Oftar greint frá hósta, hálssærindum og þreytu í tengslum við B117 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2021 10:46 Fólk bíður bólusetningar í dómkirkjunni í Salisbury. Afbrigðið B117, sem er mun meira smitandi en gamla afbrigðið, er nú orðið ráðandi í Englandi. epa/Neil Hall Hósti, hálssærindi og þreyta virðast tíðari meðal þeirra sem smitast af breska afbrigðinu af Covid-19, ef marka má könnun bresku þjóðskrárinnar. Vísindamenn eru þó ekki á einu máli um hvort niðurstöðurnar fást staðist. Könnun Office for National Statistics (ONS) leiddi í ljós að þeir sem höfðu smitast af nýja afbrigðinu, sem hefur verið kallað B117, sögðust hafa fundið til fleiri einkenna en þeir sem smituðust af gamla afbrigðinu. Þegar svörin voru borin saman sögðust 35 prósent þeirra sem smitast höfðu af B117 hafa fengið hósta, samanborið við 27 prósent þeirra sem höfðu smitast af gamla afbrigðinu. Þá sögðust fleiri hafa þjáðst af hálssærindum, þreytu og vöðvaverkjum. Færri höfðu hins vegar upplifað breytingar á lyktar- og bragðskyni. Sérfræðingar ósammála um gildi niðurstaðanna Ráðgjafanefnd bresku ríkisstjórnarinnar sagði í síðustu viku að nýja afbrigði leiddi eftir til vill til 30 til 40 prósent fleiri dauðsfalla en sumir sérfræðingar segja of snemmt að segja til um hvort það sé raunverulega hættulegra en gamla afbrigðið. Ef rétt reynist kann þetta að tengjast stökkbreytingu sem kölluð er N501Y, sem auðveldar vírusnum að smita frumur og gerir það að verkum að B117 er 50 til 70 prósent meira smitandi. Guardian hefur eftir Lawrence Young, prófessor við University of Warwick, að það sé mögulegt að þar sem B117 sé meira smitandi sé veirumagnið í líkamanum meira, sem aftur gæti haft áhrif á það hvaða einkenni koma fram. Ian Jones, prófessor við Reading University, dregur hins vegar í efa að niðurstöðurnar séu marktækar. „Vírusinn smitar sömu frumur með sömu afleiðingum,“ segir hann. Vísindalega séð fái hann niðurstöður könnunarinnar ekki til að ganga upp. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Könnun Office for National Statistics (ONS) leiddi í ljós að þeir sem höfðu smitast af nýja afbrigðinu, sem hefur verið kallað B117, sögðust hafa fundið til fleiri einkenna en þeir sem smituðust af gamla afbrigðinu. Þegar svörin voru borin saman sögðust 35 prósent þeirra sem smitast höfðu af B117 hafa fengið hósta, samanborið við 27 prósent þeirra sem höfðu smitast af gamla afbrigðinu. Þá sögðust fleiri hafa þjáðst af hálssærindum, þreytu og vöðvaverkjum. Færri höfðu hins vegar upplifað breytingar á lyktar- og bragðskyni. Sérfræðingar ósammála um gildi niðurstaðanna Ráðgjafanefnd bresku ríkisstjórnarinnar sagði í síðustu viku að nýja afbrigði leiddi eftir til vill til 30 til 40 prósent fleiri dauðsfalla en sumir sérfræðingar segja of snemmt að segja til um hvort það sé raunverulega hættulegra en gamla afbrigðið. Ef rétt reynist kann þetta að tengjast stökkbreytingu sem kölluð er N501Y, sem auðveldar vírusnum að smita frumur og gerir það að verkum að B117 er 50 til 70 prósent meira smitandi. Guardian hefur eftir Lawrence Young, prófessor við University of Warwick, að það sé mögulegt að þar sem B117 sé meira smitandi sé veirumagnið í líkamanum meira, sem aftur gæti haft áhrif á það hvaða einkenni koma fram. Ian Jones, prófessor við Reading University, dregur hins vegar í efa að niðurstöðurnar séu marktækar. „Vírusinn smitar sömu frumur með sömu afleiðingum,“ segir hann. Vísindalega séð fái hann niðurstöður könnunarinnar ekki til að ganga upp.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira