Hlutirnir hafa algjörlega snúist við hjá United og Liverpool á 80 dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 11:31 Bruno Fernandes með boltann í leik Manchester United og Liverpool á dögunum en Liverpool mennirnir Georginio Wijnaldum og Sadio Mane eru til varnar. Getty/ Michael Regan Phileas Fogg ætlaði að fara í kringum jörðina á 80 dögum í heimsfrægri sögu Jules Verne en einmitt á þeim tíma hefur staða erkifjendanna Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni snúist alveg við. Manchester United, sem endaði síðasta tímabil 33 stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool, situr nú í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í raun hefur staðan gjörbreyst á síðustu rúmu tveimur mánuðum því það var ekki eins og United liðið væri að gera frábæra hluti framan af tímabilinu. Tap Liverpool á móti Burnley í gær þýðir það hins vegar að Liverpool menn eru sex stigum á eftir United og þar með sex stigum frá efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem þeir eyddu nær öllu síðasta tímabili. Titilbaráttan lítur ekki vel út hjá Liverpool og í raun þurfa menn á Anfield nú að fara áhyggjur af því að liðið skili sér inn í Meistaradeildarsæti. Nov 2: Liverpool end the PL gameweek top of the table, six points clear of Man Utd.Jan 21: Man Utd end the PL gameweek top of the table, six points clear of Liverpool. Some turnaround from Ole. pic.twitter.com/CBsEwIy37P— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2021 2. nóvember síðastliðinn þá endaði Liverpool umferðina á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á undan Leicester City og heilum sex stigum á undan Manchester United. Liverpool var þá með sextán stig út úr sjö leikjum, hafði unnið fimm leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Manchester United var að sama skapi í þrettánda sæti deildarinnar með tíu stig eða sex stigum færra en Liverpool. United hafði þá tapað jafnmörgum leikjum (3) og liðið hafði unnið (3) og markatalan var þrjú mörk í mínus. Eftir leikinn á Anfield í gærkvöldi þá situr Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 40 stig í 19 leikjum og tveggja stiga forskot á nágranna sinna í Manchester City sem eiga reyndar einn leik inni. Liverpool er aftur á móti í fjórða sæti deildarinnar sex stigum á eftir Manchester United. Liverpool were top of the league on New Year s Day.Now, they're six points back... pic.twitter.com/pYpbAQF4av— B/R Football (@brfootball) January 21, 2021 Hlutirnir hafa algjörlega snúist við á milli þessar sigursælustu liða enska boltans. Sex stiga forskot Liverpool er nú sex stiga forskot Manchester United. Liverpool hefur aðeins fengið þrjú stig út úr síðustu fimm leikjum sínum og á enn eftir að skora deildarmark á árinu 2021. Manchetser United hefur aftur á móti unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og náði í þrettán stig af fimmtán mögulegum í þeim. Einu stigin sem töpuðust voru í markalausa jafnteflinu á móti Liverpool. Manchester United hefur frá síðasta sigri Liverpool liðsins því náð í tíu fleiri stig en erkifjendur þeirra út Bítlaborginni. Enski boltinn Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Manchester United, sem endaði síðasta tímabil 33 stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool, situr nú í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Í raun hefur staðan gjörbreyst á síðustu rúmu tveimur mánuðum því það var ekki eins og United liðið væri að gera frábæra hluti framan af tímabilinu. Tap Liverpool á móti Burnley í gær þýðir það hins vegar að Liverpool menn eru sex stigum á eftir United og þar með sex stigum frá efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem þeir eyddu nær öllu síðasta tímabili. Titilbaráttan lítur ekki vel út hjá Liverpool og í raun þurfa menn á Anfield nú að fara áhyggjur af því að liðið skili sér inn í Meistaradeildarsæti. Nov 2: Liverpool end the PL gameweek top of the table, six points clear of Man Utd.Jan 21: Man Utd end the PL gameweek top of the table, six points clear of Liverpool. Some turnaround from Ole. pic.twitter.com/CBsEwIy37P— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2021 2. nóvember síðastliðinn þá endaði Liverpool umferðina á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á undan Leicester City og heilum sex stigum á undan Manchester United. Liverpool var þá með sextán stig út úr sjö leikjum, hafði unnið fimm leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Manchester United var að sama skapi í þrettánda sæti deildarinnar með tíu stig eða sex stigum færra en Liverpool. United hafði þá tapað jafnmörgum leikjum (3) og liðið hafði unnið (3) og markatalan var þrjú mörk í mínus. Eftir leikinn á Anfield í gærkvöldi þá situr Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 40 stig í 19 leikjum og tveggja stiga forskot á nágranna sinna í Manchester City sem eiga reyndar einn leik inni. Liverpool er aftur á móti í fjórða sæti deildarinnar sex stigum á eftir Manchester United. Liverpool were top of the league on New Year s Day.Now, they're six points back... pic.twitter.com/pYpbAQF4av— B/R Football (@brfootball) January 21, 2021 Hlutirnir hafa algjörlega snúist við á milli þessar sigursælustu liða enska boltans. Sex stiga forskot Liverpool er nú sex stiga forskot Manchester United. Liverpool hefur aðeins fengið þrjú stig út úr síðustu fimm leikjum sínum og á enn eftir að skora deildarmark á árinu 2021. Manchetser United hefur aftur á móti unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og náði í þrettán stig af fimmtán mögulegum í þeim. Einu stigin sem töpuðust voru í markalausa jafnteflinu á móti Liverpool. Manchester United hefur frá síðasta sigri Liverpool liðsins því náð í tíu fleiri stig en erkifjendur þeirra út Bítlaborginni.
Enski boltinn Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira