Innlent

Sigldi utan í Elliðaey

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Elliðaey.
Elliðaey. Vísir/Vilhelm

Skuttogarinn Dala Rafn VE sigldi utan í Elliðaey við komu til hafnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Eyjafréttir greina frá óhappinu en málsatvik eru sögð óljós að svo stöddu.

Dala Rafn er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja en Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu, kvaðst lítið geta tjáð sig um málið í samtali við Eyjafréttir. Hann staðfesti þó að óhapp hafi átt sér stað en báturinn hafi komist til hafnar án nokkurrar aðstoðar. Verið sé að skoða tjón á bátnum.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Ísfélagsins er Dala Rafn bolfiskskip sem smíðað var í Póllandi og var afhent árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×