Hafa handtekið yfir þúsund manns í fjölmennum mótmælum í Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2021 11:14 Óeirðalögregla heldur á handteknum mótmælanda í Moskvu. AP Photo/Alexander Zemlianichenko Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir eitt þúsund manns í tengslum við fjöldamótmæli um allt landið. Mótmælendur kalla eftir því að stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní verði sleppt úr haldi og að Vladimír Pútín forseti stigi til hliðar. Í höfuðborginni Moskvu hefur lestarstöðvum verið lokað í því skyni að draga úr samgöngumöguleikum mótmælenda. Þá hefur samgönguleiðum í miðborginni verið lokað og um hundrað verið handtekin í borginni, samkvæmt Reuters fréttastofunni. Á samfélagsmiðlum má finna gríðarlegt magn ljósmynda og myndskeiða frá mótmælunum. Af þeim má ráða að mótmælendur skipta þúsundum. Hér að neðan má til að mynda sjá stóran hóp mótmælenda saman kominn í Moskvu. „Pútín er þjófur,“ kyrjar hópurinn í kór. Sizeable crowd of Navalny protesters gathering at Moscow’s “3 Stations” neighborhood. They’re chanting “Putin Is A Thief!” (Video @AvtozakLIVE) pic.twitter.com/Rf0ZJokCoa— Mike Eckel (@Mike_Eckel) January 31, 2021 Þá sýna myndbönd einnig nokkuð harkalegar aðfarir lögreglu, bæði í viðleitni sinni til að hafa stjórn á mótmælendahópum, sem og við handtökur á stökum mótmælendum. Myndband frá borginni Seljabinsk í Úralfjöllum sýnir tvo lögreglumenn krjúpa á liggjandi mótmælanda sem hrópar „Ég get ekki andað,“ á meðan fleiri lögreglumenn fylgjast með. «Не могу дышать, парни!». В Челябинске силовики жестко задержали протестующего. Люди сзади кричат «Позор!»Видео: @uralmbkmedia pic.twitter.com/ZPJ8qdlVZZ— МБХ медиа (@MBKhMedia) January 31, 2021 Þá sýnir mynd frá borginni Krasnojarsk í Síberíu hvernig óeirðalögregla hefur króað lítinn hóp mótmælenda af og umkringt hann. #Russia 🇷🇺: photo from the city of #Krasnoyarsk.Small group of protesters is literally surrounded on all sides by riot police pic.twitter.com/M6hUAogSOu— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) January 31, 2021 Enn annað myndband sýnir þá lögreglumenn í Sankti Pétursborg handtaka fréttamann sem er skilmerkilega merktur með gulu vesti. Í myndbandinu sjást lögreglumenn einfaldlega halda á fréttamanninum á brott. #Russia 🇷🇺: in #StPetersburg police arrested a journalist who was wearing a very distinguishable press vest. pic.twitter.com/o7mhnrZXv5— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) January 31, 2021 Skilaboðin þau að mótmælenda bíði afleiðingar Samkvæmt fréttamanni Sky í Moskvu skipta mótmælendur þar þúsundum, en þeim hefur reynst erfitt að koma saman á einum stað. „Lögreglan er búin að lýsa því yfir að um ólöglega samkomu sé að ræða og mótmælendur verði að fara. Svo velja þeir einfaldlega fólk úr mannfjöldanum fyrir það eitt að vera hér og taka það í burtu. Á síðustu þremur tímum hef ég séð tugi fólks handtekna, sumt fólkið var hvergi nálægt mótmælunum,“ segir Diana Magnay, fréttamaður Sky í Moskvu, í umfjöllun sinni um málið. "I have seen in the last three hours, dozens of people detained."Sky's @DiMagnaySky reports from Moscow, Russia where hundreds of people have been arrested as rallies have broken out in support of jailed opposition leader Alexei Navalny.Latest: https://t.co/7UZ5lavymQ pic.twitter.com/cQJAAkawl8— Sky News (@SkyNews) January 31, 2021 Hún segir þá að minnst sjö lestarstöðvum hafi verið lokað og að lögreglan hafi bókstaflega girt miðborg Moskvu af, til þess að draga úr áhrifum mótmælanna. Síðustu helgi voru yfir fjögur þúsund mótmælendur handteknir víðs vegar um Rússland og segist Magnay gera ráð fyrri að handtökur þessara helgar verði fleiri. Svo virðist sem skilaboð yfirvalda séu að mótmæli séu með öllu óheimil og að mótmælendur muni þurfa að svara til saka fyrir þau. Rússland Tengdar fréttir Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55 Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Alþjóðlegur þrýstingur gagnvart Rússlandi vegna handtöku og fangelsunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní hefur aukist. Ráðamenn í Rússlandi segja að mál hans og þrýstingur vesturlanda gæti leitt til versnandi samstarfs Rússlands og Evrópusambandsins. 27. janúar 2021 14:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Í höfuðborginni Moskvu hefur lestarstöðvum verið lokað í því skyni að draga úr samgöngumöguleikum mótmælenda. Þá hefur samgönguleiðum í miðborginni verið lokað og um hundrað verið handtekin í borginni, samkvæmt Reuters fréttastofunni. Á samfélagsmiðlum má finna gríðarlegt magn ljósmynda og myndskeiða frá mótmælunum. Af þeim má ráða að mótmælendur skipta þúsundum. Hér að neðan má til að mynda sjá stóran hóp mótmælenda saman kominn í Moskvu. „Pútín er þjófur,“ kyrjar hópurinn í kór. Sizeable crowd of Navalny protesters gathering at Moscow’s “3 Stations” neighborhood. They’re chanting “Putin Is A Thief!” (Video @AvtozakLIVE) pic.twitter.com/Rf0ZJokCoa— Mike Eckel (@Mike_Eckel) January 31, 2021 Þá sýna myndbönd einnig nokkuð harkalegar aðfarir lögreglu, bæði í viðleitni sinni til að hafa stjórn á mótmælendahópum, sem og við handtökur á stökum mótmælendum. Myndband frá borginni Seljabinsk í Úralfjöllum sýnir tvo lögreglumenn krjúpa á liggjandi mótmælanda sem hrópar „Ég get ekki andað,“ á meðan fleiri lögreglumenn fylgjast með. «Не могу дышать, парни!». В Челябинске силовики жестко задержали протестующего. Люди сзади кричат «Позор!»Видео: @uralmbkmedia pic.twitter.com/ZPJ8qdlVZZ— МБХ медиа (@MBKhMedia) January 31, 2021 Þá sýnir mynd frá borginni Krasnojarsk í Síberíu hvernig óeirðalögregla hefur króað lítinn hóp mótmælenda af og umkringt hann. #Russia 🇷🇺: photo from the city of #Krasnoyarsk.Small group of protesters is literally surrounded on all sides by riot police pic.twitter.com/M6hUAogSOu— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) January 31, 2021 Enn annað myndband sýnir þá lögreglumenn í Sankti Pétursborg handtaka fréttamann sem er skilmerkilega merktur með gulu vesti. Í myndbandinu sjást lögreglumenn einfaldlega halda á fréttamanninum á brott. #Russia 🇷🇺: in #StPetersburg police arrested a journalist who was wearing a very distinguishable press vest. pic.twitter.com/o7mhnrZXv5— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) January 31, 2021 Skilaboðin þau að mótmælenda bíði afleiðingar Samkvæmt fréttamanni Sky í Moskvu skipta mótmælendur þar þúsundum, en þeim hefur reynst erfitt að koma saman á einum stað. „Lögreglan er búin að lýsa því yfir að um ólöglega samkomu sé að ræða og mótmælendur verði að fara. Svo velja þeir einfaldlega fólk úr mannfjöldanum fyrir það eitt að vera hér og taka það í burtu. Á síðustu þremur tímum hef ég séð tugi fólks handtekna, sumt fólkið var hvergi nálægt mótmælunum,“ segir Diana Magnay, fréttamaður Sky í Moskvu, í umfjöllun sinni um málið. "I have seen in the last three hours, dozens of people detained."Sky's @DiMagnaySky reports from Moscow, Russia where hundreds of people have been arrested as rallies have broken out in support of jailed opposition leader Alexei Navalny.Latest: https://t.co/7UZ5lavymQ pic.twitter.com/cQJAAkawl8— Sky News (@SkyNews) January 31, 2021 Hún segir þá að minnst sjö lestarstöðvum hafi verið lokað og að lögreglan hafi bókstaflega girt miðborg Moskvu af, til þess að draga úr áhrifum mótmælanna. Síðustu helgi voru yfir fjögur þúsund mótmælendur handteknir víðs vegar um Rússland og segist Magnay gera ráð fyrri að handtökur þessara helgar verði fleiri. Svo virðist sem skilaboð yfirvalda séu að mótmæli séu með öllu óheimil og að mótmælendur muni þurfa að svara til saka fyrir þau.
Rússland Tengdar fréttir Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55 Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Alþjóðlegur þrýstingur gagnvart Rússlandi vegna handtöku og fangelsunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní hefur aukist. Ráðamenn í Rússlandi segja að mál hans og þrýstingur vesturlanda gæti leitt til versnandi samstarfs Rússlands og Evrópusambandsins. 27. janúar 2021 14:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55
Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Alþjóðlegur þrýstingur gagnvart Rússlandi vegna handtöku og fangelsunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní hefur aukist. Ráðamenn í Rússlandi segja að mál hans og þrýstingur vesturlanda gæti leitt til versnandi samstarfs Rússlands og Evrópusambandsins. 27. janúar 2021 14:24