Segir koma á óvart hve margir finni fyrir eftirköstum svo löngu eftir veikindin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 27. janúar 2021 21:31 Hilma Hólm, læknir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Stöð 2 Fjórðungur þeirra sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi finnur enn nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindin. Í september hóf Íslensk erfðagreining rannsókn á öllum þeim Íslendingum sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju faraldursins. Fyrirtækið vonar að sú rannsókn geti hjálpað til við að varpa ljósi á hvort áhrif Covid sýkingarinnar eru frábrugðin áhrifum annarra veirusýkinga. Rannsóknin hófst í september og hafa um 800 Íslendingar verið kallaðir inn. Mat á niðurstöðum stendur enn yfir en yfir en ætla má af þeim að 25 prósent sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju séu með nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindin. Tólf prósent eru við lélega eða mjög lélega heilsu. Hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru 240 skráðir með eftirköst Covid. Fjórðungur þeirra sem veiktist af Covid í fyrstu bylgju faraldursins finnur enn fyrir einkennum veikindanna.Vísir „Þetta er í fyrsta skiptið sem við rannsökum á svona stórum skala áhrif eins veirusjúkdóms, í raun og veru. Þetta er í raun rannsóknarspurningin: er þetta öðruvísi en önnur langtímaáhrif annarra sýkinga eða ekki?“ segir Hilma Hólm, læknir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Um einstakt tækifæri sé að ræða til að rannsaka þetta ástand. „Það sem við vitum ekki er hvort það sé eitt sem gengur fyrir allar veirur en það eru þessi veikindi sem koma í kjölfar sýkinga, sem hefur líka verið tengt við veikindi sem koma í kjölfar ýmissa annarra áfalla. Ég held að það sé mikill möguleiki á að við finnum þarna eitthvað nýtt sem hefur ekki fundist áður,“ segir Hilma. 240 einstaklingar eeru skráðir með eftirköst Covid hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Fyrirtækið kortleggur einkenni og kannar heilsufar þátttakenda, sem og lyktar- og bragðskyn, heyrn og fleira. „Það er líka mjög mikilvægt að reyna að átta sig á því hvort við getum spáð fyrir um hverjir fá þessi langtímaeinkenni. Hvort það tengist alvarleika sjúkdómsins, sem það virðist ekki endilega gera, eða þau einkenni sem fólk fékk í upphafi. Þetta eru þær spurningar sem við erum að leitast við að svara,“ segir Hilma. Hún segir það koma á óvart hversu margir finni enn fyrir einkennum svona mörgum mánuðum eftir að smit kom fyrst upp. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00 100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Í september hóf Íslensk erfðagreining rannsókn á öllum þeim Íslendingum sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju faraldursins. Fyrirtækið vonar að sú rannsókn geti hjálpað til við að varpa ljósi á hvort áhrif Covid sýkingarinnar eru frábrugðin áhrifum annarra veirusýkinga. Rannsóknin hófst í september og hafa um 800 Íslendingar verið kallaðir inn. Mat á niðurstöðum stendur enn yfir en yfir en ætla má af þeim að 25 prósent sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju séu með nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindin. Tólf prósent eru við lélega eða mjög lélega heilsu. Hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru 240 skráðir með eftirköst Covid. Fjórðungur þeirra sem veiktist af Covid í fyrstu bylgju faraldursins finnur enn fyrir einkennum veikindanna.Vísir „Þetta er í fyrsta skiptið sem við rannsökum á svona stórum skala áhrif eins veirusjúkdóms, í raun og veru. Þetta er í raun rannsóknarspurningin: er þetta öðruvísi en önnur langtímaáhrif annarra sýkinga eða ekki?“ segir Hilma Hólm, læknir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Um einstakt tækifæri sé að ræða til að rannsaka þetta ástand. „Það sem við vitum ekki er hvort það sé eitt sem gengur fyrir allar veirur en það eru þessi veikindi sem koma í kjölfar sýkinga, sem hefur líka verið tengt við veikindi sem koma í kjölfar ýmissa annarra áfalla. Ég held að það sé mikill möguleiki á að við finnum þarna eitthvað nýtt sem hefur ekki fundist áður,“ segir Hilma. 240 einstaklingar eeru skráðir með eftirköst Covid hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Fyrirtækið kortleggur einkenni og kannar heilsufar þátttakenda, sem og lyktar- og bragðskyn, heyrn og fleira. „Það er líka mjög mikilvægt að reyna að átta sig á því hvort við getum spáð fyrir um hverjir fá þessi langtímaeinkenni. Hvort það tengist alvarleika sjúkdómsins, sem það virðist ekki endilega gera, eða þau einkenni sem fólk fékk í upphafi. Þetta eru þær spurningar sem við erum að leitast við að svara,“ segir Hilma. Hún segir það koma á óvart hversu margir finni enn fyrir einkennum svona mörgum mánuðum eftir að smit kom fyrst upp.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00 100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00
100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07