Má segja allt á netinu? Tinni Sveinsson skrifar 26. janúar 2021 08:00 Axel, Sigurlína og Bergur Ebbi. Sigurlína Ingvarsdóttir tölvuleikjaframleiðandi og Axel Paul Gunnarsson, sérfræðingur hjá Ljósleiðaranum, settust niður með Bergi Ebba Benediktssyni í þættinum Framtíðin. Bergur Ebbi fjallar um þær tækninýjungar sem eru handan við hornið og þær áskoranir sem standa í vegi fyrir innleiðingu þeirra í þáttunum Framtíðin, sem eru unnir af Orkuveitu Reykjavíkur. Hér má sjá annan þátt en alls verða þeir fjórir. Meira eftirlit á netinu Axel er sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Ljósleiðaranum og Sigurlína er einn farsælasti tölvuleikjaframleiðandi okkar Íslendinga. Hún hefur framleitt leiki á borð við Star Wars: Battlefront og FIFA sem eru meðal vinsælustu tölvuleikja heims. Þau ræddu nokkur af þeim fjölmörgu málefnum sem snúa að tækniþróun á internetinu, bæði tæknilegum og siðferðislegum. Til dæmis hvort það megi hreinlega segja allt á netinu og hvort stjórnvöld eða tæknirisarnir þurfi að fylgjast betur með því sem þar fer fram. „Við höfum lýðræðislega kjörin stjórnvöld í hinum vestræna heimi. Við erum með matvælaeftirlit, við erum með umhverfiseftirlit. Við erum með stofnanir í samfélaginu sem eiga að tryggja það að við borðum ekki eitur og séum upplýst um það sem við erum að gera,“ segir Sigurlína. „Við erum að átta okkur á því að villta vestur fjölmiðla- og samfélagsmiðlaheimsins verður að vera þannig að við getum treyst því. Annars verður algert niðurbrot og líkt og við sáum gerast í bandarískum stjórnmálum.“ Klippa: Framtíðin - Sigurlína Ingvarsdóttir og Axel Paul Hraðar nettengingar á Íslandi forréttindi Axel segir að Ísland sé einstakt að því leiti hve góðar nettengingar standi almenningi til boða. „Við erum ofboðslega heppin hérna á Íslandi því aðgengi okkar að ljósleiðara er það mesta í Evrópu. Það eru ótrúleg forréttindi að hafa svona hraðar tengingar. Við erum með næst hröðustu tengingar í heiminum að meðaltali. Í farneti líka, 4G og svo verðandi 5G, erum við nánast fremst í heiminum.“ Í þættinum ræða þau Sigurlína og Axel þessi mál og fleiri við Berg Ebba og rýna inn í framtíðina. Til dæmis hvernig sýndarveruleiki mun koma inn í líf okkar, hvort heilu hagkerfin verði byggð upp á rafmyntum og hvort stríð framtíðarinnar verði um gagnamagn. Hægt er að sjá lengri útgáfu af honum hér á YouTube. Tækni Tengdar fréttir „Það sem Edda er að gera er svipað og Google var 1990“ Andri Snær Magnason rithöfundur og Edda Sif Pind Aradóttir, forstjóri Carbfix, settust niður með Bergi Ebba Benediktssyni í fyrsta þætti af Framtíðinni. 8. janúar 2021 07:01 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
Bergur Ebbi fjallar um þær tækninýjungar sem eru handan við hornið og þær áskoranir sem standa í vegi fyrir innleiðingu þeirra í þáttunum Framtíðin, sem eru unnir af Orkuveitu Reykjavíkur. Hér má sjá annan þátt en alls verða þeir fjórir. Meira eftirlit á netinu Axel er sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Ljósleiðaranum og Sigurlína er einn farsælasti tölvuleikjaframleiðandi okkar Íslendinga. Hún hefur framleitt leiki á borð við Star Wars: Battlefront og FIFA sem eru meðal vinsælustu tölvuleikja heims. Þau ræddu nokkur af þeim fjölmörgu málefnum sem snúa að tækniþróun á internetinu, bæði tæknilegum og siðferðislegum. Til dæmis hvort það megi hreinlega segja allt á netinu og hvort stjórnvöld eða tæknirisarnir þurfi að fylgjast betur með því sem þar fer fram. „Við höfum lýðræðislega kjörin stjórnvöld í hinum vestræna heimi. Við erum með matvælaeftirlit, við erum með umhverfiseftirlit. Við erum með stofnanir í samfélaginu sem eiga að tryggja það að við borðum ekki eitur og séum upplýst um það sem við erum að gera,“ segir Sigurlína. „Við erum að átta okkur á því að villta vestur fjölmiðla- og samfélagsmiðlaheimsins verður að vera þannig að við getum treyst því. Annars verður algert niðurbrot og líkt og við sáum gerast í bandarískum stjórnmálum.“ Klippa: Framtíðin - Sigurlína Ingvarsdóttir og Axel Paul Hraðar nettengingar á Íslandi forréttindi Axel segir að Ísland sé einstakt að því leiti hve góðar nettengingar standi almenningi til boða. „Við erum ofboðslega heppin hérna á Íslandi því aðgengi okkar að ljósleiðara er það mesta í Evrópu. Það eru ótrúleg forréttindi að hafa svona hraðar tengingar. Við erum með næst hröðustu tengingar í heiminum að meðaltali. Í farneti líka, 4G og svo verðandi 5G, erum við nánast fremst í heiminum.“ Í þættinum ræða þau Sigurlína og Axel þessi mál og fleiri við Berg Ebba og rýna inn í framtíðina. Til dæmis hvernig sýndarveruleiki mun koma inn í líf okkar, hvort heilu hagkerfin verði byggð upp á rafmyntum og hvort stríð framtíðarinnar verði um gagnamagn. Hægt er að sjá lengri útgáfu af honum hér á YouTube.
Tækni Tengdar fréttir „Það sem Edda er að gera er svipað og Google var 1990“ Andri Snær Magnason rithöfundur og Edda Sif Pind Aradóttir, forstjóri Carbfix, settust niður með Bergi Ebba Benediktssyni í fyrsta þætti af Framtíðinni. 8. janúar 2021 07:01 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
„Það sem Edda er að gera er svipað og Google var 1990“ Andri Snær Magnason rithöfundur og Edda Sif Pind Aradóttir, forstjóri Carbfix, settust niður með Bergi Ebba Benediktssyni í fyrsta þætti af Framtíðinni. 8. janúar 2021 07:01