E­ver­ton örugg­lega á­fram í bikarnum | Sjáðu mörkin

Sindri Sverrisson skrifar
Everton var ekki í miklum vandræðum gegn Sheffield Wednesday.
Everton var ekki í miklum vandræðum gegn Sheffield Wednesday. Emma Simpson/Getty Images

Everton vann öruggan 3-0 sigur á B-deildarliði Sheffield Wednesday í fjórðu umferð FA-bikarsins. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn í liði Everton.

Domenic Calvert-Lewin kom Everton yfir eftir sendingu Andre Gomes þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. Raunar hafði Richarlison komið heimamönnum yfir skömmu áður en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Richarlison bætti hins vegar við öðru marki Everton þegar tæpur klukkutími var liðinn og staðan því orðin 2-0. Tveimur mínútum síðar gerði Yerry Mina út um leikinn er hann skoraði þriðja mark Everton.

Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur James Rodriguez.

Staðan 3-0 og sigurinn í höfn. Everton er þar með komið í fimmtu umferð enska bikarsins þar sem Gylfi Þór og félagar mæta Wycombe Wanderers eða Tottenham Hotspur. Líklega verður það síðarnefnda liðið.

Leikurinn fer fram 10. febrúar næstkomandi.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira