Embla er með 800 þúsund fylgjendur og 20 milljón manns hafa horft á vinsælasta myndbandið Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2021 10:30 Embla Wigum er heldur betur að slá í gegn á samfélagsmiðlum. Embla Wigum förðunarfræðingur hefur alltaf haft mikinn áhuga á förðun og hefur slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlum. Hana óraði ekki fyrir þessum vinsældum en hún er með yfir 800 þúsund fylgjendur á TikTok og það hafa yfir 20 milljón manns horft á förðunar myndböndin hennar. Hún segir mikla vinnu vera lykilinn að velgengni. Eva Laufey hitti Emblu á dögunum og ræddi við hana um þessa velgengni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég hef alltaf haft áhuga á förðun en ég fór í förðunarskóla árið 2017 og þá fékk ég almennilegan áhuga á þessu og hann óx rosalega mikið,“ segir Embla og heldur áfram. „Um ári seinna fór ég aðeins að leika mér við svona fantasíufarðanir eins og ég er að gera núna í dag.“ Hún segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á þessu og sem barn hafi hún verið mjög spennt fyrir því hvenær hún gæti byrjað að mála sig. Förðun Emblu er í dag eins og listaverk. Embla framleiðir mögnuð förðunarmyndbönd. „Ég get fengið innblástur ef ég er að horfa á einhverja mynd eða þætti eða frá umhverfinu. Það sem mér finnst svo gaman við förðun er að það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt og ef það virkar ekki þá getur þú bara tekið það af,“ segir Embla sem er aðallega á Instagram og TikTok. „Ég er með stærsta fylgjendahópinn minn á TikTok en mér finnst líka gaman að nota Instagram með. Ég er með 800 þúsund fylgjendur á TikTok og myndbandið mitt sem hefur fengið flest áhorf er yfir tuttugu milljón áhorfa,“ segir Embla sem hefur fengið fjölmörg tækifæri eftir þessa velgengni. „Ég hef fengið að vinna með mjög flottum fyrirtækjum sem eru með vörur sem ég hef notað í mörg ár. Svo hef ég fengið að fara út til Berlínar en þá bauð TikTok mér út.“ Hún segist lifa á þessu. „Það er mest í gegnum samstarf með fyrirtækjum og svoleiðis. Svo eins og með YouTube ef þú ert með mjög mikið áhorf færðu beint greitt frá þeim.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Förðun Ísland í dag Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Hana óraði ekki fyrir þessum vinsældum en hún er með yfir 800 þúsund fylgjendur á TikTok og það hafa yfir 20 milljón manns horft á förðunar myndböndin hennar. Hún segir mikla vinnu vera lykilinn að velgengni. Eva Laufey hitti Emblu á dögunum og ræddi við hana um þessa velgengni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég hef alltaf haft áhuga á förðun en ég fór í förðunarskóla árið 2017 og þá fékk ég almennilegan áhuga á þessu og hann óx rosalega mikið,“ segir Embla og heldur áfram. „Um ári seinna fór ég aðeins að leika mér við svona fantasíufarðanir eins og ég er að gera núna í dag.“ Hún segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á þessu og sem barn hafi hún verið mjög spennt fyrir því hvenær hún gæti byrjað að mála sig. Förðun Emblu er í dag eins og listaverk. Embla framleiðir mögnuð förðunarmyndbönd. „Ég get fengið innblástur ef ég er að horfa á einhverja mynd eða þætti eða frá umhverfinu. Það sem mér finnst svo gaman við förðun er að það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt og ef það virkar ekki þá getur þú bara tekið það af,“ segir Embla sem er aðallega á Instagram og TikTok. „Ég er með stærsta fylgjendahópinn minn á TikTok en mér finnst líka gaman að nota Instagram með. Ég er með 800 þúsund fylgjendur á TikTok og myndbandið mitt sem hefur fengið flest áhorf er yfir tuttugu milljón áhorfa,“ segir Embla sem hefur fengið fjölmörg tækifæri eftir þessa velgengni. „Ég hef fengið að vinna með mjög flottum fyrirtækjum sem eru með vörur sem ég hef notað í mörg ár. Svo hef ég fengið að fara út til Berlínar en þá bauð TikTok mér út.“ Hún segist lifa á þessu. „Það er mest í gegnum samstarf með fyrirtækjum og svoleiðis. Svo eins og með YouTube ef þú ert með mjög mikið áhorf færðu beint greitt frá þeim.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Förðun Ísland í dag Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira