Gestirnir léku sér að því að færa lög yfir í kántrýstílinn með tilheyrandi sveiflu og suðurríkjahreim og var útkoman sannkölluð veisla.
Hér má sjá brot af stemningunni þar sem Ágústa Eva og Magni lifa sig inn í kántrýheiminn eins og þau hafi aldrei gert neitt annað en að syngja á kúrekakrám og sveitaböllum.
„Það er alltof mikil stemning hérna“ - Heyrist Ingó kalla í miðju lagi og greinilegt að sjá að hann kunni vel við sig í kántrýsveiflunni.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla fyrri þætti Í kvöld er gigg inn á Stöð 2 plús.