Útihlaupið veldur Kristófer enn vandræðum Sindri Sverrisson skrifar 29. janúar 2021 13:00 Kristófer Acox er algjör máttarstólpi í liði Vals, með flest stig og flest fráköst að meðaltali í leik. vísir/vilhelm Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta, hefur ekki jafnað sig til fulls af kálfameiðslum sem hann hlaut í útihlaupi þegar æfingar innanhúss voru bannaðar fyrr í vetur. Kristófer missti af landsleikjum í nóvember eftir að hafa meiðst í kálfa. Meiðslin hafa áfram truflað hann í fyrstu leikjum Vals á þessu ári, eftir hléið langa sem var í Dominos-deildinni vegna samkomutakmarkana af völdum kórónuveirufaraldursins. @krisacox spilar ekki með A-landsliðinu í lok mánaðarins vegna meiðsla.Tognaði aftan í læri við útihlaup á frjálsíþróttavelli. Drengurinn er alinn upp á parketi, en er meinaður aðgangur að slíkum lífsgæðum#korfubolti #ÍSÍ— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 17, 2020 Kristófer varð til að mynda að hætta leik í 3. leikhluta í 88-81 sigrinum gegn Hetti í gærkvöld. Í stuttu spjalli við Vísi eftir leik kvaðst hann þurfa tíma svo að kálfinn jafnaði sig betur, en þann tíma væri erfitt að finna enda spilað þétt þessar vikurnar. Valur mætir Þór á Akureyri á sunnudaginn og spilar svo þrjá leiki í febrúar þar til að landsleikjahléið kemur 13. febrúar. „Kristófer meiddist í útihlaupi í „COVID-tíðinni“ í nóvember. Við erum í vandkvæðum með hann. Ef hann stífnar upp í kálfanum þá getur það haft slæmar afleiðingar,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Þrátt fyrir að hafa ekki jafnað sig til fulls af meiðslunum er Kristófer atkvæðamestur Valsmanna það sem af er leiktíð með 18,2 stig og 9,3 fráköst að meðaltali í leik. Með sterkara lið eftir landsleikjahléið Valsmenn hafa hins vegar verið alveg án landsliðsmannsins Frank Booker vegna meiðsla og þá hefur leit að bandarískum leikmanni ekki skilað árangri enn. „Booker verður ekki klár fyrr en eftir landsleikjahléið. Við munum bæta við okkur bandarískum leikmanni en ég vil ekki spá mikið í því. Við erum með þetta lið núna og það býr mikið meira í þessu liði en við höfum náð að sýna,“ sagði Finnur. En er ljóst hvenær Valur fær sinn bandaríska leikmann? „Ég stórefast um að hann verði kominn áður en þetta hraðmót klárast en við sjáum til,“ sagði Finnur, svo búast má við að Valur spili áfram næstu fjóra leiki án bandarísks leikmanns. Hlé verður á Dominos-deildinni, vegna landsleikja, frá 13.-27. febrúar. Dominos-deild karla Valur Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Kristófer missti af landsleikjum í nóvember eftir að hafa meiðst í kálfa. Meiðslin hafa áfram truflað hann í fyrstu leikjum Vals á þessu ári, eftir hléið langa sem var í Dominos-deildinni vegna samkomutakmarkana af völdum kórónuveirufaraldursins. @krisacox spilar ekki með A-landsliðinu í lok mánaðarins vegna meiðsla.Tognaði aftan í læri við útihlaup á frjálsíþróttavelli. Drengurinn er alinn upp á parketi, en er meinaður aðgangur að slíkum lífsgæðum#korfubolti #ÍSÍ— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 17, 2020 Kristófer varð til að mynda að hætta leik í 3. leikhluta í 88-81 sigrinum gegn Hetti í gærkvöld. Í stuttu spjalli við Vísi eftir leik kvaðst hann þurfa tíma svo að kálfinn jafnaði sig betur, en þann tíma væri erfitt að finna enda spilað þétt þessar vikurnar. Valur mætir Þór á Akureyri á sunnudaginn og spilar svo þrjá leiki í febrúar þar til að landsleikjahléið kemur 13. febrúar. „Kristófer meiddist í útihlaupi í „COVID-tíðinni“ í nóvember. Við erum í vandkvæðum með hann. Ef hann stífnar upp í kálfanum þá getur það haft slæmar afleiðingar,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Þrátt fyrir að hafa ekki jafnað sig til fulls af meiðslunum er Kristófer atkvæðamestur Valsmanna það sem af er leiktíð með 18,2 stig og 9,3 fráköst að meðaltali í leik. Með sterkara lið eftir landsleikjahléið Valsmenn hafa hins vegar verið alveg án landsliðsmannsins Frank Booker vegna meiðsla og þá hefur leit að bandarískum leikmanni ekki skilað árangri enn. „Booker verður ekki klár fyrr en eftir landsleikjahléið. Við munum bæta við okkur bandarískum leikmanni en ég vil ekki spá mikið í því. Við erum með þetta lið núna og það býr mikið meira í þessu liði en við höfum náð að sýna,“ sagði Finnur. En er ljóst hvenær Valur fær sinn bandaríska leikmann? „Ég stórefast um að hann verði kominn áður en þetta hraðmót klárast en við sjáum til,“ sagði Finnur, svo búast má við að Valur spili áfram næstu fjóra leiki án bandarísks leikmanns. Hlé verður á Dominos-deildinni, vegna landsleikja, frá 13.-27. febrúar.
Dominos-deild karla Valur Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn