Berst við heilaþoku og ofurþreytu eftir alvarlega Covid-sýkingu í vor Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2021 21:00 Kristinn Bjarnason, 66 ára smiður, er að ljúka endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19. Vísir/Arnar Einn þeirra sem er til meðferðar á Reykjalundi vegna eftirkasta Covid var meðvitundarlaus á Landspítalanum í þrjár vikur síðastliðið vor. Hann þjáist af síþreytu og hefur örmagnast við minnsta álag. Heilaþokan leikur hann grátt, kaffibragðið er ekki eins og áður - en hann er byrjaður að borða grænmeti eftir að bragðskynið breyttist. Kristinn Bjarnason er 66 ára gamall smiður sem smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann var í margar vikur á gjörgæsludeild Landspítalans vegna veikindanna. Þegar hann komst á fætur reyndi hann að ná þrekinu til baka. „Og var búinn að ná töluverðu upp aftur af þreki en þá fékk ég blæðingar úr nefinu sem tók fjóra sólarhringa að stoppa,“ segir Kristinn. Allt í einu ekki hægt að halda augunum opnum Með stuðningi frá vinnuveitanda og stéttarfélagi gat hann minnkað við sig vinnu. Hann á nú eina viku eftir af meðferð á Reykjalundi. „Og það er eitt í þessu, það er ofurþreyta sem kemur alltaf yfir mann öðru hvoru. Þá er maður nývaknaður og búinn að sofa vel og svoleiðis en svo allt í einu getur maður varla haldið augunum opnum,“ segir Kristinn. Heilaþokan hefur gert honum lífið leitt. „Ég hef lagt mig fram við það að muna nöfn á fólki en þá er eins og nafnið hverfi. Ég veit alveg hver manneskjan er og allt í kringum hana, og get nafngreint kannski börnin hennar og allt, en akkúrat á þessum tímapunkti man ég ekki nafnið. En svo kemur það kannski eftir klukkutíma,“ segir Kristinn. „Og eins í vinnunni. Ég er kannski að gera eitthvað og veit alveg hvað ég er að gera en ef ég ætti að útskýra það fyrir einhverjum öðrum þá er það stundum svolítið erfitt.“ Eins og einhver hefði ælt í koddann Hann finnur ólykt sem aðrir ekki finna og bragðskynið breytt. „Þegar ég vaknaði á spítalanum þá fannst mér svo vond lykt úr koddanum. Það var bara eins og einhver hefði ælt, eða súr mjólk eða svoleiðis. Og svo var skipt um koddann og það breyttist ekkert. En þetta er yfirleitt mjög vond lykt. Sumt finnst mér ekki gott í dag sem mér fannst gott áður, og svo öfugt.“ Geturðu nefnt dæmi um það? „Ég hef alltaf verið mikill kjötmaður og borðaði ekkert grænmeti. En nú er ég farinn að borða meira grænmeti og finnst það ekkert vont.“ Hann segir einu leiðina að fara ekki fram úr sér við að ná fyrri styrk. „Ekki kannski að taka því rólega en fara ekki fram úr sér. Um leið og þú ert orðinn þreyttur að slaka á en um að gera að reyna að hreyfa sig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Kristinn Bjarnason er 66 ára gamall smiður sem smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann var í margar vikur á gjörgæsludeild Landspítalans vegna veikindanna. Þegar hann komst á fætur reyndi hann að ná þrekinu til baka. „Og var búinn að ná töluverðu upp aftur af þreki en þá fékk ég blæðingar úr nefinu sem tók fjóra sólarhringa að stoppa,“ segir Kristinn. Allt í einu ekki hægt að halda augunum opnum Með stuðningi frá vinnuveitanda og stéttarfélagi gat hann minnkað við sig vinnu. Hann á nú eina viku eftir af meðferð á Reykjalundi. „Og það er eitt í þessu, það er ofurþreyta sem kemur alltaf yfir mann öðru hvoru. Þá er maður nývaknaður og búinn að sofa vel og svoleiðis en svo allt í einu getur maður varla haldið augunum opnum,“ segir Kristinn. Heilaþokan hefur gert honum lífið leitt. „Ég hef lagt mig fram við það að muna nöfn á fólki en þá er eins og nafnið hverfi. Ég veit alveg hver manneskjan er og allt í kringum hana, og get nafngreint kannski börnin hennar og allt, en akkúrat á þessum tímapunkti man ég ekki nafnið. En svo kemur það kannski eftir klukkutíma,“ segir Kristinn. „Og eins í vinnunni. Ég er kannski að gera eitthvað og veit alveg hvað ég er að gera en ef ég ætti að útskýra það fyrir einhverjum öðrum þá er það stundum svolítið erfitt.“ Eins og einhver hefði ælt í koddann Hann finnur ólykt sem aðrir ekki finna og bragðskynið breytt. „Þegar ég vaknaði á spítalanum þá fannst mér svo vond lykt úr koddanum. Það var bara eins og einhver hefði ælt, eða súr mjólk eða svoleiðis. Og svo var skipt um koddann og það breyttist ekkert. En þetta er yfirleitt mjög vond lykt. Sumt finnst mér ekki gott í dag sem mér fannst gott áður, og svo öfugt.“ Geturðu nefnt dæmi um það? „Ég hef alltaf verið mikill kjötmaður og borðaði ekkert grænmeti. En nú er ég farinn að borða meira grænmeti og finnst það ekkert vont.“ Hann segir einu leiðina að fara ekki fram úr sér við að ná fyrri styrk. „Ekki kannski að taka því rólega en fara ekki fram úr sér. Um leið og þú ert orðinn þreyttur að slaka á en um að gera að reyna að hreyfa sig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira