Enski boltinn

Draumadagur Jóhanns Berg: Varð pabbi um morguninn og fagnaði sigri um kvöldið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson átti góðan dag í gær.
Jóhann Berg Guðmundsson átti góðan dag í gær. getty/Julian Finney

Jóhann Berg Guðmundsson gleymir gærdeginum, 27. janúar, eflaust ekki í bráð.

Um morguninn kom sonur hans í heiminn og um kvöldið vann Burnley 3-2 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

„Sonur minn fæddist um morguninn og við fengum þrjú stig um kvöldið. Þvílíkur dagur,“ skrifaði Jóhann Berg á Instagram í gær.

Jóhann Berg og unnusta hans, Hólmfríður Björnsdóttir, áttu fyrir eina dóttur, Írisi, sem fæddist 2016.

Jóhann Berg byrjaði á bekknum hjá Burnley gegn Villa en kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik. Þá var staðan 1-1.

Ollie Watkins kom Villa yfir, 1-2, á 68. mínútu en Burnley skoraði svo tvö mörk með þriggja mínútna millibili og tryggði sér sigurinn.

Burnley hefur unnið tvo leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og er komið upp í 15. sæti hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×