Enn einn harmleikurinn við K2 Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2021 09:07 Alex Goldfarb fannst látinn eftir umfangsmikla leit í hlíðum Pastore Peak í gær. Alex Goldfarb, Bandaríkjamaður sem hugðist klífa fjallið Broad Peak í grennd við K2 nú í janúar, fannst látinn í gær eftir umfangsmikla leit. Íslendingurinn John Snorri Sigurjónsson var á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni. Greint er frá andláti Goldfarbs í tilkynningu frá talsmanni leiðangursins. Goldfarb hugðist gera atlögu að Broad Peak, hvers tindur er 8051 metra yfir sjávarmáli, ásamt félaga sínum, Ungverjanum Zoltan Szlanko. Þeir komu í grunnbúðir fjallsins 8. janúar og nokkrum dögum síðar lögðu þeir af stað upp á Pastore Peak, lægra fjall á svæðinu sem þeir hugðust klífa til hæðaraðlögunar. Szlanko treysti sér að endingu ekki til að ljúka göngunni en Goldfarb afréð að halda áfram. Þyrlur voru fengnar til leitarinnar eftir að sá síðarnefndi skilaði sér ekki til baka af fjallinu á umsömdum tíma, 16. janúar. Hann fannst loks látinn í hlíðum Pastore Peak í gær. Talið er að hann hafi hrapað á göngu sinni. Á kortinu hér fyrir neðan sjást fjöllin Broad Peak, rauðmerkt, og K2 í Karakoram-fjallgarðinum við landamæri Pakistan og Kína. Á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni voru íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson og samferðamaður hans, hinn pakistanski Sajid Sadpara. Þeir hyggjast klífa fjallið K2 en voru sóttir á þyrlu í grunnbúðir K2 um helgina til að taka þátt í leitinni að Goldfarb. „Við erum harmi slegin yfir fréttunum. Félagi Alexar, Zoltan er augljóslega eyðilagður og í losti vegna þessara atburða. Við erum þakklát fyrir aðstoð Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara, Sajid Sadpara, Ashgar Ali Porik og allra þeirra sem komu að leitinni,“ segir í tilkynningu leiðangursins. John Snorri lýsti andrúmsloftinu meðal hópanna á svæðinu sem harmþrungnu í samtali við Vísi á sunnudag, þar sem hann var staddur í grunnbúðum Broad Peak við leit að Goldfarb. Sergi Mingote, spænskur fjallagarpur, fórst á K2 um helgina. „Hann [Mingote] var rétt á eftir mér í gær og hrapaði niður 600 metra og lést. Svo erum við núna niðri í grunnbúðunum og höfum verið að leita hérna með dróna að manni frá Bandaríkjunum. Svo kemur þyrla í fyrramálið, sem við förum með að leita áfram. Þannig að það er sorg hérna í Broad Peak-grunnbúðunum og á K2. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi að halda áfram eða hætta. Það kemur í ljós næstu daga.“ Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Spænskur fjallgöngumaður fórst á K2 Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag. 16. janúar 2021 17:42 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Greint er frá andláti Goldfarbs í tilkynningu frá talsmanni leiðangursins. Goldfarb hugðist gera atlögu að Broad Peak, hvers tindur er 8051 metra yfir sjávarmáli, ásamt félaga sínum, Ungverjanum Zoltan Szlanko. Þeir komu í grunnbúðir fjallsins 8. janúar og nokkrum dögum síðar lögðu þeir af stað upp á Pastore Peak, lægra fjall á svæðinu sem þeir hugðust klífa til hæðaraðlögunar. Szlanko treysti sér að endingu ekki til að ljúka göngunni en Goldfarb afréð að halda áfram. Þyrlur voru fengnar til leitarinnar eftir að sá síðarnefndi skilaði sér ekki til baka af fjallinu á umsömdum tíma, 16. janúar. Hann fannst loks látinn í hlíðum Pastore Peak í gær. Talið er að hann hafi hrapað á göngu sinni. Á kortinu hér fyrir neðan sjást fjöllin Broad Peak, rauðmerkt, og K2 í Karakoram-fjallgarðinum við landamæri Pakistan og Kína. Á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni voru íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson og samferðamaður hans, hinn pakistanski Sajid Sadpara. Þeir hyggjast klífa fjallið K2 en voru sóttir á þyrlu í grunnbúðir K2 um helgina til að taka þátt í leitinni að Goldfarb. „Við erum harmi slegin yfir fréttunum. Félagi Alexar, Zoltan er augljóslega eyðilagður og í losti vegna þessara atburða. Við erum þakklát fyrir aðstoð Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara, Sajid Sadpara, Ashgar Ali Porik og allra þeirra sem komu að leitinni,“ segir í tilkynningu leiðangursins. John Snorri lýsti andrúmsloftinu meðal hópanna á svæðinu sem harmþrungnu í samtali við Vísi á sunnudag, þar sem hann var staddur í grunnbúðum Broad Peak við leit að Goldfarb. Sergi Mingote, spænskur fjallagarpur, fórst á K2 um helgina. „Hann [Mingote] var rétt á eftir mér í gær og hrapaði niður 600 metra og lést. Svo erum við núna niðri í grunnbúðunum og höfum verið að leita hérna með dróna að manni frá Bandaríkjunum. Svo kemur þyrla í fyrramálið, sem við förum með að leita áfram. Þannig að það er sorg hérna í Broad Peak-grunnbúðunum og á K2. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi að halda áfram eða hætta. Það kemur í ljós næstu daga.“
Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Spænskur fjallgöngumaður fórst á K2 Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag. 16. janúar 2021 17:42 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25
Spænskur fjallgöngumaður fórst á K2 Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag. 16. janúar 2021 17:42
Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12