Enginn, ekki einu sinni James Milner, var fæddur þegar Liverpool lenti síðast í svona þurrkatíð á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 12:00 James Milner og félagar í Liverpool voru þreytulegir á móti Brighton & Hove Albion á Anfield í gærkvöldi. Getty/Clive Brunskill Eftir tvo útisigra í London í síðustu viku þá héldu stuðningsmenn Liverpool örugglega að liðið þeirra væri búið að finna taktinn á nýjan leik. Annað kom á daginn á Anfield í gær. Liverpool tapaði þá sínum öðrum heimaleik í röð þegar liðið lá 1-0 á móti Brighton & Hove Albion í gærkvöldi. Liðið hafði tapað fyrir Burnley í heimaleiknum á undan. Það sem meira er að Liverpool hefur nú ekki skorað í þremur heimaleikjum í röð og það hafði ekki gerst í meira en 36 ár. Það þýðir að enginn leikmaður Liverpool í dag var fæddur þegar Liverpool liðið lenti síðast í því að skora ekki þremur heimaleikjum í röð í deildinni. 1984 - Liverpool have failed to score in three consecutive home league games for the first time since October 1984, with the Reds goalless run at Anfield currently standing at 348 minutes. Bereft. pic.twitter.com/10UTHWSqfa— OptaJoe (@OptaJoe) February 3, 2021 Þetta var í október 1984 en elsti leikmaður Liverpool liðsins var James Milner sem fæddist 4. janúar 1986. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þá bara sautján ára gamall og enn að spila með yngri flokkum TuS Ergenzingen. Síðastur til að skora deildarmark fyrir Liverpool á Anfield var Sadio Mané sem kom liðinu í 1-0 á 12. mínútu í 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion fjórum dögum fyrir gamlárskvöld. Liverpool hefur því spilað í 348 mínútur fyrir tómum Anfield leikvanginum án þess að finna leiðina í mark andstæðinganna. Sadio Mané gat ekki spilað í gærkvöldi vegna meiðsla. Mohamed Salah hafði skoraði tvö mörk í sigrinum á West Ham í leiknum á undan en Egyptinn hefur ekki skorað deildarmark á Anfield síðan í 2-1 sigri á Tottenham 16. desember síðastliðinn. Liverpool have lost back-to-back PL home game for first time since Sept 2012 - also failed to score in 3 home League games in a row - 1st time in 37 years Only had 1 attempt on target - fewest in a home PL game since April 2017 (L1-2 v Crystal Palace) pic.twitter.com/q5gO1X3LWQ— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 3, 2021 Tímabilið 1984 til 1985 þá var Joe Fagan knattspyrnustjóri félagsins og Liverpool náði ekki að vinna titili. Liðið endaði hins vegar í öðru sæti í deildinni og í Evrópukeppni meistaraliða og komst í undanúrslit enska bikarsins. Markalausu heimaleikirnir frá 29. spetember til 20. október 1984 voru á móti Sheffield Wednesday (0–2), West Bromwich Albion (0-0) og Everton (0-1). Ian Rush endaði biðina eftir marki þegar hann skoraði á móti Southampton 10. nóvember. Þrátt fyrir mjög góðan endi á tímabilinu þá tókst Liverpool ekki að vinna upp forskot Everton sem vann þarna deildina með þrettán stiga mun. Joe Fagan hætti sem stjóri Liverpool eftir leiktíðina og Kenny Dalglish tók við sem spilandi knattspyrnustjóri. Liverpool vann tvöfalt á hans fyrsta tímabili 1985-86. Enski boltinn Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjá meira
Liverpool tapaði þá sínum öðrum heimaleik í röð þegar liðið lá 1-0 á móti Brighton & Hove Albion í gærkvöldi. Liðið hafði tapað fyrir Burnley í heimaleiknum á undan. Það sem meira er að Liverpool hefur nú ekki skorað í þremur heimaleikjum í röð og það hafði ekki gerst í meira en 36 ár. Það þýðir að enginn leikmaður Liverpool í dag var fæddur þegar Liverpool liðið lenti síðast í því að skora ekki þremur heimaleikjum í röð í deildinni. 1984 - Liverpool have failed to score in three consecutive home league games for the first time since October 1984, with the Reds goalless run at Anfield currently standing at 348 minutes. Bereft. pic.twitter.com/10UTHWSqfa— OptaJoe (@OptaJoe) February 3, 2021 Þetta var í október 1984 en elsti leikmaður Liverpool liðsins var James Milner sem fæddist 4. janúar 1986. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þá bara sautján ára gamall og enn að spila með yngri flokkum TuS Ergenzingen. Síðastur til að skora deildarmark fyrir Liverpool á Anfield var Sadio Mané sem kom liðinu í 1-0 á 12. mínútu í 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion fjórum dögum fyrir gamlárskvöld. Liverpool hefur því spilað í 348 mínútur fyrir tómum Anfield leikvanginum án þess að finna leiðina í mark andstæðinganna. Sadio Mané gat ekki spilað í gærkvöldi vegna meiðsla. Mohamed Salah hafði skoraði tvö mörk í sigrinum á West Ham í leiknum á undan en Egyptinn hefur ekki skorað deildarmark á Anfield síðan í 2-1 sigri á Tottenham 16. desember síðastliðinn. Liverpool have lost back-to-back PL home game for first time since Sept 2012 - also failed to score in 3 home League games in a row - 1st time in 37 years Only had 1 attempt on target - fewest in a home PL game since April 2017 (L1-2 v Crystal Palace) pic.twitter.com/q5gO1X3LWQ— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 3, 2021 Tímabilið 1984 til 1985 þá var Joe Fagan knattspyrnustjóri félagsins og Liverpool náði ekki að vinna titili. Liðið endaði hins vegar í öðru sæti í deildinni og í Evrópukeppni meistaraliða og komst í undanúrslit enska bikarsins. Markalausu heimaleikirnir frá 29. spetember til 20. október 1984 voru á móti Sheffield Wednesday (0–2), West Bromwich Albion (0-0) og Everton (0-1). Ian Rush endaði biðina eftir marki þegar hann skoraði á móti Southampton 10. nóvember. Þrátt fyrir mjög góðan endi á tímabilinu þá tókst Liverpool ekki að vinna upp forskot Everton sem vann þarna deildina með þrettán stiga mun. Joe Fagan hætti sem stjóri Liverpool eftir leiktíðina og Kenny Dalglish tók við sem spilandi knattspyrnustjóri. Liverpool vann tvöfalt á hans fyrsta tímabili 1985-86.
Enski boltinn Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjá meira