Körfubolti

Breiða­blik hafði betur gegn bikar­meisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Breiðablik vann öflugan sigur í kvöld.
Breiðablik vann öflugan sigur í kvöld. vísir/hulda margrét

Annar sigur Breiðabliks í Domino’s deild kvenna kom í kvöld gegn bikarmeisturunum í Skallagrími. Kópavogsliðið vann þá 71-64 sigur eftir að hafa verið undir í hálfleik, 36-34.

Gestirnir úr Borgarnesi byrjuðu af krafti. Þær leiddu með fimm stigum eftir fyrsta leikhlutann en Breiðablik náði aðeins að minnka fyrir hlé.

Það var hins vegar frábær þriðji leikhluti sem skilaði Blikum sigrinum í kvöld. Þær unnu þriðja leikhlutann með ellefu stigum, 24-11, og voru komin í góða forystu fyrir fjórða leikhlutan.

Þrátt fyrir áhlaup gestanna í fjórða leikhlutanum, sem minnkuðu muninn mest niður í fimm stig, þá héldu Blikarnir forystunni og unnu að lokum. Lokatölur 71-64.

Jessica Kay Loera var markahæst í liði Breiðabliks með 28 stig. Hún tók einnig fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Isabella Ósk Sigurðardóttir gerði átta stig, tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Sanja Orozovic var stigahæst hjá Skallagrím með 21 stig, sex fráköst og tvær stoðsendingar. Næst kom Keira Breeanne Robinson með sautján stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar.

Breiðablik er með fjögur stig í sjötta sætinu eftir fimm umferðir en Skallagrímur er með sex stig.

Alla tölfræði leiksins má sjá hér.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×