Tugir mótmælenda handteknir í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2021 10:57 Mótmælandi handtekinn í Moskvu. AP/Pavel Golovkin Tugir hafa verið handteknir í Rússlandi í morgun eftir að stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní komu saman til að mótmæla handtöku hans. Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar. Mótmælin byrjuðu í austasta hluta Rússlands í morgun og er búist við frekari mótmælum vestar í landinu í dag. Lögreglan í Moskvu hefur girt af torg í miðborg borgarinnar þar sem mótmæli áttu að fara fram. Myndbandsupptökur frá Vladivostok sýndu lögregluþjóna í óeirðabúnaði elta mótmælendur og sömuleiðis komu mótmælendur saman í borginni Khabarovsk. Þar kölluðu mótmælendur orðin „skömm“ og „þjófar“, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Sjá einnig: Pútín ekki hræddur við Navalní Hér má sjá myndband frá blaðamanni Guardian í Moskvu sem segir fjölmarga hafa verið komna saman klukkustund áður en mótmælin áttu að hefjast. What I m seeing right now walking up to the pro-Navalny protest in Moscow. Riot police deploying around the square, hundreds of protestors out maybe an hour before protest set to kick off. Hearing about arrests, square is not yet closed off. pic.twitter.com/0E5BmlJwzD— Andrew Roth (@Andrew__Roth) January 23, 2021 Moscow Times segir að allt að ellefu þúsund manns hafi komið saman í borginni Yekaterinburg, þar sem var 30 gráðu frost í morgun. Í aðdraganda þeirra vöruðu yfirvöld í Rússlandi við því að fólk tæki þátt í mótmælunum fyrirhuguðu og voru nokkrir af helstu bandamönnum Navalnís handteknir í aðdraganda þeirra. Sjá einnig: Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Valdimir Pútín, forseta Rússlands, um að bera ábyrgð á eitruninni. Hér má sjá myndband af Twittersíðu bandamanna Navalní. « » . . pic.twitter.com/UbZieS8NPs— (@teamnavalny_vdk) January 23, 2021 Reuters hefur eftir bandamanni Navalnís að hann og ráðgjafar hans hafi búst við því að hann yrði handtekinn við komuna til Rússlands. Hann segir ásakanirnar gegn sér ósannar. Þau hafi skipulagt það að boða til mótmæla í Rússlandi til að reyna að þvinga yfirvöld í Rússlandi til að sleppa honum úr haldi. Sjá einnig: Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Heimildarmenn fréttaveitunnar innan stjórnvalda Rússlands segja þó verulega ólíklegt að Navalní verði sleppt úr haldi. Hann sé orðin ógn gegn Pútín og verði í það minnsta í fangelsi fram yfir þingkosningar í september. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Moskvu. Það efsta er frá því þegar lögregluþjónar handtóku aðgerðasinnann Lyubov Sobol. Hún er bandamaður Navalnís og var handtekin í miðju viðtali við fjömiðla. Seinna myndbandið er frétt Sky News frá því í morgun. Protests calling for jailed opposition leader Alexei Navalny to be released are taking place in Russia today.Sky's @DiMagnaySky says about 240 arrests have been made so far, with police appearing to be arresting protesters 'at random' Read more: https://t.co/Oi3fGOBXH4 pic.twitter.com/ecEFI2NVgU— Sky News (@SkyNews) January 23, 2021 Police continue to detain protesters in Moscow https://t.co/8agFEqrKGy via @IfSoAnn #Russia pic.twitter.com/A6vc0QejaZ— Liveuamap (@Liveuamap) January 23, 2021 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira
Mótmælin byrjuðu í austasta hluta Rússlands í morgun og er búist við frekari mótmælum vestar í landinu í dag. Lögreglan í Moskvu hefur girt af torg í miðborg borgarinnar þar sem mótmæli áttu að fara fram. Myndbandsupptökur frá Vladivostok sýndu lögregluþjóna í óeirðabúnaði elta mótmælendur og sömuleiðis komu mótmælendur saman í borginni Khabarovsk. Þar kölluðu mótmælendur orðin „skömm“ og „þjófar“, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Sjá einnig: Pútín ekki hræddur við Navalní Hér má sjá myndband frá blaðamanni Guardian í Moskvu sem segir fjölmarga hafa verið komna saman klukkustund áður en mótmælin áttu að hefjast. What I m seeing right now walking up to the pro-Navalny protest in Moscow. Riot police deploying around the square, hundreds of protestors out maybe an hour before protest set to kick off. Hearing about arrests, square is not yet closed off. pic.twitter.com/0E5BmlJwzD— Andrew Roth (@Andrew__Roth) January 23, 2021 Moscow Times segir að allt að ellefu þúsund manns hafi komið saman í borginni Yekaterinburg, þar sem var 30 gráðu frost í morgun. Í aðdraganda þeirra vöruðu yfirvöld í Rússlandi við því að fólk tæki þátt í mótmælunum fyrirhuguðu og voru nokkrir af helstu bandamönnum Navalnís handteknir í aðdraganda þeirra. Sjá einnig: Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Navalní var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi í sumar. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní hefur sakað Valdimir Pútín, forseta Rússlands, um að bera ábyrgð á eitruninni. Hér má sjá myndband af Twittersíðu bandamanna Navalní. « » . . pic.twitter.com/UbZieS8NPs— (@teamnavalny_vdk) January 23, 2021 Reuters hefur eftir bandamanni Navalnís að hann og ráðgjafar hans hafi búst við því að hann yrði handtekinn við komuna til Rússlands. Hann segir ásakanirnar gegn sér ósannar. Þau hafi skipulagt það að boða til mótmæla í Rússlandi til að reyna að þvinga yfirvöld í Rússlandi til að sleppa honum úr haldi. Sjá einnig: Skipað að snúa aftur til Rússlands vegna skilorðs sem fellur úr gildi á morgun Heimildarmenn fréttaveitunnar innan stjórnvalda Rússlands segja þó verulega ólíklegt að Navalní verði sleppt úr haldi. Hann sé orðin ógn gegn Pútín og verði í það minnsta í fangelsi fram yfir þingkosningar í september. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá Moskvu. Það efsta er frá því þegar lögregluþjónar handtóku aðgerðasinnann Lyubov Sobol. Hún er bandamaður Navalnís og var handtekin í miðju viðtali við fjömiðla. Seinna myndbandið er frétt Sky News frá því í morgun. Protests calling for jailed opposition leader Alexei Navalny to be released are taking place in Russia today.Sky's @DiMagnaySky says about 240 arrests have been made so far, with police appearing to be arresting protesters 'at random' Read more: https://t.co/Oi3fGOBXH4 pic.twitter.com/ecEFI2NVgU— Sky News (@SkyNews) January 23, 2021 Police continue to detain protesters in Moscow https://t.co/8agFEqrKGy via @IfSoAnn #Russia pic.twitter.com/A6vc0QejaZ— Liveuamap (@Liveuamap) January 23, 2021
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira