Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 19:41 Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í dag að meginvextir bankans verði óbreyttir í 0,75 prósentjum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahagshorfur hafi versnað frá spá bankans í nóvember sem komi meðal annars niður verðmæti útflutnings sjávarafurða. En þær eru önnur meginstoð gjaldeyristekna þjóðarinnar á eftir ferðaþjónustunni sem er hrunin. „Það sem er að gerast úti, í okkar helstu viðskiptalöndum, er farsóttin hugsanlega að sækja í sig veðrirð. Þar eru lokanir sem til dæmis veldur vandræðum í sjávarútvegi. Að fólk sé ekki lengur að fara út að borða, bara sem dæmi. Þó við séum eyja erum við háð erlendum mörkuðum. Þannig að það eru aðeins veri horfur og virðist ætla að taka lengri tíma að bólusetja heimsbyggðina,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri segir mikið atvinnuleysi áhyggjuefni. Verðbólga ætti að lækka hratt á næstu mánuðum enda sé fátt til að fóðra hana á næstunni.Vísir/Vilhelm Nýleg erlend lántaka ríkissjóðs upp á 750 milljónir evra hafi jákvæð áhrif á stöðu efnahagsmála hér og sé ígildi peningaprentunar. „Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs. Við tökum þennan erlenda gjaldeyri sem kemur og afhendum ríkinu krónur. Ef þær eru settar inn í kerfið kemur það út með sama hætti og þegar verið er að prenta peninga,“ segir seðlabankastjóri. Það styðji við jafnvægi í efnahagslífinu. Þótt verðbólga mælist nú 4,3 prósent og hafi ekki verið hærri og meira yfir efri viðmiðunarmörkum Seðlabankans frá árinu 2013, telji bankinn að verðbólgan lækki þegar líður á árið meðal annars vegna mikils atvinnuleysis. „Þannig að við sjáum ekki fyrir að þessi verðbólga haldi áfram. Hún verði eitthvað fóðruð áfram og hún gangi hratt niður,“ segir Ásgeir. Aukið atvinnuleysi sé áhyggjuefni en sem betur fer sé farið að bera á því að fyrirtæki hyggist byrja að ráða til sín fólk á nýjan leik. Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30 Versnandi efnahagshorfur á þessu ári Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun. 3. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í dag að meginvextir bankans verði óbreyttir í 0,75 prósentjum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahagshorfur hafi versnað frá spá bankans í nóvember sem komi meðal annars niður verðmæti útflutnings sjávarafurða. En þær eru önnur meginstoð gjaldeyristekna þjóðarinnar á eftir ferðaþjónustunni sem er hrunin. „Það sem er að gerast úti, í okkar helstu viðskiptalöndum, er farsóttin hugsanlega að sækja í sig veðrirð. Þar eru lokanir sem til dæmis veldur vandræðum í sjávarútvegi. Að fólk sé ekki lengur að fara út að borða, bara sem dæmi. Þó við séum eyja erum við háð erlendum mörkuðum. Þannig að það eru aðeins veri horfur og virðist ætla að taka lengri tíma að bólusetja heimsbyggðina,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri segir mikið atvinnuleysi áhyggjuefni. Verðbólga ætti að lækka hratt á næstu mánuðum enda sé fátt til að fóðra hana á næstunni.Vísir/Vilhelm Nýleg erlend lántaka ríkissjóðs upp á 750 milljónir evra hafi jákvæð áhrif á stöðu efnahagsmála hér og sé ígildi peningaprentunar. „Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs. Við tökum þennan erlenda gjaldeyri sem kemur og afhendum ríkinu krónur. Ef þær eru settar inn í kerfið kemur það út með sama hætti og þegar verið er að prenta peninga,“ segir seðlabankastjóri. Það styðji við jafnvægi í efnahagslífinu. Þótt verðbólga mælist nú 4,3 prósent og hafi ekki verið hærri og meira yfir efri viðmiðunarmörkum Seðlabankans frá árinu 2013, telji bankinn að verðbólgan lækki þegar líður á árið meðal annars vegna mikils atvinnuleysis. „Þannig að við sjáum ekki fyrir að þessi verðbólga haldi áfram. Hún verði eitthvað fóðruð áfram og hún gangi hratt niður,“ segir Ásgeir. Aukið atvinnuleysi sé áhyggjuefni en sem betur fer sé farið að bera á því að fyrirtæki hyggist byrja að ráða til sín fólk á nýjan leik.
Seðlabankinn Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30 Versnandi efnahagshorfur á þessu ári Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun. 3. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3. febrúar 2021 12:30
Versnandi efnahagshorfur á þessu ári Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun. 3. febrúar 2021 12:14