Harden leikmannaskiptin björguðu mögulega lífi NBA leikmanns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 11:31 Caris LeVert í leik með sínu gamla liði Brooklyn Nets. AP/Brandon Dill Caris LeVert var einn af leikmönnunum sem fór í nýtt NBA-lið þegar Brooklyn Nets fékk til sín James Harden á dögunum. Við nákvæma læknisskoðun vegna skiptanna uppgötvaðist hins vegar blettur á nýranu hans. Caris LeVert hefur verið leikmaður Indiana Pacers í nokkra daga en hann er þó ekki að fara að spila fyrir Pacers liðið á næstunni. Ástæðan tengist þó ekkert körfubolta. Caris LeVert var einn af þeim sem fóru á milli fjögurra félaga í risaleikmannaskiptunum sem gáfu liði Brooklyn Nets tækifæri til að fá stigahæsta leikmann deildarinnar undanfarin ár í James Harden. James Harden er farin að spila með Brooklyn Nets og sömu sögu er að segja af hinum leikmönnum sem fóru á milli liða í skiptunum. LeVert er þakklátur fyrir skiptin en ekki beint körfuboltans vegna. Hann þurfti að gangast undir nákvæma læknisskoðun og þar kom falið mein í ljós. Það sást nefnilega blettur á nýran hans og LeVert hefur síðan verið í meðferð. Indiana Pacers segir að það sé ekki ljóst hvenær Caris LeVert spilar sinn fyrsta leik með liðinu. „Ég sýndi engin einkenni. Ég var að spila leiki og hafði ekki misst af einum leik á þessu tímabili. Mér leið eins og ég væri hundrað prósent heilbrigður,“ sagði Caris LeVert. "This trade could've possibly saved me in the long run."Caris LeVert opens up about the mass found on his kidney during his MRI for the Pacers pic.twitter.com/kdCmyWXqSJ— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 „Það má því segja að þessi skipti sýndu mér hvað var í gangi í líkamanum mínum. Ég ætla að horfa á þetta þannig og ég er auðmjúkur af því að þessi skipti hafa mögulega bjargað lífi mínu,“ sagði LeVert. „Fyrir mig er það mikilvægasta er að ná fullri heilsu á ný og passa upp á það að ég eigi langt líf. Fyrir utan körfuboltann þá er það mikilvægasta. Ég er ekki mikið að horfa á körfuboltann núna,“ sagði LeVert. „Auðvitað vil ég spila aftur eins fljótt og hægt er. Ég er keppnismaður og ég elska að spila körfubolta. Það mikilvægasta er samt að ná heilsu á ný. Við munum finna út úr þessu öllu í framtíðinni en akkúrat núna hef ég engin svör,“ sagði Caris LeVert um hvenær hann kemur aftur inn á körfuboltavöllinn. Breaking: Caris LeVert will be out indefinitely after an MRI revealed a small mass on his left kidney during a physical prior to finalizing the four-team trade. LeVert will undergo further medical tests and more details will follow as needed. pic.twitter.com/XwlBqzMFEJ— SportsCenter (@SportsCenter) January 16, 2021 Caris LeVert hafði spilað vel með Brooklyn Nets á tímabilinu og var með 18,5 stig og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tólf leikjum liðsins. Þetta er ekki fyrsta áfallið í fjölskyldunni. Faðir hans dó úr hjartaáfalli þegar hann var fimmtán ára en LeVert og yngri bróður hans komu að pabba sínum. Móðir hans Kim er síðan með MS-sjúkdóminn. „Ég reyni að sjá það jákvæða í öllu. Ef þið sæjuð mömmu mína þá myndu þið aldrei giska á það að hún væri með MS sjúkdóminn eða að það væri eitthvað að henni. Ég hef trú á guð. Ég veit að allt getur ekki verið fullkomið en mínum huga er lífið hvernig þú bregst við hlutum miklu frekar en í hverju þú lendir,“ sagði Caris LeVert. NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Caris LeVert hefur verið leikmaður Indiana Pacers í nokkra daga en hann er þó ekki að fara að spila fyrir Pacers liðið á næstunni. Ástæðan tengist þó ekkert körfubolta. Caris LeVert var einn af þeim sem fóru á milli fjögurra félaga í risaleikmannaskiptunum sem gáfu liði Brooklyn Nets tækifæri til að fá stigahæsta leikmann deildarinnar undanfarin ár í James Harden. James Harden er farin að spila með Brooklyn Nets og sömu sögu er að segja af hinum leikmönnum sem fóru á milli liða í skiptunum. LeVert er þakklátur fyrir skiptin en ekki beint körfuboltans vegna. Hann þurfti að gangast undir nákvæma læknisskoðun og þar kom falið mein í ljós. Það sást nefnilega blettur á nýran hans og LeVert hefur síðan verið í meðferð. Indiana Pacers segir að það sé ekki ljóst hvenær Caris LeVert spilar sinn fyrsta leik með liðinu. „Ég sýndi engin einkenni. Ég var að spila leiki og hafði ekki misst af einum leik á þessu tímabili. Mér leið eins og ég væri hundrað prósent heilbrigður,“ sagði Caris LeVert. "This trade could've possibly saved me in the long run."Caris LeVert opens up about the mass found on his kidney during his MRI for the Pacers pic.twitter.com/kdCmyWXqSJ— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 „Það má því segja að þessi skipti sýndu mér hvað var í gangi í líkamanum mínum. Ég ætla að horfa á þetta þannig og ég er auðmjúkur af því að þessi skipti hafa mögulega bjargað lífi mínu,“ sagði LeVert. „Fyrir mig er það mikilvægasta er að ná fullri heilsu á ný og passa upp á það að ég eigi langt líf. Fyrir utan körfuboltann þá er það mikilvægasta. Ég er ekki mikið að horfa á körfuboltann núna,“ sagði LeVert. „Auðvitað vil ég spila aftur eins fljótt og hægt er. Ég er keppnismaður og ég elska að spila körfubolta. Það mikilvægasta er samt að ná heilsu á ný. Við munum finna út úr þessu öllu í framtíðinni en akkúrat núna hef ég engin svör,“ sagði Caris LeVert um hvenær hann kemur aftur inn á körfuboltavöllinn. Breaking: Caris LeVert will be out indefinitely after an MRI revealed a small mass on his left kidney during a physical prior to finalizing the four-team trade. LeVert will undergo further medical tests and more details will follow as needed. pic.twitter.com/XwlBqzMFEJ— SportsCenter (@SportsCenter) January 16, 2021 Caris LeVert hafði spilað vel með Brooklyn Nets á tímabilinu og var með 18,5 stig og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tólf leikjum liðsins. Þetta er ekki fyrsta áfallið í fjölskyldunni. Faðir hans dó úr hjartaáfalli þegar hann var fimmtán ára en LeVert og yngri bróður hans komu að pabba sínum. Móðir hans Kim er síðan með MS-sjúkdóminn. „Ég reyni að sjá það jákvæða í öllu. Ef þið sæjuð mömmu mína þá myndu þið aldrei giska á það að hún væri með MS sjúkdóminn eða að það væri eitthvað að henni. Ég hef trú á guð. Ég veit að allt getur ekki verið fullkomið en mínum huga er lífið hvernig þú bregst við hlutum miklu frekar en í hverju þú lendir,“ sagði Caris LeVert.
NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira