Enski boltinn

VAR búið að taka fleiri mörk af Liverpool í vetur en af nokkru liði allt síðasta tímabil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mark var dæmt af Liverpool í upphafi seinni hálfleiks gegn Tottenham.
Mark var dæmt af Liverpool í upphafi seinni hálfleiks gegn Tottenham. getty/Tottenham Hotspur FC

Markið sem var dæmt af Mohamed Salah í leik Tottenham og Liverpool í gær er sjötta markið sem VAR tekur af Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Tvö mörk voru dæmd af með hjálp myndbandsdómgæslu í leiknum í gær. Mark Sons Heung-min fyrir Tottenham í upphafi leiks var dæmt af vegna rangstöðu og á 56. mínútu var mark dæmt af Salah vegna hendi á Roberto Firmino.

Þetta er sjötta markið sem VAR dæmir af Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Það eru fleiri mörk en dæmd voru af nokkru liði allt síðasta tímabil.

Þrjú mörk voru dæmd af Liverpool með hjálp myndbandsdómgæslu á síðasta tímabili. Engin lið urðu hins vegar verr fyrir barðinu á VAR en Bournemouth, Sheffield United og West Ham en fimm mörk voru dæmd af hverju þeirra.

Það sem af er þessu tímabili eru Liverpool og West Brom þau lið sem hafa tapað mest á VAR (-5) en Sheffield United og Everton hafa grætt mest á því (+3).

Níu mínútum eftir að markið var dæmt af Salah í gær skoraði Sadio Mané og kom Liverpool í 1-3.

Þetta var fyrsti sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2021. Liðið er í 4. sæti hennar.


Tengdar fréttir

Matip líklega alvarlega meiddur

Eftir sigurinn á Tottenham í gær sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, að varnarmaðurinn Joël Matip væri alvarlega meiddur.

„Við áttum þetta skilið“

Trent Alexander-Arnold skoraði og lagði upp er Englandsmeistarar Liverpool unnu sinn fyrsta leik á árinu í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið heimsótti Tottenham Hotspur. Hann segir Liverpool hafa átt 3-1 sigurinn skilið.

Loks vann Liverpool leik

Liverpool vann Tottenham Hotspur 3-1 á útivelli í kvöld er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni. Var þetta fyrsti sigur Liverpool síðan liðið vann Crystal Palace 7-0 á útivelli þann 19. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×