Myndin af söngvaranum, sem brandarinn snerist um, var notuð til að hvetja fólk til að mæta á mótmæli vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Smirnov sendi ekkert annað frá sér um mótmælin og sótti þau ekki heldur. Hann var þó handtekinn og dæmdur fyrir að hvetja til mótmæla.
Blaðamenn og ljósmyndarar Mediazona hafa þó birt fréttir, myndir og myndbönd af mótmælum víðsvegar um Rússlandi og því hve harkalega lögregluþjónar tóku á mótmælendum.
Talið er að fleiri en tíu þúsund manns hafi verið handteknir vegna mótmælanna.
Í frétt Moscow Times segir að fangelsi í og við Moskvu séu yfirfull. Til marks um að hafi Smirnov, og 27 öðrum mönnum verið komið fyrir í fangelsisklefa ætluðum átta mönnum.
Hér má sjá tvær myndir sem Smirnov birti í morgun. Hann hefur þó síðan þá verið færður í annan klefa þar sem hann fékk dýnu til að liggja á en síminn var tekinn af honum.
, . , , , . ( - - ) pic.twitter.com/TaPnI3t9nU
— (@sssmirnov) February 4, 2021
Hér má svo sjá myndbönd úr Zakharova fangelsinu skammt frá Moskvu, þar sem Smirnov er í haldi auk margra annarra sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna.
With Moscow's jails full of detained protestors, these are the conditions arrestees are being held in, at a deportation centre outside the city.
— Felix Light (@felix_light) February 4, 2021
The man standing by the door is @sssmirnov, a journalist, convicted for retweeting a joke about a protest he didn't attend. https://t.co/XYsnUApMgA