Of lítil þátttaka í leghálsskimunum stórt vandamál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. janúar 2021 08:15 Kristján Oddsson er fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu og leiðir nú þá vinnu að færa skimun yfir til heilsugæslunnar. visir / friðrik Helmingi fleiri konur deyja úr leghálskrabbameini árlega en fyrir tíu árum. Kvensjúkdómalæknir segir þátttöku kvenna í leghálsskimunum vera stórt vandamál. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum er æskileg þátttaka í reglulega skimun fyrir leghálskrabbameini 85 prósent. Þátttakan hér á landi árið 2019 var 67 prósent. „Það hefur í raun leitt af sér að nýgengi krabbameins, það er fjöldi krabbameina á hverju ári, það hefur nánast verið óbreytt síðustu þrjátíu árin en það sem er kannski alvarlegast í þessu síðustu 10-20 árin er að þá hefur dánartíðnin vaxið töluvert,“ segir kvensjúkdómalæknirinn Kristján Oddsson. Kristján segir að leghálskrabbamein sé orðið að lýðheilsuvandamáli hér á landi því nýgengi þess sé tæplega níu á hverjar hundrað þúsund konur. Fjöldi kvenna sem deyi úr leghálskrabbameini árlega hafi aukist um fimmtíu prósent síðustu tíu ár. Þátttaka í brjóstaskimun er einnig lág en hún var 60 prósent í fyrra þegar talið er æskilegt að minnsta kosti 75 prósent kvenna mæti í skimun. „Hún hefur verið undir öllum viðmiðunarmörkum frá því hún hófst 1987 eð 1988. Hún hefur aldrei náð viðunandi mörkum og töluvert fyrir neðan þau. Og ef maður ætlar að ná árangri með skimun og ef maður ætlar að vera með skimun eða bjóða upp á skimun yfir höfuð að þá er aðal þátturinn í því að þátttakan sé góð, að konur mæti og á því hefur verið mikill misbrestur. Af einhverjum orsökum,“ segir Kristján. Líkt og fréttastofa greindi frá í síðustu viku hafa tvö þúsund leghálssýni legið óhreyfð síðan í nóvember. Krabbameinsfélagið hélt þá utan um skimanir en hætti að greina sýnin áður en heilsugæsla tók formlega við boltanum um áramót. Kristján segir sýnin fari í greiningu í þessari viku. Hann segir að ýmislegt hefði betur mátt fara en að lítil árvekni sé helsta skýringin fyrir dræmri þátttöku. „En með árunum og með skimunum sem hefur lækkað dánartíðni um 80-90 prósent frá því hún hófst að þá hefur kannski orðið það að menn hafa kannski orðið fórnarlömb eigin velgengni,“ segir Kristján. „Með því á ég frekar við að þegar sjúkdómurinn verður sjaldgæfur og sjaldgæfari að þá verður árveknin í kringum hann minni.“ Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum er æskileg þátttaka í reglulega skimun fyrir leghálskrabbameini 85 prósent. Þátttakan hér á landi árið 2019 var 67 prósent. „Það hefur í raun leitt af sér að nýgengi krabbameins, það er fjöldi krabbameina á hverju ári, það hefur nánast verið óbreytt síðustu þrjátíu árin en það sem er kannski alvarlegast í þessu síðustu 10-20 árin er að þá hefur dánartíðnin vaxið töluvert,“ segir kvensjúkdómalæknirinn Kristján Oddsson. Kristján segir að leghálskrabbamein sé orðið að lýðheilsuvandamáli hér á landi því nýgengi þess sé tæplega níu á hverjar hundrað þúsund konur. Fjöldi kvenna sem deyi úr leghálskrabbameini árlega hafi aukist um fimmtíu prósent síðustu tíu ár. Þátttaka í brjóstaskimun er einnig lág en hún var 60 prósent í fyrra þegar talið er æskilegt að minnsta kosti 75 prósent kvenna mæti í skimun. „Hún hefur verið undir öllum viðmiðunarmörkum frá því hún hófst 1987 eð 1988. Hún hefur aldrei náð viðunandi mörkum og töluvert fyrir neðan þau. Og ef maður ætlar að ná árangri með skimun og ef maður ætlar að vera með skimun eða bjóða upp á skimun yfir höfuð að þá er aðal þátturinn í því að þátttakan sé góð, að konur mæti og á því hefur verið mikill misbrestur. Af einhverjum orsökum,“ segir Kristján. Líkt og fréttastofa greindi frá í síðustu viku hafa tvö þúsund leghálssýni legið óhreyfð síðan í nóvember. Krabbameinsfélagið hélt þá utan um skimanir en hætti að greina sýnin áður en heilsugæsla tók formlega við boltanum um áramót. Kristján segir sýnin fari í greiningu í þessari viku. Hann segir að ýmislegt hefði betur mátt fara en að lítil árvekni sé helsta skýringin fyrir dræmri þátttöku. „En með árunum og með skimunum sem hefur lækkað dánartíðni um 80-90 prósent frá því hún hófst að þá hefur kannski orðið það að menn hafa kannski orðið fórnarlömb eigin velgengni,“ segir Kristján. „Með því á ég frekar við að þegar sjúkdómurinn verður sjaldgæfur og sjaldgæfari að þá verður árveknin í kringum hann minni.“
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira