Íslendingar sofa allt of lítið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. janúar 2021 12:25 Erla Björnsdóttir, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Hún segir íslensku þjóðina sofa allt of lítið, sem sé áhyggjuefni. Aðsend „Allt of stór hluti Íslendinga sefur of lítið en þriðjungur þjóðarinnar er að sofa sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn,“ segir Erla Björnsdóttir, svefnráðgjafi. Þá sofi börn og unglingar líka allt of lítið. Erla Björnsdóttir, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns hefur meira en nóg að gera að halda fyrirlestra á netinu, sem bera heitið „Betri svefn“. Hún var nýlega með þannig fyrirlestur í fjarfundi fyrir foreldra í Árborg. Þar kom margt mjög áhugavert fram, meðal annars að Íslendingar sofa allt of lítið. „Já, allt of stór hluti fólks sefur of lítið. Fullorðnir eru að sofa, eða þriðjungur þjóðarinnar sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn og börn og unglingar líka, því miður, en það er allt of algengt að þau séu að sofa langt undir viðmiðum, það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Erla. En hvað segja fræðin, hvað eiga fullorðnir og börn og unglingar að sofa mikið? „Fullorðnir þurfa að sofa sjö til níu tíma og börn og unglingar lengur en það fer þó aðeins eftir aldri. Yngri börnin þurfa lengri svefn en unglingarnir eru með átta til tíu tíma en svo breytist þetta aðeins eftir því hvað við förum neðarlega í aldri en almennt er það þannig að börn og unglingar þurfa meiri hvíld en fullorðnir.“ Erla segir margar ástæður fyrir því að þjóðin sofi allt of lítið. „Það er auðvitað hraði, áreiti, skjánotkun, koffínneysla, orkudrykkir, og streita, þetta hefur allt áhrif. Við erum kannski upptekin og erum mjög aktíf langt fram á kvöldum og náum ekki að koma okkur í ró og slökkva á símanum og fara að gera okkur klár í svefninn.“ Erla leggur mikla áherslu á að fólk verði að setja svefninn á forgangslistann, góður svefn skipti öllu máli þegar góð heilsa og líðan er annars vegar. Erla heldur víða fjarfundi um svefn, meðal annars nýlega fyrir foreldra barna í Sunnulækjarskóla á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Erla Björnsdóttir, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns hefur meira en nóg að gera að halda fyrirlestra á netinu, sem bera heitið „Betri svefn“. Hún var nýlega með þannig fyrirlestur í fjarfundi fyrir foreldra í Árborg. Þar kom margt mjög áhugavert fram, meðal annars að Íslendingar sofa allt of lítið. „Já, allt of stór hluti fólks sefur of lítið. Fullorðnir eru að sofa, eða þriðjungur þjóðarinnar sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn og börn og unglingar líka, því miður, en það er allt of algengt að þau séu að sofa langt undir viðmiðum, það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Erla. En hvað segja fræðin, hvað eiga fullorðnir og börn og unglingar að sofa mikið? „Fullorðnir þurfa að sofa sjö til níu tíma og börn og unglingar lengur en það fer þó aðeins eftir aldri. Yngri börnin þurfa lengri svefn en unglingarnir eru með átta til tíu tíma en svo breytist þetta aðeins eftir því hvað við förum neðarlega í aldri en almennt er það þannig að börn og unglingar þurfa meiri hvíld en fullorðnir.“ Erla segir margar ástæður fyrir því að þjóðin sofi allt of lítið. „Það er auðvitað hraði, áreiti, skjánotkun, koffínneysla, orkudrykkir, og streita, þetta hefur allt áhrif. Við erum kannski upptekin og erum mjög aktíf langt fram á kvöldum og náum ekki að koma okkur í ró og slökkva á símanum og fara að gera okkur klár í svefninn.“ Erla leggur mikla áherslu á að fólk verði að setja svefninn á forgangslistann, góður svefn skipti öllu máli þegar góð heilsa og líðan er annars vegar. Erla heldur víða fjarfundi um svefn, meðal annars nýlega fyrir foreldra barna í Sunnulækjarskóla á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira