Milljarðs halli á vetrarþjónustunni samhliða ákalli eftir aukinni þjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. janúar 2021 11:46 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Vísir/Sigurjón G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þótt alltaf sé tekið mark á ábendingum frá vegfarendum um færð á vegum, þá þurfi Vegagerðin einnig að byggja ákvörðun um lokun vega á eigin upplýsingum. Þá sé um eins milljarðs halli á rekstri vetrarþjónustu á sama tíma og ákall séum aukna þjónustu. Hannes Rúnarsson atvinnubílstjóri, sem lenti í snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, kveðst undrandi yfir vinnubrögðum Vegagerðarinnar, sem hafi að hans mati allt of seint tekið ákvörðun um að loka heiðinni þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um að heiðin væri ófær. „Í þessu tilviki þá er þjónustutími vetrarþjónustunnar á Öxnadalsheiði að ljúka og við fáum þessa tilkynningu um það leyti og við tökum alltaf mark á tilkynningum. En við verðum auðvitað að skoða málin sjálf og þarna hafði sem sagt bílstjórinn á snjóruðningstækinu sagt okkur til um hvernig aðstæður væru og það væri að stefna í að verða þæfingur, þannig að þær upplýsingar sem við höfðum voru ekki þannig að það stefndi í þetta og alls ekki að það yrði snjóflóð náttúrlega,“ segir G. Pétur. En er ekkert svigrúm til þess að bregðast við eftir að þjónustutíma lýkur? „Það er náttúrlega að stefna í ófærð og vegurinn hefði væntanlega síðan, eftir að þjónustu lýkur og við hefðum fylgst með, þá hefði honum sennilega verið lokað eða hann merktur ófær. Við búum náttúrlega við það í vetrarþjónustunni að við erum með um milljarðs halla á vetrarþjónustunni og það er mikið ákall alls staðar að um að auka vetrarþjónustuna, skiljanlega, en það verður náttúrlega ekki gert nema með auknu fé. Þannig þegar menn eru að stilla af þennan tíma þá er verið að sinna vetrarþjónustunni þegar umferðin er mest og reynum að koma því til skila til fólks að það er ekki þjónusta eftir klukkan tíu eða hálf tíu í þessu tilviki. Þannig að vegfarendur þurfa svolítið að taka mið af því, og mið af náttúrlega veðrinu en það hefur greinilega ekki verið mjög gott þarna í gær,“ svarar G. Pétur. Vetrarþjónustan sé dýr þjónusta og ekki veitti af meira fjármagni til að sinna henni. „Þetta er langt og mikið og stórt vegakerfi sem að við erum með og veðrin eru þannig að það kostar mikið að halda þeim færum. En auðvitað er þjóðfélagið þannig að það er alltaf að aukast umfangið í öllu og vetrarþjónustan hefur náttúrlega aukist á undanförnum árum, gríðarlega mikið í raun og veru. En ákallið eins og ég segi er alltaf eftir aukinni vetrarþjónustu, skiljanlega. En það verður ekki gert nema með auknu fjárframlagi,“ segir G. Pétur. Eftir á að hyggja hefði eflaust verið hægt að bregðast öðruvísi við. „Það verður bara að skoða það mjög vel,“ segir G. Pétur. Samgöngur Veður Umferðaröryggi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hannes Rúnarsson atvinnubílstjóri, sem lenti í snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, kveðst undrandi yfir vinnubrögðum Vegagerðarinnar, sem hafi að hans mati allt of seint tekið ákvörðun um að loka heiðinni þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um að heiðin væri ófær. „Í þessu tilviki þá er þjónustutími vetrarþjónustunnar á Öxnadalsheiði að ljúka og við fáum þessa tilkynningu um það leyti og við tökum alltaf mark á tilkynningum. En við verðum auðvitað að skoða málin sjálf og þarna hafði sem sagt bílstjórinn á snjóruðningstækinu sagt okkur til um hvernig aðstæður væru og það væri að stefna í að verða þæfingur, þannig að þær upplýsingar sem við höfðum voru ekki þannig að það stefndi í þetta og alls ekki að það yrði snjóflóð náttúrlega,“ segir G. Pétur. En er ekkert svigrúm til þess að bregðast við eftir að þjónustutíma lýkur? „Það er náttúrlega að stefna í ófærð og vegurinn hefði væntanlega síðan, eftir að þjónustu lýkur og við hefðum fylgst með, þá hefði honum sennilega verið lokað eða hann merktur ófær. Við búum náttúrlega við það í vetrarþjónustunni að við erum með um milljarðs halla á vetrarþjónustunni og það er mikið ákall alls staðar að um að auka vetrarþjónustuna, skiljanlega, en það verður náttúrlega ekki gert nema með auknu fé. Þannig þegar menn eru að stilla af þennan tíma þá er verið að sinna vetrarþjónustunni þegar umferðin er mest og reynum að koma því til skila til fólks að það er ekki þjónusta eftir klukkan tíu eða hálf tíu í þessu tilviki. Þannig að vegfarendur þurfa svolítið að taka mið af því, og mið af náttúrlega veðrinu en það hefur greinilega ekki verið mjög gott þarna í gær,“ svarar G. Pétur. Vetrarþjónustan sé dýr þjónusta og ekki veitti af meira fjármagni til að sinna henni. „Þetta er langt og mikið og stórt vegakerfi sem að við erum með og veðrin eru þannig að það kostar mikið að halda þeim færum. En auðvitað er þjóðfélagið þannig að það er alltaf að aukast umfangið í öllu og vetrarþjónustan hefur náttúrlega aukist á undanförnum árum, gríðarlega mikið í raun og veru. En ákallið eins og ég segi er alltaf eftir aukinni vetrarþjónustu, skiljanlega. En það verður ekki gert nema með auknu fjárframlagi,“ segir G. Pétur. Eftir á að hyggja hefði eflaust verið hægt að bregðast öðruvísi við. „Það verður bara að skoða það mjög vel,“ segir G. Pétur.
Samgöngur Veður Umferðaröryggi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira