Hætti hjá Fjölni eftir að þjálfarinn sagði henni að halda kjafti Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 12:00 Halldór Karl Þórson ræðir við leikmenn í leiknum örlagaríka gegn Haukum. Ariana Moorer situr á stól sem dreginn hefur verið fjær þjálfaranum. Facebook/@fjolnirkarfa Leiðir skildi með Fjölni og bandarísku körfuknattleikskonunni Ariönu Moorer á dögunum eftir deilur sem náðu hámarki þegar að þjálfari Fjölnis, Halldór Karl Þórsson, sagði henni að „halda kjafti“ í fyrsta leik liðsins á árinu. Fjölnir mætti Haukum á heimavelli 13. janúar í fyrsta leik eftir hléið langa í Dominos-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins. Moorer strunsaði inn í klefa í miðjum þriðja leikhluta eftir að þeim Halldóri Karli sinnaðist, en staðan var þá 37-31 Haukum í vil. Haukar unnu svo leikinn 70-54. Halldór Karl segir í viðtali við Karfan.is að þó að Moorer sé „algjörlega toppstelpa“ þá hafi andrúmsloftið verið orðið þungt í kringum hana. Aðdragandinn að því að hann lét hin þungu orð falla hafi verið langur: „Hápunkturinn á þessu veseni, ef svo má kalla, var í leik hérna. Okkar „gameplan“ var lagt upp og hún, eða ekki bara hún heldur allir, voru ekki að fylgja því. Svo kom „moment“ þarna þar sem öll virðing [Moorer] fyrir leiknum, dómurum, mér og liðsfélögum var farin,“ sagði Halldór Karl við Karfan.is. Talaði um að liðsfélagarnir væru latir „Hún var að tala um að liðsfélagarnir væru orðnir eitthvað latir og hún þyrfti að ná í boltann. Ég ætlaði að reyna að tala við hana og hún gaf mér ekki kost á því, og þá átti ég þessi orð að hún ætti að halda kjafti, eða á ensku „shut the fuck up“. Auðvitað segi ég það náttúrulega ekki í daglegum samskiptum við fólk en í hita leiksins þá kom þetta út. Ég þarf að hafa ákveðna línu sem má ekki fara yfir og hún fór dálítið yfir hana,“ sagði Halldór Karl og bætti við: „Hún brást mjög illa við, fór héðan út og skildi liðið sitt eftir, sem við vorum ekki mjög sátt með. Hún vildi svo ekki ræða þetta á neinn hátt og þá var ekki hægt að halda áfram. Það er bara svoleiðis og ég óska Ari alls hins besta.“ „Eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann“ Þetta sagði Halldór Karl í viðtali í gærkvöld en fyrr í gær birtist viðtal við Moorer á Karfan.is þar sem hún sagði sína hlið á málinu: „Ég var á bekknum og ég gat séð að Halldór var æstur, sem var skiljanlegt því við vorum að tapa. Hann gengur að mér og segir „með tvo leikmenn á þér ættir þú að geta náð boltanum“. Ég benti á að við værum með fleiri bakverði sem gætu hjálpað, og þetta voru bara svona eðlilegar samræður,“ sagði Moorer þegar hún rifjaði upp atvikið sem gerði útslagið varðandi framtíð hennar hjá Fjölni. Hún vildi ekki fara út í hvað Halldór Karl hefði nákvæmlega sagt: „Það sem hann sagði er eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann. Þetta var ástæðulaust. Við vorum bara að tala saman, ekkert rifrildi. Ég veit að ég gerði rétt með því að fara inn í búningsklefa því að þetta gerði mig reiða, en ég er fagmaður og það hefði ekki verið rétt að svara honum í sömu mynt ef við vorum bæði orðin reið. Ég fór því úr þessum aðstæðum sem ég tel að hafi verið hárrétt,“ sagði Moorer. Moorer, sem varð Íslandsmeistari með Keflavík fyrir fjórum árum, er nú í leit að nýju félagi. „Með því að halda áfram hjá félaginu hefði ég opnað á þann möguleika að þetta gæti gerst aftur,“ sagði hún við Karfan.is. Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Sjá meira
Fjölnir mætti Haukum á heimavelli 13. janúar í fyrsta leik eftir hléið langa í Dominos-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins. Moorer strunsaði inn í klefa í miðjum þriðja leikhluta eftir að þeim Halldóri Karli sinnaðist, en staðan var þá 37-31 Haukum í vil. Haukar unnu svo leikinn 70-54. Halldór Karl segir í viðtali við Karfan.is að þó að Moorer sé „algjörlega toppstelpa“ þá hafi andrúmsloftið verið orðið þungt í kringum hana. Aðdragandinn að því að hann lét hin þungu orð falla hafi verið langur: „Hápunkturinn á þessu veseni, ef svo má kalla, var í leik hérna. Okkar „gameplan“ var lagt upp og hún, eða ekki bara hún heldur allir, voru ekki að fylgja því. Svo kom „moment“ þarna þar sem öll virðing [Moorer] fyrir leiknum, dómurum, mér og liðsfélögum var farin,“ sagði Halldór Karl við Karfan.is. Talaði um að liðsfélagarnir væru latir „Hún var að tala um að liðsfélagarnir væru orðnir eitthvað latir og hún þyrfti að ná í boltann. Ég ætlaði að reyna að tala við hana og hún gaf mér ekki kost á því, og þá átti ég þessi orð að hún ætti að halda kjafti, eða á ensku „shut the fuck up“. Auðvitað segi ég það náttúrulega ekki í daglegum samskiptum við fólk en í hita leiksins þá kom þetta út. Ég þarf að hafa ákveðna línu sem má ekki fara yfir og hún fór dálítið yfir hana,“ sagði Halldór Karl og bætti við: „Hún brást mjög illa við, fór héðan út og skildi liðið sitt eftir, sem við vorum ekki mjög sátt með. Hún vildi svo ekki ræða þetta á neinn hátt og þá var ekki hægt að halda áfram. Það er bara svoleiðis og ég óska Ari alls hins besta.“ „Eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann“ Þetta sagði Halldór Karl í viðtali í gærkvöld en fyrr í gær birtist viðtal við Moorer á Karfan.is þar sem hún sagði sína hlið á málinu: „Ég var á bekknum og ég gat séð að Halldór var æstur, sem var skiljanlegt því við vorum að tapa. Hann gengur að mér og segir „með tvo leikmenn á þér ættir þú að geta náð boltanum“. Ég benti á að við værum með fleiri bakverði sem gætu hjálpað, og þetta voru bara svona eðlilegar samræður,“ sagði Moorer þegar hún rifjaði upp atvikið sem gerði útslagið varðandi framtíð hennar hjá Fjölni. Hún vildi ekki fara út í hvað Halldór Karl hefði nákvæmlega sagt: „Það sem hann sagði er eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann. Þetta var ástæðulaust. Við vorum bara að tala saman, ekkert rifrildi. Ég veit að ég gerði rétt með því að fara inn í búningsklefa því að þetta gerði mig reiða, en ég er fagmaður og það hefði ekki verið rétt að svara honum í sömu mynt ef við vorum bæði orðin reið. Ég fór því úr þessum aðstæðum sem ég tel að hafi verið hárrétt,“ sagði Moorer. Moorer, sem varð Íslandsmeistari með Keflavík fyrir fjórum árum, er nú í leit að nýju félagi. „Með því að halda áfram hjá félaginu hefði ég opnað á þann möguleika að þetta gæti gerst aftur,“ sagði hún við Karfan.is.
Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Sjá meira