Milljónir barna missa bæði af mat og menntun Heimsljós 1. febrúar 2021 12:38 Mæður í Malaví undirbúa skólamáltíð. gunnisal Skólamáltíðir eru í mörgum sárafátækum samfélögum næringarríkasta máltíðin sem börn fá. Vegna lokunar skóla í heimsfaraldri missa milljónir barna þessa máltíð. Um 370 milljónir barna í heiminum hafa misst af daglegum skólamáltíðum vegna lokunar skóla á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Skólamáltíðir eru í mörgum sárafátækum samfélögum næringarríkasta máltíðin sem börn fá, jafnvel eina máltíðin. UNICEF – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna – hvetur til þess að skólar verði opnaðir á ný því vannæring ógni heilli kynslóð. Samkvæmt skýrslu frá UNICEF og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hafa skólabörn misst af 40 milljörðum skólamáltíða á síðustu misserum vegna farsóttarinnar. „Þrátt fyrir þá þekktu staðreynd að skólar eru ekki helstu dreifingarmiðstöðvar veirunnar hafa milljónir barna þurft að sætta sig við að skólum sé lokað,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra UNICEF. Henrietta bendir á að börnin missi ekki aðeins af formlegri kennslu heldur einnig næringarríkri máltíð. „Nú þegar enn er verið að bregðast við faraldrinum og bíða eftir dreifingu á bóluefni verður að setja opnun skóla í forgang og grípa til aðgerða sem tryggja að skólar séu öruggir, meðal annars að sjá til þess að sóttvarnir eins og hreint vatn og sápa séu til staðar í öllum skólum, hvarvetna í heiminum,“ segir hún. Í skýrslu UNICEF og WFP kemur fram að óttast sé að 24 milljónir barna eigi ekki afturkvæmt í skóla vegna farsóttarinnar. Skýrsluhöfundar segja að skólamáltíðir geta verið hvati fyrir fátækustu nemendurna að snúa aftur í skólanna. „Að missa af næringarríkum skólamáltíðum stefnir framtíð milljóna fátækustu barna heims í hættu. Við eigum á hættu að missa heila kynslóð,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri WFP. „Við verðum að styðja við bakið á stjórnvöldum við að opna skóla og hefja matarúthlutun á nýjanleik. Fyrir marga er næringarríka máltíðin sú sem börnin fá í skólanum eina máltíð dagsins.“ Íslendingar hafa í samstarfi við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna stutt skólamáltíðarverkefni síðustu átta árin í Malaví. Skólum þar í landi var nýlega lokað þegar kórónuveirutilfellum fjölgaði mjög á fyrstu dögum ársins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent
Um 370 milljónir barna í heiminum hafa misst af daglegum skólamáltíðum vegna lokunar skóla á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Skólamáltíðir eru í mörgum sárafátækum samfélögum næringarríkasta máltíðin sem börn fá, jafnvel eina máltíðin. UNICEF – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna – hvetur til þess að skólar verði opnaðir á ný því vannæring ógni heilli kynslóð. Samkvæmt skýrslu frá UNICEF og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hafa skólabörn misst af 40 milljörðum skólamáltíða á síðustu misserum vegna farsóttarinnar. „Þrátt fyrir þá þekktu staðreynd að skólar eru ekki helstu dreifingarmiðstöðvar veirunnar hafa milljónir barna þurft að sætta sig við að skólum sé lokað,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra UNICEF. Henrietta bendir á að börnin missi ekki aðeins af formlegri kennslu heldur einnig næringarríkri máltíð. „Nú þegar enn er verið að bregðast við faraldrinum og bíða eftir dreifingu á bóluefni verður að setja opnun skóla í forgang og grípa til aðgerða sem tryggja að skólar séu öruggir, meðal annars að sjá til þess að sóttvarnir eins og hreint vatn og sápa séu til staðar í öllum skólum, hvarvetna í heiminum,“ segir hún. Í skýrslu UNICEF og WFP kemur fram að óttast sé að 24 milljónir barna eigi ekki afturkvæmt í skóla vegna farsóttarinnar. Skýrsluhöfundar segja að skólamáltíðir geta verið hvati fyrir fátækustu nemendurna að snúa aftur í skólanna. „Að missa af næringarríkum skólamáltíðum stefnir framtíð milljóna fátækustu barna heims í hættu. Við eigum á hættu að missa heila kynslóð,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri WFP. „Við verðum að styðja við bakið á stjórnvöldum við að opna skóla og hefja matarúthlutun á nýjanleik. Fyrir marga er næringarríka máltíðin sú sem börnin fá í skólanum eina máltíð dagsins.“ Íslendingar hafa í samstarfi við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna stutt skólamáltíðarverkefni síðustu átta árin í Malaví. Skólum þar í landi var nýlega lokað þegar kórónuveirutilfellum fjölgaði mjög á fyrstu dögum ársins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent