Náfrændi Hreiðars Más genginn í Sósíalistaflokkinn Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2021 14:26 Ýmsir ráku upp stór augu þegar Jökull Sólberg tilkynnti um ákvörðun sína. Ljóst er að hugmyndafræðileg átök verða spennandi nú á kosningaári. S2 Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull segir nýfrjálshyggjuna komin að þrotum og hefur gengið til liðs við Sósíalistaflokkinn. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi í sjálfu sér nema Jökull er náskyldur Hreiðari Má Sigurðarsyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings, systursonur, sem sannarlega hlýtur að teljast eitt andlit hinna svokölluðu nýfrjálshyggju. Ef horft er til þess má ljóst vera að hugmyndafræðileg átök eru nú veruleg og um víðan völl. Jökull hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi, er einn stofnenda Planitor og Takumi International ltd en starfaði áður sem forritari og vörustjóri QuizUp. Þá hefur Jökull úti fréttabréfinu Reykjavik Mobility auk þess sem Stundin hefur birt greinar hans. Jökull ritar eftirtektarverðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann tilkynnir um þessa ákvörðun sína en flokkarnir eru nú í óða önn við að skipuleggja sig fyrir komandi Alþingiskosningar. „Við erum á hátindi nýfrjálshyggjunnar. Ég er af kynslóðinni sem þekkir eiginlega ekki neitt annað. Þessi hugmyndafræði um að stjórnmál séu gamaldags og að „frjáls markaður“ gæti hagsmuna allra ef hann er óáreittur. Að það sé „óeðlilegt“ að stjórnvöld skipti sér af. Að það sé best fyrir hvern og einn að ná sínu fram með því að koma sér í mjúkinn hjá auðvaldinu, læra af þeim, herma eftir þeim og verða „þeir“.“ Fyrirtækjaflokkar eigi ekki erindi á Alþingi Jökull segist einn þeirra heppnu í hópi þeirra heppnustu á þessu horni úti á hafi, sem hafi það betra en svo margir. „En ég er farinn að skilja samhengið betur. Annars vegar hef ég áttað mig á því hversu fátækleg og skaðleg hugmyndafræði hægrisins er og hinsvegar hversu mikilvægir sigrar voru unnir á vakt félagshyggjuafla á síðustu öld. Þaðan koma lífsgæðin sem mestu skipta.“ Jökull hefur verið ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og hefur talað fyrir rafhlaupahjólum sem hann telur að komi í stað bíls númer tvö hjá mörgum fjölskyldum. Nadine Guðrún Yagi ræddi við Jökul fyrir Stöð 2 2019. Og Jökull heldur áfram að gagnrýna hægrið: „Stjórnmálaflokkar sem þjóna fyrst og fremst fyrirtækjum eiga ekki erindi á Alþingi. Stjórnmál eiga að snúast um fólk, fjölskyldur, heimili, samfélög og umhverfi. Fyrirtækin munu áfram spjara sig þegar vinstrið hefur aftur tekið völdin og ég vorkenni ekki einum einasta stjórnanda eða frumkvöðli þó við fáum öfluga vinstri stjórn. Ef það er eitthvað sem atvinnulífið þarf á að halda í dag þá er það vinstri stjórn sem hugsar lengra fram í tímann og skaffar heilbrigðara starfsfólk sem er ekki að drepast úr kvíða og álagi.“ Hef ákveðið að ganga í Sósíalistaflokkinn. Við erum á hátindi nýfrjálshyggjunnar. Ég er af kynslóðinni sem þekkir...Posted by Jökull Sólberg Auðunsson on Miðvikudagur, 20. janúar 2021 Og hann beinir orðum sínum til þeirra sem hann kallar „fence sitters out there“ og segist vilja fá þá í lið með Sósíalistum. Frjálshyggjumönnum brugðið Víst er að ræða Jökuls sem og ákvörðun kemur flatt upp á frjálshyggjumenn. Ásgeir Ingvarsson blaðamaður getur ekki leynt vonbrigðum sínum en hann segist hafa fylgst með Jökli frá því hann tók við hann viðtal um Takumi 2016. „Hef fylgst með þér síðan þá enda virkarðu á mig sem afskaplega klár og frjór. Því kemur á óvart að þér þyki sósíalistar áhugaverður félagsskapur. Hefði einmitt haldið að reynslan úr frumkvöðlastarfi og fyrirtækjarekstri hefði sýnt þér hvernig afskipti ríkisins þvælast fyrir þeim sem vilja skapa verðmæti og störf.“ Ásgeir segist einnig hafa talið að snjall maður á borð við Jökul hefði nægjanlega djúpa þekkingu á sögunni og grunnatriðum hagfræðinnar til að sjá hve skaðleg hugmyndafræði vinstrisins hefur verið (og að það sem vinstrið hreykir sér af að hafa áorkað var yfirleitt ekki þeim að þakka). „Hlakka til að karpa við þig um þessi mál því sæmilega vel gefnir og viðræðuhæfir sósíalistar eru álíka sjaldgæfir og hvítir hrafnar.“ Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi í sjálfu sér nema Jökull er náskyldur Hreiðari Má Sigurðarsyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings, systursonur, sem sannarlega hlýtur að teljast eitt andlit hinna svokölluðu nýfrjálshyggju. Ef horft er til þess má ljóst vera að hugmyndafræðileg átök eru nú veruleg og um víðan völl. Jökull hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi, er einn stofnenda Planitor og Takumi International ltd en starfaði áður sem forritari og vörustjóri QuizUp. Þá hefur Jökull úti fréttabréfinu Reykjavik Mobility auk þess sem Stundin hefur birt greinar hans. Jökull ritar eftirtektarverðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann tilkynnir um þessa ákvörðun sína en flokkarnir eru nú í óða önn við að skipuleggja sig fyrir komandi Alþingiskosningar. „Við erum á hátindi nýfrjálshyggjunnar. Ég er af kynslóðinni sem þekkir eiginlega ekki neitt annað. Þessi hugmyndafræði um að stjórnmál séu gamaldags og að „frjáls markaður“ gæti hagsmuna allra ef hann er óáreittur. Að það sé „óeðlilegt“ að stjórnvöld skipti sér af. Að það sé best fyrir hvern og einn að ná sínu fram með því að koma sér í mjúkinn hjá auðvaldinu, læra af þeim, herma eftir þeim og verða „þeir“.“ Fyrirtækjaflokkar eigi ekki erindi á Alþingi Jökull segist einn þeirra heppnu í hópi þeirra heppnustu á þessu horni úti á hafi, sem hafi það betra en svo margir. „En ég er farinn að skilja samhengið betur. Annars vegar hef ég áttað mig á því hversu fátækleg og skaðleg hugmyndafræði hægrisins er og hinsvegar hversu mikilvægir sigrar voru unnir á vakt félagshyggjuafla á síðustu öld. Þaðan koma lífsgæðin sem mestu skipta.“ Jökull hefur verið ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og hefur talað fyrir rafhlaupahjólum sem hann telur að komi í stað bíls númer tvö hjá mörgum fjölskyldum. Nadine Guðrún Yagi ræddi við Jökul fyrir Stöð 2 2019. Og Jökull heldur áfram að gagnrýna hægrið: „Stjórnmálaflokkar sem þjóna fyrst og fremst fyrirtækjum eiga ekki erindi á Alþingi. Stjórnmál eiga að snúast um fólk, fjölskyldur, heimili, samfélög og umhverfi. Fyrirtækin munu áfram spjara sig þegar vinstrið hefur aftur tekið völdin og ég vorkenni ekki einum einasta stjórnanda eða frumkvöðli þó við fáum öfluga vinstri stjórn. Ef það er eitthvað sem atvinnulífið þarf á að halda í dag þá er það vinstri stjórn sem hugsar lengra fram í tímann og skaffar heilbrigðara starfsfólk sem er ekki að drepast úr kvíða og álagi.“ Hef ákveðið að ganga í Sósíalistaflokkinn. Við erum á hátindi nýfrjálshyggjunnar. Ég er af kynslóðinni sem þekkir...Posted by Jökull Sólberg Auðunsson on Miðvikudagur, 20. janúar 2021 Og hann beinir orðum sínum til þeirra sem hann kallar „fence sitters out there“ og segist vilja fá þá í lið með Sósíalistum. Frjálshyggjumönnum brugðið Víst er að ræða Jökuls sem og ákvörðun kemur flatt upp á frjálshyggjumenn. Ásgeir Ingvarsson blaðamaður getur ekki leynt vonbrigðum sínum en hann segist hafa fylgst með Jökli frá því hann tók við hann viðtal um Takumi 2016. „Hef fylgst með þér síðan þá enda virkarðu á mig sem afskaplega klár og frjór. Því kemur á óvart að þér þyki sósíalistar áhugaverður félagsskapur. Hefði einmitt haldið að reynslan úr frumkvöðlastarfi og fyrirtækjarekstri hefði sýnt þér hvernig afskipti ríkisins þvælast fyrir þeim sem vilja skapa verðmæti og störf.“ Ásgeir segist einnig hafa talið að snjall maður á borð við Jökul hefði nægjanlega djúpa þekkingu á sögunni og grunnatriðum hagfræðinnar til að sjá hve skaðleg hugmyndafræði vinstrisins hefur verið (og að það sem vinstrið hreykir sér af að hafa áorkað var yfirleitt ekki þeim að þakka). „Hlakka til að karpa við þig um þessi mál því sæmilega vel gefnir og viðræðuhæfir sósíalistar eru álíka sjaldgæfir og hvítir hrafnar.“
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira