Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 22:23 Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Brussel í dag. Getty/Dursun Aydemir/Anadolu Agency Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. Í Brussel hafa fleiri en þrjú hundruð verið handtekin í kvöld eftir mótmæli sem fram fóru í miðborginni. Fólkið mun hafa verið handtekið þegar lögregla reyndi að leysa upp mótmælin við aðallestarstöð belgísku borgarinnar og í Mont des Art hverfinu í dag. Enginn hefur þó verið kærður enn sem komið er að því er segir í frétt Politico. Meðal mótmælenda í Brussel voru svokallaðir gulvestungar og fótboltabullur að því er miðillinn Bruzz greinir frá. Mótmælunum mun hafa verið lokið um klukkan þrjú síðdegis í dag að staðartíma. Frá mótmælum í belgísku borginni Brussel í dag. (Photo by Getty/Dursun Aydemir/Anadolu Agency Fyrir helgi hafði beiðni mótmælenda um leyfi til að mótmæla verið synjað af yfirvöldum á þeim forsendum að það hefði í för með sér of mikla smithættu. Belgía hefur orðið illa úti í faraldrinum þar sem dánartíðni var á tímabili með þeirri hæstu í heiminum en afar strangar reglur eru enn í gildi í landinu og voru ferðatakmarkanir hertar enn frekar í síðustu viku. Í nágrannaríkinu Hollandi hafa mótmælendur einnig komið saman til mótmæla en í síðustu viku brutust út töluverðar óeirðir þegar mótmælendur gengu langt í aðgerðum sínum til að mótmæla ströngum sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda. Í dag kom fólk aftur á móti saman til friðsælla mótmæla í Apeldoorn og fóru mótmælin fram undir slagorðinu „drekkum kaffi saman,“ að því er Guardian segir frá. Í Amsterdam braut lögregla upp ósamþykkt mótmæli, sem þó fóru að mestu friðsamlega fram. Einnig er mótmælt í Vín. Getty/Askin Kiyagan/Anadolu Agency Um fimm þúsund mótmælendur hundsuðu bann við mótmælagöngu í Vín og komu saman til að mótmæla útgöngubanni og öðrum ströngum aðgerðum stjórnvalda. Mótmælagangan var skipulögð af öfga-hægriflokknum FPO og virti fjöldi mótmælenda tilmæli yfirvalda að vettugi, til að mynda hvað varðar reglur um grímunotkun og fjarlægðarmörk manna á milli. Glæpagengi og ofbeldisfullur hópur ný-nasista eru sagðir hafa verið meðal mótmælenda, sem neituðu að leysa upp mótmælin og stöðvuðu umferð þegar hópurinn lagði leið sína í átt að þinghúsinu í Vín. Lögreglan hafði afskipti af mótmælendum og voru nokkrir þeirra handteknir. Ungverjar hafa einnig mótmælt í Búdapest um helgina. Getty/Arpad Kurucz/Anadolu Agency Þá hefur lögreglan einnig skorist í leikinn í ungversku höfuðborginni Búdapest þar sem mótmælendur voru að stórum hluta úr röðum starfsfólks í þjónustustörfum sem hefur orðið illa úti vegna þeirra áhrifa sem harðar sóttvarnaaðgerðir hafa haft á vinnustaði þeirra. Þar hafa mótmælendur hvatt til borgaralegrar óhlýðni og þess krafist að slakað verði á aðgerðum. Belgía Holland Ungverjaland Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Í Brussel hafa fleiri en þrjú hundruð verið handtekin í kvöld eftir mótmæli sem fram fóru í miðborginni. Fólkið mun hafa verið handtekið þegar lögregla reyndi að leysa upp mótmælin við aðallestarstöð belgísku borgarinnar og í Mont des Art hverfinu í dag. Enginn hefur þó verið kærður enn sem komið er að því er segir í frétt Politico. Meðal mótmælenda í Brussel voru svokallaðir gulvestungar og fótboltabullur að því er miðillinn Bruzz greinir frá. Mótmælunum mun hafa verið lokið um klukkan þrjú síðdegis í dag að staðartíma. Frá mótmælum í belgísku borginni Brussel í dag. (Photo by Getty/Dursun Aydemir/Anadolu Agency Fyrir helgi hafði beiðni mótmælenda um leyfi til að mótmæla verið synjað af yfirvöldum á þeim forsendum að það hefði í för með sér of mikla smithættu. Belgía hefur orðið illa úti í faraldrinum þar sem dánartíðni var á tímabili með þeirri hæstu í heiminum en afar strangar reglur eru enn í gildi í landinu og voru ferðatakmarkanir hertar enn frekar í síðustu viku. Í nágrannaríkinu Hollandi hafa mótmælendur einnig komið saman til mótmæla en í síðustu viku brutust út töluverðar óeirðir þegar mótmælendur gengu langt í aðgerðum sínum til að mótmæla ströngum sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda. Í dag kom fólk aftur á móti saman til friðsælla mótmæla í Apeldoorn og fóru mótmælin fram undir slagorðinu „drekkum kaffi saman,“ að því er Guardian segir frá. Í Amsterdam braut lögregla upp ósamþykkt mótmæli, sem þó fóru að mestu friðsamlega fram. Einnig er mótmælt í Vín. Getty/Askin Kiyagan/Anadolu Agency Um fimm þúsund mótmælendur hundsuðu bann við mótmælagöngu í Vín og komu saman til að mótmæla útgöngubanni og öðrum ströngum aðgerðum stjórnvalda. Mótmælagangan var skipulögð af öfga-hægriflokknum FPO og virti fjöldi mótmælenda tilmæli yfirvalda að vettugi, til að mynda hvað varðar reglur um grímunotkun og fjarlægðarmörk manna á milli. Glæpagengi og ofbeldisfullur hópur ný-nasista eru sagðir hafa verið meðal mótmælenda, sem neituðu að leysa upp mótmælin og stöðvuðu umferð þegar hópurinn lagði leið sína í átt að þinghúsinu í Vín. Lögreglan hafði afskipti af mótmælendum og voru nokkrir þeirra handteknir. Ungverjar hafa einnig mótmælt í Búdapest um helgina. Getty/Arpad Kurucz/Anadolu Agency Þá hefur lögreglan einnig skorist í leikinn í ungversku höfuðborginni Búdapest þar sem mótmælendur voru að stórum hluta úr röðum starfsfólks í þjónustustörfum sem hefur orðið illa úti vegna þeirra áhrifa sem harðar sóttvarnaaðgerðir hafa haft á vinnustaði þeirra. Þar hafa mótmælendur hvatt til borgaralegrar óhlýðni og þess krafist að slakað verði á aðgerðum.
Belgía Holland Ungverjaland Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira