulls - Houston Rockets 125-120 Atlanta Hawks - Minnesota Timberwolves 108-97 New York Knicks - Orlando Magic 91-84 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 108-104 NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Stephen Curry skoraði 26 stig í 115-113 sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers. Kelly Oubre Jr. var með 23 stig og Eric Paschall skoraði 19 stig. Lakers liðið var 106-97 yfir þegar tæpar sex mínútur voru eftir en gestirnir í Golden State unnu lokakafla leiksins 18-7. Steph fakes the pull-up and drops the no-look DIME!Mid-first quarter TNT pic.twitter.com/zkitYm3j9Z— NBA (@NBA) January 19, 2021 LeBron James gat tryggt Lakers sigurinn með lokaskoti leiksins en það geigaði. Dennis Schröder skoraði 25 stig, LeBron var með 19 stig og Anthony Davis var með 17 stig, 17 fráköst og 7 stoðsendingar. Harden to Durant for the game-winning 3 in #PhantomCam. pic.twitter.com/ReXaVbQO3E— NBA (@NBA) January 19, 2021 James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar og Kevin Durant var með 30 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og sigurkörfuna í 125-123 sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks. „Þetta var risastór sigur fyrir okkur. Þetta var bara okkar annar leikur saman og við höfum ekki náð að æfa einu sinni saman,“ sagði James Harden eftir leikinn. „Þetta gera þeir. Þeir vakna, mæta í leikinn og skorað 30 stig. Ef þú ert ekki nógu grimmur og einbeittur á móti þeim þá skora þeir 50 stig á þig,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Milwaukee Bucks. KD & Harden combine for 42 of their 64 in the 2nd half to power the @BrooklynNets. @JHarden13: 34 PTS, 12 AST@KDTrey5: 30 PTS, 9 REB, 6 AST pic.twitter.com/icwGjWrCPq— NBA (@NBA) January 19, 2021 Þarna voru tvö af bestu liðum Austurdeildarinnar að mætast og þetta því gott próf fyrir lið Brooklyn Nets. Liðið er þó enn bara ofurtvíeyki því Kyrie Irving missti af sínum sjöunda leik í röð. Nets-liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína eftir að liðið fékk James Harden frá Houston Rockets en hann er með 33 stig og 13 stoðsendingar að meðaltali í þessum leikjum. Toronto Raptors er að vakna til lífsins eftir slaka byrjun en 116-93 sigur á Dallas Mavericks í nótt var þriðji sigur liðsins í röð en Raptors menn héldu Luka Doncic í fimmtán stigum í leiknum. Kyle Lowry var með 23 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar en Pascal Siakam var með 15 af 19 stigum í seinni hálfleiknum. Chris Boucher skoraði 21 sitg og OG Anunoby var með 13 stig og 11 fráköst auk þess að spila góða vörn á Doncic. Aldridge, Gay, Mills & DeRozan are the first @spurs quartet with 20+ PTS in a game since 2010! #GoSpursGo @aldridge_12: 22 PTS@RudyGay: 21 PTS, 5 3PM@Patty_Mills: 21 PTS, 5 3PM@DeMar_DeRozan: 20 PTS, 11 AST pic.twitter.com/kur0Y88vPV— NBA (@NBA) January 19, 2021 LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig DeMar DeRozan var með 20 stig og 11 stoðsendingar þegar San Antonio Spurs vann 125-104 útisigur á Portland Trail Blazers. Rudy Gay og Patty Mills komu báðir með 21 stig af bekknum en Spurs-bekkurinn vann Trail Blazers bekkinn 59-24. Bam Adebayo var með 28 stig og 11 fráköst í 113-107 endurkomusigri Miami Heat á Detroit Pistons en gestirnir í Pistons komust mest nítján stigum yfir. Miami lék án þeirra Jimmy Butler, Avery Bradley, Tyler Herro og Meyers Leonard en náði að enda þriggja leikja taphrinu. Goran Dragic skoraði 22 stig og þeir Duncan Robinson og Kendrick Nunn skoruðu báðir 18 stig. @ZachLaVine's 33 PTS and 7 AST power the @chicagobulls! pic.twitter.com/KvMIGBm3Vm— NBA (@NBA) January 19, 2021 Zach LaVine skoaði 33 stig þegar Chicago Bulls vann 125-120 sigur á Houston Rockets en Victor Oladipo var með 32 stig og 9 stoðsendingar í sínum fyrsta leik með Houston. Finninn Lauri Markkanen skoraði 18 stig í sigri Chicago liðsins annað kvöldið í röð. Úslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Golden State Warriors xxx-xxx Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 125-123 Toronto Raptors - Dallas Mavericks 116-93 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 104-125 Miami Heat - Detroit Pistons 113-107 Chicago Bulls - Houston Rockets 125-120 Atlanta Hawks - Minnesota Timberwolves 108-97 New York Knicks - Orlando Magic 91-84 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 108-104
Úslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Golden State Warriors xxx-xxx Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 125-123 Toronto Raptors - Dallas Mavericks 116-93 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 104-125 Miami Heat - Detroit Pistons 113-107 Chicago Bulls - Houston Rockets 125-120 Atlanta Hawks - Minnesota Timberwolves 108-97 New York Knicks - Orlando Magic 91-84 Memphis Grizzlies - Phoenix Suns 108-104
NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira