PartyZone birtir árslistann fyrir 2020 Tinni Sveinsson skrifar 29. janúar 2021 13:20 Kanadíska tónlistarkonan Jayda G. Það er árlegur viðburður að umsjónarmenn danstónlistarþáttarins PartyZone hói í fjöldan allan af plötusnúðum og taki saman árslista yfir það sem stóð upp úr í danstónlist á árinu. Margir bíða eftir þessum árlega lista frá PartyZone og er þátturinn einn sá vinsælasti hvert ár hjá danstónlistarunnendum. Enda eru plötusnúðarnir með puttann á púlsinum og benda oftar en ekki á miklar gersemar. 31 árslistaþátturinn Þetta er í 31. sinn sem PartyZone kynnir árslista með þessu sniði. Fyrsti árslistaþátturinn var á dagskrá framhaldsskólaútvarpsstöðvarinnar Útrásar í janúar 1991. Síðan þá hefur hann verið á dagskrá í janúar ár hvert, oftast á X977 og Rás 2. Síðan um mitt ár í fyrra er þátturinn hættur í línulegri útvarpsdagskrá og er þess í stað er hann nú settur loftið hér á Vísi og Mixcloud rás þáttarins. Íslenskir plötusnúðar búsettir víða um land og erlendis hafa sent þeim Helga Má, Símoni FKNHDSM og Kristjáni Helga, umsjónarmönnum PartyZone, listana síðustu vikur. Þeir hafa legið yfir þeim og sett saman í einn árslista sem er opinberaður hér fyrir neðan. Í þættinum er búið að finna til öll bestu lög ársins 2020 í danstónlist. Þau eru kynnt og svo mixuð að hætti hússins. „Listinn ber þess svolítið merki að það voru ekki mörg móment sem plötusnúðarnir náðu með dansgólf fyrir framan sig á árinu. Það er smá dans-heima-í-stofu-keimur af þessu,“ segir Helgi Már. „Þarna er hellingur af góðri tónlist úr öllum áttum og öllum stefnum. Það var eftirtektarvert hversu margar frábærar breiðskífur komu út í danstónlistinni á árinu sem leið.“ Lagið sem trónir á toppnum er með kanadísku söngkonunni Jayda G og heitir Both of Us. Klúbbahittari af gamla skólanum. Hægt er að sjá myndbandið við lagið hér fyrir neðan og neðar í fréttinni er síðan hægt að renna yfir lista af sextíu efstu lögum ársins og stigunum sem þau fengu frá plötusnúðunum. „Það er svolítið skrítið að vera ekki í beinni, en þetta gaf okkur líka frelsi að láta tónlistina bara njóta sín og vera ekki í tímapressu að koma þessu frá okkur. Í næsta þætti verðum við sömuleiðis með smá árslista eftirköst þegar við fáum nokkra plötusnúða til að rýna aðeins í sína árslista. Eftir þann þátt getum við svo startað partýárinu mikla 2021 með stæl,“ segir Helgi. PartyZone Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Margir bíða eftir þessum árlega lista frá PartyZone og er þátturinn einn sá vinsælasti hvert ár hjá danstónlistarunnendum. Enda eru plötusnúðarnir með puttann á púlsinum og benda oftar en ekki á miklar gersemar. 31 árslistaþátturinn Þetta er í 31. sinn sem PartyZone kynnir árslista með þessu sniði. Fyrsti árslistaþátturinn var á dagskrá framhaldsskólaútvarpsstöðvarinnar Útrásar í janúar 1991. Síðan þá hefur hann verið á dagskrá í janúar ár hvert, oftast á X977 og Rás 2. Síðan um mitt ár í fyrra er þátturinn hættur í línulegri útvarpsdagskrá og er þess í stað er hann nú settur loftið hér á Vísi og Mixcloud rás þáttarins. Íslenskir plötusnúðar búsettir víða um land og erlendis hafa sent þeim Helga Má, Símoni FKNHDSM og Kristjáni Helga, umsjónarmönnum PartyZone, listana síðustu vikur. Þeir hafa legið yfir þeim og sett saman í einn árslista sem er opinberaður hér fyrir neðan. Í þættinum er búið að finna til öll bestu lög ársins 2020 í danstónlist. Þau eru kynnt og svo mixuð að hætti hússins. „Listinn ber þess svolítið merki að það voru ekki mörg móment sem plötusnúðarnir náðu með dansgólf fyrir framan sig á árinu. Það er smá dans-heima-í-stofu-keimur af þessu,“ segir Helgi Már. „Þarna er hellingur af góðri tónlist úr öllum áttum og öllum stefnum. Það var eftirtektarvert hversu margar frábærar breiðskífur komu út í danstónlistinni á árinu sem leið.“ Lagið sem trónir á toppnum er með kanadísku söngkonunni Jayda G og heitir Both of Us. Klúbbahittari af gamla skólanum. Hægt er að sjá myndbandið við lagið hér fyrir neðan og neðar í fréttinni er síðan hægt að renna yfir lista af sextíu efstu lögum ársins og stigunum sem þau fengu frá plötusnúðunum. „Það er svolítið skrítið að vera ekki í beinni, en þetta gaf okkur líka frelsi að láta tónlistina bara njóta sín og vera ekki í tímapressu að koma þessu frá okkur. Í næsta þætti verðum við sömuleiðis með smá árslista eftirköst þegar við fáum nokkra plötusnúða til að rýna aðeins í sína árslista. Eftir þann þátt getum við svo startað partýárinu mikla 2021 með stæl,“ segir Helgi.
PartyZone Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira