Eydís Evensen fyrsti listamaður Sony merkisins XXIM Records og gefur út lag og myndband Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. janúar 2021 13:31 Eydís Helena Evensen er einstaklega efnilegt tónskáld en hún hefur spilað á píanó frá því í barnæsku. Saga Sig Tónskáldið Eydís Helena Evensen gaf út lagið Brotin á miðnætti og samhliða því sendi hún frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Smáskífan Brotin er fyrsta útgefna efnið frá nýstofnuðu útgáfufyrirtæki undir tónlistarrisanum Sony, sem kallast XXIM Records. Í alþjóðlegri fréttatilkynningu sem Sony sendi frá sér í dag, er haft eftir Alexander Buhr að Eydís Evensen sé einstaklega efnilegur listamaður. „Við erum svo spennt að kynna heiminn fyrir henni og að Brotin setji tóninn fyrir nýju útgáfuna okkar.“ Eydís segir nánar frá þessu ævintýri í helgarviðtali Vísis og birtist það klukkan sjö í fyrramálið hér á Lífinu. Spennt og þakklát Píanóleikarinn og tónskáldið Eydís er nú orðin andlit alþjóðlegrar herferðar útgáfufyrirtækisins sem sett var af stað í dag. Lagið Brotin er píanóverk eftir Eydísi sjálfa og skapaði hún einnig myndbandið við lagið ásamt ljósmyndaranum Önnu Maggý. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Eydísar, sem nefnist Bylur. Platan var tekin upp með Valgeiri Sigurðssyni í Greenhouse Studios í Reykjavík. Eydís er frá Blönduósi en hefur búið erlendis síðustu ár og flutti aftur heim til Íslands á síðasta ári. Hún fékk að vita þessar gleðifréttir frá Sony í ágúst á síðasta ári en hefur þurft að halda því leyndu síðustu mánuði, meira að segja frá sínum nánustu. „Ég er ótrúlega spennt og þakklát fyrir tækifærið til að gefa út mína fyrstu plötu hjá útgáfunni og fyrir að vinna með svona frábæru alþjóðlegu teymi,“ segir Eydís um samninginn. Myndbandið við Brotin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ískalt í glerkassa í íslenska frostinu Eydís og Anna Maggý vildu með myndbandinu sýna tilfinningar verksins á sjónrænan hátt. Einangrunin, yfirþyrmandi tilfinningar og það að vera brotin er táknað með glerkassa sem fyllist af reyk í myndbandinu. „Það var óraunverulegt að taka upp þetta myndband á kaldasta, dimmasta og erfiðasta tíma íslenska vetrarins,“ er haft eftir Önnu Maggý í tilkynningu Sony. Upptökur á myndbandinu við Brotin fóru fram víða á Suðurlandi en nánar má lesa um myndbandið í helgarviðtalinu við Eydísi sem birtist hér á Vísi í fyrramálið. Í fréttatilkynningu Sony kemur fram að lagið Brotin gefi smá innsýn í tónlistarheim Eydísar og sýni hennar hæfileika og persónuleika vel. Lagið sýnir viðkvæmni og er einstaklega tilfinningaríkt. Nick Knowles umboðsmaður Eydísar segist spenntur fyrir því að hefja þetta ferðalag með magnaða teyminu hjá XXIM Records og Sony til þess að dreifa tónlist Eydísar um allan heim. Tónlist Sony Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í alþjóðlegri fréttatilkynningu sem Sony sendi frá sér í dag, er haft eftir Alexander Buhr að Eydís Evensen sé einstaklega efnilegur listamaður. „Við erum svo spennt að kynna heiminn fyrir henni og að Brotin setji tóninn fyrir nýju útgáfuna okkar.“ Eydís segir nánar frá þessu ævintýri í helgarviðtali Vísis og birtist það klukkan sjö í fyrramálið hér á Lífinu. Spennt og þakklát Píanóleikarinn og tónskáldið Eydís er nú orðin andlit alþjóðlegrar herferðar útgáfufyrirtækisins sem sett var af stað í dag. Lagið Brotin er píanóverk eftir Eydísi sjálfa og skapaði hún einnig myndbandið við lagið ásamt ljósmyndaranum Önnu Maggý. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Eydísar, sem nefnist Bylur. Platan var tekin upp með Valgeiri Sigurðssyni í Greenhouse Studios í Reykjavík. Eydís er frá Blönduósi en hefur búið erlendis síðustu ár og flutti aftur heim til Íslands á síðasta ári. Hún fékk að vita þessar gleðifréttir frá Sony í ágúst á síðasta ári en hefur þurft að halda því leyndu síðustu mánuði, meira að segja frá sínum nánustu. „Ég er ótrúlega spennt og þakklát fyrir tækifærið til að gefa út mína fyrstu plötu hjá útgáfunni og fyrir að vinna með svona frábæru alþjóðlegu teymi,“ segir Eydís um samninginn. Myndbandið við Brotin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ískalt í glerkassa í íslenska frostinu Eydís og Anna Maggý vildu með myndbandinu sýna tilfinningar verksins á sjónrænan hátt. Einangrunin, yfirþyrmandi tilfinningar og það að vera brotin er táknað með glerkassa sem fyllist af reyk í myndbandinu. „Það var óraunverulegt að taka upp þetta myndband á kaldasta, dimmasta og erfiðasta tíma íslenska vetrarins,“ er haft eftir Önnu Maggý í tilkynningu Sony. Upptökur á myndbandinu við Brotin fóru fram víða á Suðurlandi en nánar má lesa um myndbandið í helgarviðtalinu við Eydísi sem birtist hér á Vísi í fyrramálið. Í fréttatilkynningu Sony kemur fram að lagið Brotin gefi smá innsýn í tónlistarheim Eydísar og sýni hennar hæfileika og persónuleika vel. Lagið sýnir viðkvæmni og er einstaklega tilfinningaríkt. Nick Knowles umboðsmaður Eydísar segist spenntur fyrir því að hefja þetta ferðalag með magnaða teyminu hjá XXIM Records og Sony til þess að dreifa tónlist Eydísar um allan heim.
Tónlist Sony Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira