Djömmuðu lögin saman í sveitasetri Ágústu Evu Ritstjórn Albumm skrifar 31. janúar 2021 16:01 Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunnar Hilmarsson eru hljómsveitin Sycamore Tree. Saga Sig Sycamore Tree var að gefa út plötuna Western Sessions. Hljómsveitin er skipuð þeim Gunna Hilmars og Ágústu Evu en þau hafa varið töluverðum tíma á síðasta ári og í byrjun þess nýja í upptökur af nýju efni sem kemur út á árinu. „Árið verður hálfgert partý hjá okkur en 2021 verður ár töluverðar útgáfu hjá Sycamore Tree,“ segir Gunni og vill helst segja sem minnst um hvenær og hvernig útgáfu verður háttað. Platan er lokahnykkurinn á country-seríunni þeirra sem hefur fengið frábær viðbrögð en lögin Beast In My Bones, Home Again og Picking Fights and Pulling Guns hafa öll komist á vinsældarlista og hljómað mikið á öldum ljósvakans. Platan var samin að miklu leyti í Hveragerði.Saga Sig Gunni segir að þau elski að vinna eftir konseptum og búa til myndir, stemningu og senur með tónlistinni. „Í þessu verkefni þá var gaman hjá okkur að liggja yfir hljóðheiminum og textunum og fara eins nálægt country hefðinni en á sama tíma að það passi inn í Sycamore Tree hljóðheiminn sem við erum að byggja og mynda smátt og smátt og höfum verið að gera síðustu rúmlega fjögur árin.“ Sátu á sveitasetrinu Spurður hvernig ferlið hafi verið við gerð plötunnar segir hann að ferlið hafi verið mjög ánægjulegt. „Við sátum og djömmuðum lögin saman og unnum í textunum í sveitasetri Ágústu Evu í Hveragerði sem passar svo vel við þennan fíling sem platan er. Svo voru Þorlákur Gaukur Davíðsson og Arnar Guðjónsson, þeir miklu meistarar, með okkur í upptökum, útsetningum og frágangi plötunnar. Allt ferlið var einstaklega ánægjulegt og áreynslulaust eins og reyndar er alltaf hjá okkur og vonandi heyrist á upptökunum.“ Upptökustjórinn Rick Nowels er að leggja lokahönd á plötuna í Los Angeles og kemur hún út í haust.Saga Sig Hvernig vinnið þið lögin? „Við byrjum alltaf á að leggja niður grunn gítar og söng og svo bætum við smátt og smátt ofan á það áður en við svo byrjum að taka hluti aftur út og finna út hvað skiptir máli í hverju lagi og hverju er ofaukið,“ útskýrir hann. Hlakka til að spila aftur fyrir fólk „Svo fengum við til dæmis Bartóna, karlakór Kaffibarsins, til að taka með okkur mikla kórasúpu í Beast In My Bones sem gefur því lagi mikinn lit. Þeir tóku það einmitt með okkur þegar við áttum frábæra stund með fullu húsi í Fríkirkjunni korter fyrir Covid. Hvað við söknum að spila fyrir okkar fólk. Vonandi verður það fljótlega.“ Eitthvað að lokum? „Við erum að klára upptökur af stóru plötunni okkar með Rick Nowels í Los Angeles sem kemur út í haust og svo erum við aðeins að laumupúkast ... segjum frá síðar.“ Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið
„Árið verður hálfgert partý hjá okkur en 2021 verður ár töluverðar útgáfu hjá Sycamore Tree,“ segir Gunni og vill helst segja sem minnst um hvenær og hvernig útgáfu verður háttað. Platan er lokahnykkurinn á country-seríunni þeirra sem hefur fengið frábær viðbrögð en lögin Beast In My Bones, Home Again og Picking Fights and Pulling Guns hafa öll komist á vinsældarlista og hljómað mikið á öldum ljósvakans. Platan var samin að miklu leyti í Hveragerði.Saga Sig Gunni segir að þau elski að vinna eftir konseptum og búa til myndir, stemningu og senur með tónlistinni. „Í þessu verkefni þá var gaman hjá okkur að liggja yfir hljóðheiminum og textunum og fara eins nálægt country hefðinni en á sama tíma að það passi inn í Sycamore Tree hljóðheiminn sem við erum að byggja og mynda smátt og smátt og höfum verið að gera síðustu rúmlega fjögur árin.“ Sátu á sveitasetrinu Spurður hvernig ferlið hafi verið við gerð plötunnar segir hann að ferlið hafi verið mjög ánægjulegt. „Við sátum og djömmuðum lögin saman og unnum í textunum í sveitasetri Ágústu Evu í Hveragerði sem passar svo vel við þennan fíling sem platan er. Svo voru Þorlákur Gaukur Davíðsson og Arnar Guðjónsson, þeir miklu meistarar, með okkur í upptökum, útsetningum og frágangi plötunnar. Allt ferlið var einstaklega ánægjulegt og áreynslulaust eins og reyndar er alltaf hjá okkur og vonandi heyrist á upptökunum.“ Upptökustjórinn Rick Nowels er að leggja lokahönd á plötuna í Los Angeles og kemur hún út í haust.Saga Sig Hvernig vinnið þið lögin? „Við byrjum alltaf á að leggja niður grunn gítar og söng og svo bætum við smátt og smátt ofan á það áður en við svo byrjum að taka hluti aftur út og finna út hvað skiptir máli í hverju lagi og hverju er ofaukið,“ útskýrir hann. Hlakka til að spila aftur fyrir fólk „Svo fengum við til dæmis Bartóna, karlakór Kaffibarsins, til að taka með okkur mikla kórasúpu í Beast In My Bones sem gefur því lagi mikinn lit. Þeir tóku það einmitt með okkur þegar við áttum frábæra stund með fullu húsi í Fríkirkjunni korter fyrir Covid. Hvað við söknum að spila fyrir okkar fólk. Vonandi verður það fljótlega.“ Eitthvað að lokum? „Við erum að klára upptökur af stóru plötunni okkar með Rick Nowels í Los Angeles sem kemur út í haust og svo erum við aðeins að laumupúkast ... segjum frá síðar.“ Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið