Komin „yfir toppinn“ en eiga langt í land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 23:03 Chris Whitty, landlæknir Englands, og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Toby Melville - WPA Pool/Getty Bretland er nú „komið yfir toppinn“ á þeirri bylgju kórónuveirunnar sem ríður yfir ríkið, samkvæmt landlækni Englands. Breska ríkisútvarpið hefur eftir landlækninum, Chris Whitty, að tölur yfir spítalainnlagnir, fólk sem greinist daglega með veiruna og dauðsföll væru á niðurleið. Það þýddi þó ekki að tölurnar gætu ekki farið hækkandi aftur. Á fréttamannafundi í dag sagði Whitty að þrátt fyrir að tölurnar hefðu lækkað tilfinnanlega þá væru þær enn hærri en þegar mest lét í fyrstu bylgju faraldursins í apríl 2020. „Þetta er því enn stórt vandamál. En þetta er vandamál sem er á réttri leið,“ sagði Whitty. Hann bætti því við að ef tölur yfir smitaða færu aftur hækkandi þá kæmist breska heilbrigðiskerfið „aftur í vandræði á ógnarhraða“ en mikið hefur mætt á kerfinu þegar faraldurinn hefur látið finna hvað mest fyrir sér í Bretlandi. Í dag, miðvikudag, létust 1.322 manns sem greinst höfðu með Covid-19 á síðustu 28 dögum í Bretlandi. Alls hafa tæplega 110 þúsund manns látist á innan við 28 dögum eftir Covid-19 greiningu. Þá greindust 19.202 með kórónuveiruna í Bretlandi í dag. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, talaði einnig á fundinum og lofsamaði það „tröllvaxna átak“ að hafa þegar bólusett tíu prósent bresku þjóðarinnar við Covid-19, þar af 90 prósent þeirra sem eru 75 ára eða eldri. „Þó að í dag séu á lofti teikn vonar, þar sem Covid-sjúklingum á spítölum fer fækkandi frá upphafi þessarar bylgju, er tíðni smita enn skelfilega há,“ sagði Johnson og bætti við að um 32 þúsund manns lægju nú inni á spítala með Covid-19. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir landlækninum, Chris Whitty, að tölur yfir spítalainnlagnir, fólk sem greinist daglega með veiruna og dauðsföll væru á niðurleið. Það þýddi þó ekki að tölurnar gætu ekki farið hækkandi aftur. Á fréttamannafundi í dag sagði Whitty að þrátt fyrir að tölurnar hefðu lækkað tilfinnanlega þá væru þær enn hærri en þegar mest lét í fyrstu bylgju faraldursins í apríl 2020. „Þetta er því enn stórt vandamál. En þetta er vandamál sem er á réttri leið,“ sagði Whitty. Hann bætti því við að ef tölur yfir smitaða færu aftur hækkandi þá kæmist breska heilbrigðiskerfið „aftur í vandræði á ógnarhraða“ en mikið hefur mætt á kerfinu þegar faraldurinn hefur látið finna hvað mest fyrir sér í Bretlandi. Í dag, miðvikudag, létust 1.322 manns sem greinst höfðu með Covid-19 á síðustu 28 dögum í Bretlandi. Alls hafa tæplega 110 þúsund manns látist á innan við 28 dögum eftir Covid-19 greiningu. Þá greindust 19.202 með kórónuveiruna í Bretlandi í dag. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, talaði einnig á fundinum og lofsamaði það „tröllvaxna átak“ að hafa þegar bólusett tíu prósent bresku þjóðarinnar við Covid-19, þar af 90 prósent þeirra sem eru 75 ára eða eldri. „Þó að í dag séu á lofti teikn vonar, þar sem Covid-sjúklingum á spítölum fer fækkandi frá upphafi þessarar bylgju, er tíðni smita enn skelfilega há,“ sagði Johnson og bætti við að um 32 þúsund manns lægju nú inni á spítala með Covid-19.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira