Enginn, ekki einu sinni James Milner, var fæddur þegar Liverpool lenti síðast í svona þurrkatíð á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 12:00 James Milner og félagar í Liverpool voru þreytulegir á móti Brighton & Hove Albion á Anfield í gærkvöldi. Getty/Clive Brunskill Eftir tvo útisigra í London í síðustu viku þá héldu stuðningsmenn Liverpool örugglega að liðið þeirra væri búið að finna taktinn á nýjan leik. Annað kom á daginn á Anfield í gær. Liverpool tapaði þá sínum öðrum heimaleik í röð þegar liðið lá 1-0 á móti Brighton & Hove Albion í gærkvöldi. Liðið hafði tapað fyrir Burnley í heimaleiknum á undan. Það sem meira er að Liverpool hefur nú ekki skorað í þremur heimaleikjum í röð og það hafði ekki gerst í meira en 36 ár. Það þýðir að enginn leikmaður Liverpool í dag var fæddur þegar Liverpool liðið lenti síðast í því að skora ekki þremur heimaleikjum í röð í deildinni. 1984 - Liverpool have failed to score in three consecutive home league games for the first time since October 1984, with the Reds goalless run at Anfield currently standing at 348 minutes. Bereft. pic.twitter.com/10UTHWSqfa— OptaJoe (@OptaJoe) February 3, 2021 Þetta var í október 1984 en elsti leikmaður Liverpool liðsins var James Milner sem fæddist 4. janúar 1986. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þá bara sautján ára gamall og enn að spila með yngri flokkum TuS Ergenzingen. Síðastur til að skora deildarmark fyrir Liverpool á Anfield var Sadio Mané sem kom liðinu í 1-0 á 12. mínútu í 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion fjórum dögum fyrir gamlárskvöld. Liverpool hefur því spilað í 348 mínútur fyrir tómum Anfield leikvanginum án þess að finna leiðina í mark andstæðinganna. Sadio Mané gat ekki spilað í gærkvöldi vegna meiðsla. Mohamed Salah hafði skoraði tvö mörk í sigrinum á West Ham í leiknum á undan en Egyptinn hefur ekki skorað deildarmark á Anfield síðan í 2-1 sigri á Tottenham 16. desember síðastliðinn. Liverpool have lost back-to-back PL home game for first time since Sept 2012 - also failed to score in 3 home League games in a row - 1st time in 37 years Only had 1 attempt on target - fewest in a home PL game since April 2017 (L1-2 v Crystal Palace) pic.twitter.com/q5gO1X3LWQ— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 3, 2021 Tímabilið 1984 til 1985 þá var Joe Fagan knattspyrnustjóri félagsins og Liverpool náði ekki að vinna titili. Liðið endaði hins vegar í öðru sæti í deildinni og í Evrópukeppni meistaraliða og komst í undanúrslit enska bikarsins. Markalausu heimaleikirnir frá 29. spetember til 20. október 1984 voru á móti Sheffield Wednesday (0–2), West Bromwich Albion (0-0) og Everton (0-1). Ian Rush endaði biðina eftir marki þegar hann skoraði á móti Southampton 10. nóvember. Þrátt fyrir mjög góðan endi á tímabilinu þá tókst Liverpool ekki að vinna upp forskot Everton sem vann þarna deildina með þrettán stiga mun. Joe Fagan hætti sem stjóri Liverpool eftir leiktíðina og Kenny Dalglish tók við sem spilandi knattspyrnustjóri. Liverpool vann tvöfalt á hans fyrsta tímabili 1985-86. Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira
Liverpool tapaði þá sínum öðrum heimaleik í röð þegar liðið lá 1-0 á móti Brighton & Hove Albion í gærkvöldi. Liðið hafði tapað fyrir Burnley í heimaleiknum á undan. Það sem meira er að Liverpool hefur nú ekki skorað í þremur heimaleikjum í röð og það hafði ekki gerst í meira en 36 ár. Það þýðir að enginn leikmaður Liverpool í dag var fæddur þegar Liverpool liðið lenti síðast í því að skora ekki þremur heimaleikjum í röð í deildinni. 1984 - Liverpool have failed to score in three consecutive home league games for the first time since October 1984, with the Reds goalless run at Anfield currently standing at 348 minutes. Bereft. pic.twitter.com/10UTHWSqfa— OptaJoe (@OptaJoe) February 3, 2021 Þetta var í október 1984 en elsti leikmaður Liverpool liðsins var James Milner sem fæddist 4. janúar 1986. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þá bara sautján ára gamall og enn að spila með yngri flokkum TuS Ergenzingen. Síðastur til að skora deildarmark fyrir Liverpool á Anfield var Sadio Mané sem kom liðinu í 1-0 á 12. mínútu í 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion fjórum dögum fyrir gamlárskvöld. Liverpool hefur því spilað í 348 mínútur fyrir tómum Anfield leikvanginum án þess að finna leiðina í mark andstæðinganna. Sadio Mané gat ekki spilað í gærkvöldi vegna meiðsla. Mohamed Salah hafði skoraði tvö mörk í sigrinum á West Ham í leiknum á undan en Egyptinn hefur ekki skorað deildarmark á Anfield síðan í 2-1 sigri á Tottenham 16. desember síðastliðinn. Liverpool have lost back-to-back PL home game for first time since Sept 2012 - also failed to score in 3 home League games in a row - 1st time in 37 years Only had 1 attempt on target - fewest in a home PL game since April 2017 (L1-2 v Crystal Palace) pic.twitter.com/q5gO1X3LWQ— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 3, 2021 Tímabilið 1984 til 1985 þá var Joe Fagan knattspyrnustjóri félagsins og Liverpool náði ekki að vinna titili. Liðið endaði hins vegar í öðru sæti í deildinni og í Evrópukeppni meistaraliða og komst í undanúrslit enska bikarsins. Markalausu heimaleikirnir frá 29. spetember til 20. október 1984 voru á móti Sheffield Wednesday (0–2), West Bromwich Albion (0-0) og Everton (0-1). Ian Rush endaði biðina eftir marki þegar hann skoraði á móti Southampton 10. nóvember. Þrátt fyrir mjög góðan endi á tímabilinu þá tókst Liverpool ekki að vinna upp forskot Everton sem vann þarna deildina með þrettán stiga mun. Joe Fagan hætti sem stjóri Liverpool eftir leiktíðina og Kenny Dalglish tók við sem spilandi knattspyrnustjóri. Liverpool vann tvöfalt á hans fyrsta tímabili 1985-86.
Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira