Ofurtríóið sýndi hvers það er megnugt eftir tapið óvænta Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2021 07:30 James Harden var með þrefalda tvennu í sigrinum á LA Clippers. Getty/Sarah Stier Með Kyrie Irving, Kevin Durant og James Harden í liðinu eiga Brooklyn Nets að geta barist um NBA-meistaratitilinn. Það sýndu þeir í nótt með 124-120 sigri á LA Clippers sem fyrir leikinn var með besta árangurinn í deildinni á þessari leiktíð. Brooklyn var nýbúið að tapa gegn neðsta liði deildarinnar, Washington Wizards, á sunnudagskvöld en þar naut Hardens reyndar ekki við. Í nótt sýndi ofurtríóið, sem varð til í síðasta mánuði, hins vegar hvað það getur gert gegn hinum af bestu liðum deildarinnar. Irving átti sinn stigahæsta leik í vetur og skoraði 39 stig, þar á meðal átta í röð þegar Brooklyn náði forystu í fjórða leikhluta sem liðið lét ekki af hendi. Durant skoraði 28 stig og Harden 23 stig auk þess að eiga 14 stoðsendingar og 11 fráköst. „Við vissum að þeir myndu sýna hvað þeir geta í kvöld svo þetta var bara spennandi leikur. Þetta var frábær keppni á milli nokkurra af bestu leikmönnum heims,“ sagði Irving. Kawhi Leonard skoraði 33 stig og Paul George 26 fyrir Clippers. Þetta var aðeins annað tap liðsins í síðustu 12 leikjum en liðið er í 2. sæti vesturdeildarinnar með 16 sigra og sex töp. Brooklyn er í 2. sæti austurdeildar með 14 sigra og níu töp. Úrslitin úr öðrum leikjum næturinnar má sjá hér að neðan en þess ber að geta að Fred VanVleet skoraði heil 54 stig í sigri Toronto Raptors á Orlando Magic, 123-108. Stephen Curry skoraði 38 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar en það dugði skammt fyrir Golden State Warriors sem töpuðu 111-107 fyrir Boston Celtics. Jayson Tatum skoraði 27 stig fyrir Boston og tók níu fráköst. Úrslit næturinnar: Orlando 108-123 Toronto Brooklyn 124-120 LA Clippers Indiana 134-116 Memphis Washington 121-132 Portland Utah 117-105 Detroit Golden State 107-111 Boston NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Brooklyn var nýbúið að tapa gegn neðsta liði deildarinnar, Washington Wizards, á sunnudagskvöld en þar naut Hardens reyndar ekki við. Í nótt sýndi ofurtríóið, sem varð til í síðasta mánuði, hins vegar hvað það getur gert gegn hinum af bestu liðum deildarinnar. Irving átti sinn stigahæsta leik í vetur og skoraði 39 stig, þar á meðal átta í röð þegar Brooklyn náði forystu í fjórða leikhluta sem liðið lét ekki af hendi. Durant skoraði 28 stig og Harden 23 stig auk þess að eiga 14 stoðsendingar og 11 fráköst. „Við vissum að þeir myndu sýna hvað þeir geta í kvöld svo þetta var bara spennandi leikur. Þetta var frábær keppni á milli nokkurra af bestu leikmönnum heims,“ sagði Irving. Kawhi Leonard skoraði 33 stig og Paul George 26 fyrir Clippers. Þetta var aðeins annað tap liðsins í síðustu 12 leikjum en liðið er í 2. sæti vesturdeildarinnar með 16 sigra og sex töp. Brooklyn er í 2. sæti austurdeildar með 14 sigra og níu töp. Úrslitin úr öðrum leikjum næturinnar má sjá hér að neðan en þess ber að geta að Fred VanVleet skoraði heil 54 stig í sigri Toronto Raptors á Orlando Magic, 123-108. Stephen Curry skoraði 38 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar en það dugði skammt fyrir Golden State Warriors sem töpuðu 111-107 fyrir Boston Celtics. Jayson Tatum skoraði 27 stig fyrir Boston og tók níu fráköst. Úrslit næturinnar: Orlando 108-123 Toronto Brooklyn 124-120 LA Clippers Indiana 134-116 Memphis Washington 121-132 Portland Utah 117-105 Detroit Golden State 107-111 Boston
Orlando 108-123 Toronto Brooklyn 124-120 LA Clippers Indiana 134-116 Memphis Washington 121-132 Portland Utah 117-105 Detroit Golden State 107-111 Boston
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira