Fox gróf upp viðtal Jóhanns Bjarna við Kerry í umfjöllun um flugvélaeign fjölskyldunnar Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2021 10:24 Umrætt viðtal við tekið á Íslandi þegar John Kerry var hér á landi að taka við verðlaunum Hringborðs norðurslóða. Skjáskot RÚV/Getty Bandaríska fréttastofan Fox birti í gær frétt þar sem stuðst er við viðtal Jóhanns Bjarna Kolbeinssonar, fréttamanns RÚV, við John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og núverandi erindreka Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, frá þeim tíma þegar hann var staddur á Íslandi árið 2019. Í fréttinni er einkaþotueign fjölskyldu Kerry til umfjöllunar. Í viðtalinu er Kerry spurður um hvernig það samræmist baráttunni í loftslagsmálum að fljúga um í einkaþotu, en Fox segir viðtalið ekki hafa komið fyrir augu Bandaríkjamanna áður. Fox gróf upp viðtalið eftir að engin svör fengust frá Hvíta húsinu í tengslum við umfjöllun um eign Kerry-fjölskyldunnar á einkaþotu á sama tíma og Kerry sjálfur leiðir loftslagsbaráttu Bandaríkjastjórnar. Segir að ferð hvers farþega með einkaþotu mengi um fjörutíu sinnum meira en ef flogið er með áætlunarflugi. Watch the latest video at foxnews.com Kerry var staddur hér á landi í október 2019 til að taka við verðlaunum Hringborðs Norðurslóða í Hörpu. Hlaut hann verðlaunin fyrir baráttu sína að þrýsta á bandarísk stjórnvöld að beita sér í loftslagsmálum. Í viðtalinu spyr Jóhann Bjarni Kerry um þá ákvörðun að koma til Íslands í einkaflugi og hvort slíkt geti talist umhverfisvænn ferðamáti. „Ef maður kolefnisjafnar, er þetta eini valkosturinn fyrir mann eins og mig sem ferðast um heiminn í þeim tilgangi að hafa betur í þessari baráttu,“ sagði Kerry. Sagði Kerry árangur hafa náðst, meðal annars með því að koma Kínverjum að borðinu. Hann sagðist meta það sem svo að hann hefði ekki tíma til að fara sjóleiðina. „Ég verð að fljúga, hitta fólk og koma hlutum í verk,“ sagði Kerry, án þess þó að svara því beint af hverju einkaflug hafi orðið fyrir valinu en ekki áætlunarflug. „En það sem ég er að gera, nánast í fullu starfi, er að vinna að baráttunni í loftslagsmálum, og þegar allt kemur til alls, ef ég kolefnisjafna og helga lífi mínu þessari baráttu, þá ætla ég ekki að vera þeirri stöðu að þurfa að réttlæta þetta,“ sagði Kerry. Frétt Fox hefur vakið nokkra athygli en nú þegar hafa rúmlega 12 þúsund manns skrifað athugasemdir við fréttina. Norðurslóðir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Í viðtalinu er Kerry spurður um hvernig það samræmist baráttunni í loftslagsmálum að fljúga um í einkaþotu, en Fox segir viðtalið ekki hafa komið fyrir augu Bandaríkjamanna áður. Fox gróf upp viðtalið eftir að engin svör fengust frá Hvíta húsinu í tengslum við umfjöllun um eign Kerry-fjölskyldunnar á einkaþotu á sama tíma og Kerry sjálfur leiðir loftslagsbaráttu Bandaríkjastjórnar. Segir að ferð hvers farþega með einkaþotu mengi um fjörutíu sinnum meira en ef flogið er með áætlunarflugi. Watch the latest video at foxnews.com Kerry var staddur hér á landi í október 2019 til að taka við verðlaunum Hringborðs Norðurslóða í Hörpu. Hlaut hann verðlaunin fyrir baráttu sína að þrýsta á bandarísk stjórnvöld að beita sér í loftslagsmálum. Í viðtalinu spyr Jóhann Bjarni Kerry um þá ákvörðun að koma til Íslands í einkaflugi og hvort slíkt geti talist umhverfisvænn ferðamáti. „Ef maður kolefnisjafnar, er þetta eini valkosturinn fyrir mann eins og mig sem ferðast um heiminn í þeim tilgangi að hafa betur í þessari baráttu,“ sagði Kerry. Sagði Kerry árangur hafa náðst, meðal annars með því að koma Kínverjum að borðinu. Hann sagðist meta það sem svo að hann hefði ekki tíma til að fara sjóleiðina. „Ég verð að fljúga, hitta fólk og koma hlutum í verk,“ sagði Kerry, án þess þó að svara því beint af hverju einkaflug hafi orðið fyrir valinu en ekki áætlunarflug. „En það sem ég er að gera, nánast í fullu starfi, er að vinna að baráttunni í loftslagsmálum, og þegar allt kemur til alls, ef ég kolefnisjafna og helga lífi mínu þessari baráttu, þá ætla ég ekki að vera þeirri stöðu að þurfa að réttlæta þetta,“ sagði Kerry. Frétt Fox hefur vakið nokkra athygli en nú þegar hafa rúmlega 12 þúsund manns skrifað athugasemdir við fréttina.
Norðurslóðir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira