Erfitt að segja til um hvenær útgöngubanni verður aflétt Sylvía Hall skrifar 25. janúar 2021 22:28 Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands. Getty/John Sibley Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir margt benda til þess að baráttan við faraldurinn þar í landi sé að skila árangri en hann telur erfitt að spá fyrir um hvenær útgöngubanni verði aflétt. Aðgerðirnar virðist vera að virka en nú sé ekki rétti tímapunkturinn til að slaka á. Faraldurinn var í miklum vexti í Bretlandi í upphafi árs, en undanfarna daga hafa færri smit verið að greinast. Rúmlega 22 þúsund greindust með veiruna þar í landi í gær og hefur talan ekki verið lægri frá því um miðjan desember. Um 60 þúsund smit greindust daglega þegar staðan var hvað verst í byrjun janúar. 37 þúsund liggja á sjúkrahúsi með veiruna og hafa aldrei verið fleiri í öndunarvél frá því að faraldurinn hófst að sögn Hancock, eða alls 4.076. Breska afbrigði veirunnar setti strik í reikninginn, enda dreifðist það hratt um Lundúnaborg og suðausturhluta landsins. Álagið á heilbrigðisstofnanir landsins er því enn gífurlega mikið. Bólusetningar hófust í Bretlandi þann 8. desember síðastliðinn og segir ráðherrann um áttatíu prósent landsmanna yfir áttrætt hafa fengið bólusetningu. Hann skilur að fólk sé orðið langþreytt og vilji fara að horfa til tilslakana. Hann geti þó engu lofað í þeim efnum. „Við verðum að horfa á þær staðreyndir sem eru fyrir hendi og við verðum að fylgjast vel með stöðunni,“ segir Hancock. Við mat á því hvort slaka eigi á aðgerðum horfir ríkisstjórnin til dánartíðni, fjölda fólks á sjúkrahúsum landsins, hvort það séu ný afbrigði veirunnar í umferð og hvernig bólusetningar ganga. „Auðvitað vilja allir fá einhverja tímalínu, en ég held að flestir skilji hvers vegna það er erfitt því það fer allt eftir stöðunni hverju sinni.“ Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ræddi við Biden um næstu skref Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. 23. janúar 2021 21:36 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Faraldurinn var í miklum vexti í Bretlandi í upphafi árs, en undanfarna daga hafa færri smit verið að greinast. Rúmlega 22 þúsund greindust með veiruna þar í landi í gær og hefur talan ekki verið lægri frá því um miðjan desember. Um 60 þúsund smit greindust daglega þegar staðan var hvað verst í byrjun janúar. 37 þúsund liggja á sjúkrahúsi með veiruna og hafa aldrei verið fleiri í öndunarvél frá því að faraldurinn hófst að sögn Hancock, eða alls 4.076. Breska afbrigði veirunnar setti strik í reikninginn, enda dreifðist það hratt um Lundúnaborg og suðausturhluta landsins. Álagið á heilbrigðisstofnanir landsins er því enn gífurlega mikið. Bólusetningar hófust í Bretlandi þann 8. desember síðastliðinn og segir ráðherrann um áttatíu prósent landsmanna yfir áttrætt hafa fengið bólusetningu. Hann skilur að fólk sé orðið langþreytt og vilji fara að horfa til tilslakana. Hann geti þó engu lofað í þeim efnum. „Við verðum að horfa á þær staðreyndir sem eru fyrir hendi og við verðum að fylgjast vel með stöðunni,“ segir Hancock. Við mat á því hvort slaka eigi á aðgerðum horfir ríkisstjórnin til dánartíðni, fjölda fólks á sjúkrahúsum landsins, hvort það séu ný afbrigði veirunnar í umferð og hvernig bólusetningar ganga. „Auðvitað vilja allir fá einhverja tímalínu, en ég held að flestir skilji hvers vegna það er erfitt því það fer allt eftir stöðunni hverju sinni.“
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ræddi við Biden um næstu skref Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. 23. janúar 2021 21:36 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Ræddi við Biden um næstu skref Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. 23. janúar 2021 21:36