1.631 dauðsfalli var bætt við opinberar tölur í dag og er heildarfjöldinn nú 100.162.
Bretland er fimmta ríki heimsins þar sem fjöldi látinna nær þessum hæðum, á eftir Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi og Mexíkó, og lang minnsta ríkið, með tilliti til íbúafjölda.
AP fréttaveitan segir að fjöldi látinna sé nú rúmlega tvöfaldur fjöldi þeirra sem dóu í loftárásum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni.
Sá fyrsti til að deyja vegna Covid-19, svo vitað sé, var hinn 84 ára gamli Peter Attwood. Hann dó 30. janúar 2020.
Smituðum fjölgaði hratt í Bretlandi í síðasta mánuði en fjöldinn hefur þó minnkað undanfarna daga. Hins vegar er fjöldi innlagna mjög hár og dánartölur í takt við það. Tölurnar taka mið af því hvergi greinast smitaðir af Covid-19 og deyja innan 28 daga. Sérfræðingar segja líklegt að þær séu lægri en í raunveruleikanum og það eigi við um opinberar tölur víða.
Gagnýndir fyrir aðgerðaleysi
AP vísar til þess að vísindamenn og sérfræðingar hafi margir gagnrýnt ríkisstjórn Boris Johnson fyrir aðgerðaleysi í mars, þegar smituðum fjölgaði mjög hratt, og sagt að grípa hefði átt til hertra samkomutakmarkanna og sóttvarna fyrr.
Einhverjir hafi haldið því fram að ef gripið hefði verið til aðgerða viku fyrr hefði verið hægt að fækka dauðsföllum um helming.
Eins og annarsstaðar í Evrópu, þá fækkaði smituðum verulega í sumar en þeim fjölgaði hratt á nýjan leik í haust. Þá kom upp nýtt afbrigði í landinu sem dreifist auðveldar manna á milli.