81 stigs leikur Kobe Bryant sýndur í heild sinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 14:00 Kobe Bryant var magnaður þetta janúarkvöld fyrir fimmtán árum síðan. Getty/Harry How Í dag 22. janúar eru liðin fimmtán ár síðan að Kobe Bryant skoraði 81 stig í einum og sama leiknum í NBA-deildinni í körfubolta. Stöð 2 Sport ætlar að minnast þessa afreks Kobe heitins með því að sýna leikinn í heild sinni en Los Angeles Lakers og Toronto Raptors mættust 22. janúar 2006. Kobe Bryant skoraði 81 stig á tæpum 42 spiluðum mínútum en hann hitti úr 28 af 46 skotum sínum (61%) þar af 7 af 13 fyrir utan þriggja stiga lúna. Kobe nýtti ennfremur 18 af 20 vítaskotum sínum. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 21.45. On this date in 2006, Kobe Bryant scored 81 points against the Toronto Raptors the second highest single-game point total in NBA history. pic.twitter.com/LOR3hlIael— The Undefeated (@TheUndefeated) January 22, 2020 Þetta er enn það næstmesta sem einn leikmaður hefur skorað í einum leik í NBA-deildinni á eftir hundrað stiga leik Wilt Chamberlain. Í tilfelli Chamberlain þá var dælt inn á hann boltum í stórsigri en Lakers liðið þurfti virkilega á stigum Kobe Bryant til að vinna leikinn. Lakers liðið var nefnilega fjórtán stigum undir í hálfleik og náði ekki forystunni fyrr en í lokaleikhlutanum. Kobe Bryant skoraði 55 af 81 stigi sínum í seinni hálfleiknum. Kobe Bryant bætti með þessu stigamet Los Angeles Lakers um tíu stig en Elgin Baylor hafði skorað 71 stig í nóvember 1960 og met hans var því orðið 45 ára gamalt. Kobe hafði skorað 51 stig aðeins þremur dögum fyrr og 37 stig í leiknum á undan. Hann náði því að skora 169 stig á aðeins rúmlega þremur sólarhringum. Á þriðjudaginn, 26. janúar 2021, verður eitt ár liðið síðan að Kobe Bryant fórst í þyrluslysi ásamt dóttur inni og sjö öðrum. Stöð 2 Sport 2 mun það kvöld sýna heimildarmynd frá NBA deildinni um feril Kobe Bryant sem hefur fengið nafnið „Kobe í áranna rás“ en strax á eftir verður sýndur lokaleikur Kobe Bryant á ferlinum þegar hann skoraði 60 stig á móti Utah Jazz 13. apríl 2016. Í þættinum er farið yfir feril Kobe og rætt við samherja hans og þjálfara en hann verður sýndur klukkan 20.00. Sextíu stiga leikurinn verður sýndur frá klukkan 21.00. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Bandaríkjunum um 81 stigs leikinn hans Kobe Bryant. "I don't believe the box score I am reading you." 15 years ago today: Kobe Bryant dropped 81 pts vs. Raptors, 2nd-most pts in NBA historyLakers (-7) trailed by 14 at the half. Kobe scored 55 in 2H & L.A. won by 18 pic.twitter.com/HaMLfC0LBc— The Action Network (@ActionNetworkHQ) January 22, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Stöð 2 Sport ætlar að minnast þessa afreks Kobe heitins með því að sýna leikinn í heild sinni en Los Angeles Lakers og Toronto Raptors mættust 22. janúar 2006. Kobe Bryant skoraði 81 stig á tæpum 42 spiluðum mínútum en hann hitti úr 28 af 46 skotum sínum (61%) þar af 7 af 13 fyrir utan þriggja stiga lúna. Kobe nýtti ennfremur 18 af 20 vítaskotum sínum. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 21.45. On this date in 2006, Kobe Bryant scored 81 points against the Toronto Raptors the second highest single-game point total in NBA history. pic.twitter.com/LOR3hlIael— The Undefeated (@TheUndefeated) January 22, 2020 Þetta er enn það næstmesta sem einn leikmaður hefur skorað í einum leik í NBA-deildinni á eftir hundrað stiga leik Wilt Chamberlain. Í tilfelli Chamberlain þá var dælt inn á hann boltum í stórsigri en Lakers liðið þurfti virkilega á stigum Kobe Bryant til að vinna leikinn. Lakers liðið var nefnilega fjórtán stigum undir í hálfleik og náði ekki forystunni fyrr en í lokaleikhlutanum. Kobe Bryant skoraði 55 af 81 stigi sínum í seinni hálfleiknum. Kobe Bryant bætti með þessu stigamet Los Angeles Lakers um tíu stig en Elgin Baylor hafði skorað 71 stig í nóvember 1960 og met hans var því orðið 45 ára gamalt. Kobe hafði skorað 51 stig aðeins þremur dögum fyrr og 37 stig í leiknum á undan. Hann náði því að skora 169 stig á aðeins rúmlega þremur sólarhringum. Á þriðjudaginn, 26. janúar 2021, verður eitt ár liðið síðan að Kobe Bryant fórst í þyrluslysi ásamt dóttur inni og sjö öðrum. Stöð 2 Sport 2 mun það kvöld sýna heimildarmynd frá NBA deildinni um feril Kobe Bryant sem hefur fengið nafnið „Kobe í áranna rás“ en strax á eftir verður sýndur lokaleikur Kobe Bryant á ferlinum þegar hann skoraði 60 stig á móti Utah Jazz 13. apríl 2016. Í þættinum er farið yfir feril Kobe og rætt við samherja hans og þjálfara en hann verður sýndur klukkan 20.00. Sextíu stiga leikurinn verður sýndur frá klukkan 21.00. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Bandaríkjunum um 81 stigs leikinn hans Kobe Bryant. "I don't believe the box score I am reading you." 15 years ago today: Kobe Bryant dropped 81 pts vs. Raptors, 2nd-most pts in NBA historyLakers (-7) trailed by 14 at the half. Kobe scored 55 in 2H & L.A. won by 18 pic.twitter.com/HaMLfC0LBc— The Action Network (@ActionNetworkHQ) January 22, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira