Meira en 100 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 08:16 Myndin er tekin við bólusetningu í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru það land sem hefur farið verst út úr faraldrinum í heiminum; hvergi hafa fleiri smitast eða dáið. Getty/David Ryder Fjöldi þeirra sem greinst hefur smitaður af kórónuveirunni á heimsvísu er nú kominn yfir 100 milljónir manna, að því er fram kemur hjá Reuters fréttastofunni. Er þar vísað í eigin talningu fréttastofunnar en tölfræði Johns Hopkins-háskólans vegna Covid-19 sýnir einnig meira en 100 milljónir greindra smita á heimsvísu. Þetta þýðir að nærri 1,3 prósent mannkyns hefur smitast af veirunni. Þá hafa rúmlega 2,1 milljónir manna látist af völdum Covid-19. Dánartíðnin er 2,1 prósent samkvæmt greiningu Reuters. Ein manneskja hefur smitast á 7,7 sekúndna fresti á jörðinni frá upphafi þessa árs og dagleg tilfelli eru rúmlega 660 þúsund. Verst er ástandið í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi, Rússlandi og í Bretlandi en smitaðir í þessum fimm löndum eru rúmur helmingur allra þeirra sem hafa smitast í heildina. Þessar fimm þjóðir eru þó aðeins 28 prósent af heildarfjölda mannskyns. Tölfræðin sýnir að faraldurinn er á miklu flugi; það tók ellefu mánuði uns 50 milljónir greindust smitaðar en aðeins þrjá mánuði uns sú tala var komin upp í 100 milljónir. Ef litið er nánar til Bandaríkjanna þá hefur fjórðungur allra greindra kórónuveirusmita á heimsvísu greinst þar í landi. Bandaríska þjóðin telur um 330 milljónir eða um fjögur prósent mannkyns. Hvergi í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna í Bandaríkjunum, alls meira en 25 milljónir, og hvergi hafa fleiri látist vegna Covid-19 eða tæplega 425 þúsund manns. Það eru tvisvar sinnum fleiri dauðsföll en í Brasilíu sem er það land þar sem næstflestir hafa látist úr Covid-19. Staðan er einnig slæm í Evrópu. Eins og staðan er nú greinist að meðaltali ein milljón nýsmitaðra yfir fjögurra daga tímabil og nærri þrjátíu milljónir hafa látið lífið. Bretland varð í gær fimmta ríki heims, og fyrsta Evrópuríkið, þar sem meira en hundrað þúsund hafa látist vegna Covid-19. Áður höfðu yfir hundrað þúsund látist í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi og Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Er þar vísað í eigin talningu fréttastofunnar en tölfræði Johns Hopkins-háskólans vegna Covid-19 sýnir einnig meira en 100 milljónir greindra smita á heimsvísu. Þetta þýðir að nærri 1,3 prósent mannkyns hefur smitast af veirunni. Þá hafa rúmlega 2,1 milljónir manna látist af völdum Covid-19. Dánartíðnin er 2,1 prósent samkvæmt greiningu Reuters. Ein manneskja hefur smitast á 7,7 sekúndna fresti á jörðinni frá upphafi þessa árs og dagleg tilfelli eru rúmlega 660 þúsund. Verst er ástandið í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi, Rússlandi og í Bretlandi en smitaðir í þessum fimm löndum eru rúmur helmingur allra þeirra sem hafa smitast í heildina. Þessar fimm þjóðir eru þó aðeins 28 prósent af heildarfjölda mannskyns. Tölfræðin sýnir að faraldurinn er á miklu flugi; það tók ellefu mánuði uns 50 milljónir greindust smitaðar en aðeins þrjá mánuði uns sú tala var komin upp í 100 milljónir. Ef litið er nánar til Bandaríkjanna þá hefur fjórðungur allra greindra kórónuveirusmita á heimsvísu greinst þar í landi. Bandaríska þjóðin telur um 330 milljónir eða um fjögur prósent mannkyns. Hvergi í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna í Bandaríkjunum, alls meira en 25 milljónir, og hvergi hafa fleiri látist vegna Covid-19 eða tæplega 425 þúsund manns. Það eru tvisvar sinnum fleiri dauðsföll en í Brasilíu sem er það land þar sem næstflestir hafa látist úr Covid-19. Staðan er einnig slæm í Evrópu. Eins og staðan er nú greinist að meðaltali ein milljón nýsmitaðra yfir fjögurra daga tímabil og nærri þrjátíu milljónir hafa látið lífið. Bretland varð í gær fimmta ríki heims, og fyrsta Evrópuríkið, þar sem meira en hundrað þúsund hafa látist vegna Covid-19. Áður höfðu yfir hundrað þúsund látist í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi og Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira