Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2021 15:55 Alexei Navalní fylgdist með úr fangelsinu sem honum er haldið í. AP/Alexander Zemlianichenko Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. Úrskurður áfrýjunardómstólsins felur í sér að Navalní verður áfram í fangelsi þar til í næstu viku þegar réttað verður yfir honum aftur vegna ásakana um að hann hafi brotið gegn gömlum skilorðsdómi sínum. Verði hann fundinn sekur þar gæti hann verið sendur til fanganýlendu í Síberíu í allt að þrjú og hálft ár. Navalní, sem hefur verið fyrirferðarmikill í stjórnarandstöðu Rússlands undanfarin ár, var handtekinn við komuna til landsins frá Þýskalandi í síðustu viku og dæmdur í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Rannsaka einnig meintan fjárdrátt Navalnís Yfirvöld í Rússlandi opnuðu einnig í síðasta mánuði rannsókn gegn Navalní sem snýr að ásökunum um að hann hafi dregið sér fé úr andspillingarsamtökum sínum. Hámarksrefsing í því máli eru tíu ár í fangelsi, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var fluttur í dái til Þýskalands síðasta sumar eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Dómstólinn komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómsmálið gegn Navalní væri ólögmætt og gerræðislegt. Bróðir og bandamenn handteknir Guardian segir að bróðir Navalnís, lögmaður hans og nokkrir af öðrum bandamönnum hans og aðstoðarmönnum hafi verið handteknir í gær og ákærðir vegna mótmælanna á þeim grundvelli að þau hafi brotið gegn sóttvarnarreglum. Hámarksrefsing fyrir þessi meintu brot þeirra eru þrjú ár í fangelsi. Olex Navalní hefur áður verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna sama máls og Navalní frá 2014 en þann dóm gegn bróður sínum kallaði Navalní á sínum tíma „gíslatöku“ Sjá einnig: Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Navalní fékk að fylgjast með því þegar niðurstaða áfrýjunardómstólsins var kveðin upp í dag í gegnum netið. Hann sagðist ekki hafa átt von á því að verða sleppt úr haldi. Það virtist þó koma honum mjög á óvart þegar hann komst að því að bróðir sinn og aðrir hefðu verið handteknir. Lýsti hann handtökunum og málinu gegn sér sem lögleysu. Í stuttu ávarpi í dag lofaði Navalní þá sem tóku þátt í mótmælunum um síðustu helgi og sagði þá aðila síðustu varnarlínuna gegn spillingu í Rússlandi. Þá hvatti hann fólk til að horfa á myndband sem andspillingarsamtök hans birtu skömmu eftir að hann var handtekinn. Navalny s fiery final words before judge leaves for deliberation. Calls people who come out to protests true patriots of Russia and the barrier holding Russia from slipping into complete degradation. pic.twitter.com/8NQ28K2Ww5— Mary Ilyushina (@maryilyushina) January 28, 2021 Í því myndbandi sakar hann Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og bandamenn hans um umfangsmikla spillingu og þjófnað. Hann segir sömuleiðis að Pútín hafi látið byggja höll fyrir sig við strendur Svartahafs en því neitar Pútín. Myndbandið hefur fengið mikla athygli og nálgast hundrað milljón áhorf á Youtube. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Úrskurður áfrýjunardómstólsins felur í sér að Navalní verður áfram í fangelsi þar til í næstu viku þegar réttað verður yfir honum aftur vegna ásakana um að hann hafi brotið gegn gömlum skilorðsdómi sínum. Verði hann fundinn sekur þar gæti hann verið sendur til fanganýlendu í Síberíu í allt að þrjú og hálft ár. Navalní, sem hefur verið fyrirferðarmikill í stjórnarandstöðu Rússlands undanfarin ár, var handtekinn við komuna til landsins frá Þýskalandi í síðustu viku og dæmdur í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Rannsaka einnig meintan fjárdrátt Navalnís Yfirvöld í Rússlandi opnuðu einnig í síðasta mánuði rannsókn gegn Navalní sem snýr að ásökunum um að hann hafi dregið sér fé úr andspillingarsamtökum sínum. Hámarksrefsing í því máli eru tíu ár í fangelsi, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var fluttur í dái til Þýskalands síðasta sumar eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Dómstólinn komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómsmálið gegn Navalní væri ólögmætt og gerræðislegt. Bróðir og bandamenn handteknir Guardian segir að bróðir Navalnís, lögmaður hans og nokkrir af öðrum bandamönnum hans og aðstoðarmönnum hafi verið handteknir í gær og ákærðir vegna mótmælanna á þeim grundvelli að þau hafi brotið gegn sóttvarnarreglum. Hámarksrefsing fyrir þessi meintu brot þeirra eru þrjú ár í fangelsi. Olex Navalní hefur áður verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna sama máls og Navalní frá 2014 en þann dóm gegn bróður sínum kallaði Navalní á sínum tíma „gíslatöku“ Sjá einnig: Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Navalní fékk að fylgjast með því þegar niðurstaða áfrýjunardómstólsins var kveðin upp í dag í gegnum netið. Hann sagðist ekki hafa átt von á því að verða sleppt úr haldi. Það virtist þó koma honum mjög á óvart þegar hann komst að því að bróðir sinn og aðrir hefðu verið handteknir. Lýsti hann handtökunum og málinu gegn sér sem lögleysu. Í stuttu ávarpi í dag lofaði Navalní þá sem tóku þátt í mótmælunum um síðustu helgi og sagði þá aðila síðustu varnarlínuna gegn spillingu í Rússlandi. Þá hvatti hann fólk til að horfa á myndband sem andspillingarsamtök hans birtu skömmu eftir að hann var handtekinn. Navalny s fiery final words before judge leaves for deliberation. Calls people who come out to protests true patriots of Russia and the barrier holding Russia from slipping into complete degradation. pic.twitter.com/8NQ28K2Ww5— Mary Ilyushina (@maryilyushina) January 28, 2021 Í því myndbandi sakar hann Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og bandamenn hans um umfangsmikla spillingu og þjófnað. Hann segir sömuleiðis að Pútín hafi látið byggja höll fyrir sig við strendur Svartahafs en því neitar Pútín. Myndbandið hefur fengið mikla athygli og nálgast hundrað milljón áhorf á Youtube.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira